Lögberg - 22.01.1959, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1959
SOFFANÍAS THORKELSSON:
Gaman er að ferðast
FRAMHALD
Áður fyr voru margir ára-
bátar á Dalvík, þá var ekki
um annað að ræða en árar og
segl til að komast um sjóinn,
en Svarfdælingar voru ekki
miklir siglingamenn, og
knúðu því för sín áfram með
árum af miklum dugnaði og
kappi. Mætti ég minnast þess,
þegar ég var unglingur við
róðra á Dalvík, hvað það var
harðsótt og þreytandi; þá
dugði engum að kvarta, gerði
einhver það, þá tapaði hann
skiprúminu. Nú hafa árarnar
verið lagðar niður, þær kunna
þó að vera til á Dalvík, en ég
sá enga, þó að ég svipaðist um.
Nú hafa þeir fjölda marga
mótorbáta, en flestir þeirra
eru smáir og koma ekki að
fullu gagni, því að fiskurinn
gengur ekki inn í fjörðinn
eins og hann gerði áður. Þeir
eiga einnig nokkra stóra báta,
sextíu tonn og þar yfir; á
þeim fiska þeir vel, enda
sækja þeir út á reginhaf, sem
minni bátum er ekki fært;
hafa þeir mikinn áhuga fyrir
að fjölga stærri bátunum, en
þeir kosta of fjár með öllum
útbúnaði og veiðarfærum. —
Einnig hafa þeir keypt togara,
búast þeir við að fá hann í
vor. Er það augnamið þeirra
að auka útgerðina svo, að
heimafólk geti haft atvinnu
og þurfi ekki að fara til Suð-
urlands til að leita hennar
eins og það hefur orðið að
gera á liðnum vetrum.
Svarfaðardalur er ein bezta
og grösugasta sveit á Norður-
landi, en fremur þéttbýl. í
framtíðinni munu tún þpirra
ná saman á flestum bæjum,
og allt land ræktað, sem vel
er til jarðyrkju fallið; hafa
bændur unnið kappsamlega
að því á síðari árum. Það er
ekki fljótunnið verk; fyrst
verður að þurrka landið með
skurðum og holræsum, síðan
að láta það bíða árum saman,
áður en það er plægt og unnið
til ræktunar; hefur þeim orð-
ið meira ágengt, en nokkurn
mann gat dreymt fyrir, að
komist gæti í verk á svo fáum
árum. Þannig er það, nærri
því alls staðar um sveitir
landsins, blasa við augum
ferðamannsins rennislétt tún,
mikið stærri en áður og einnig
miklu grösugri, og það á þessu
kalda sumri. En mikill galli
er það, að hið góða, fína og
kraftmikla töðugras er að
hverfa, en í þess stað er kom-
ið annað grófara og stórvaxn-
ara, er mér virtist nokkuð
trénað, og virðist það vera
miklu ódrýgra til fóðurs, —
sögðu bændur að sauðfé
slæddi því miklu meira en
gömlu töðunni; einnig töldu
þeir tún kala miklu meira nú
en áður með þessum nýju
grastegundum, sem fluttar
hafa verið til landsins.
Ég sá aðeins einn torfbæ í
Svarfaðardal, allir hinir eru
horfnir, sem ég þekkti svo vel;
fannst mér ég sakna þeirra.
Nú hafa þeir verið byggðir úr
öðru efni — stáli og stein-
steypu — flest eru þetta reisu-
leg hús og falleg heimili. —
Peningshús hafa einnig verið
byggð úr steinsteypu víðast
hvar og færð saman til mikils
hægðarauka og vinnusparn-
aðar við hirðingu búpenings.
Flestir hafa hlöður fyrir hey
sitt úr sama efni, sem rúma í
mörgum tilfellum allt heyið.
En þó að mikið hafi verið
byggt er þó mikið óbyggt enn
fyrir bústofninn, en það kem-
ur með tímanum, bæði í
Svarfaðardal og öðrum sveit-
um landsins.
Það getur ekki valdið tví-
mælum, að íslenzka bænda-
stéttin hefur afrekað miklu,
og unnið nótt með degi, oft og
einatt, enda virtust mér
bændur þreytulegir. Flestir
þeirra eru einyrkjar, nema
þeir, sem hafa unglinga til að
hjálpa sér. I mörgum tilfell-
um geta þeir ekki aukið bú-
stofninn að miklum mun, þó
heyin kynnu að leyfa það.
Stærð bústofnsins verður að
takmarkast við það, sem einn
maður getur komist yfir að
hirða að vetrinum, sem er í
mesta lagi 10 kýr og 100 fjár,
og það undir beztu skilyrðum.
Nú er það markmið margra
bænda að rækta til sumar-
beitar fyrir kýr sínar; nokkrir
hafa þegar gert það og segja
að það borgi sig vel að hafa
kýrnar sumarbærar og minnki
það fóðurbætiskaup að mikl-
um mun; hans sé ekki þörf,
eða veruleg bót að honum, ef
beitt sé á ræktað land með
nýgræðingi.
Nú kvað það vera kappsmál
bænda að hirða sem bezt
skepnur sínar, hafa þeir loks-
ins komist að þeirri niður-
stöðu, að það borgi sig betur
að hafa þær færri og hirða
þær betur. Áður kepptust
menn við að hafa þær sem
flestar, og oft var það að
menn beittu þeim, sem kallað
var, á guð og gaddinn, og þótti
gott ef þær skröltu af á hor-
leggjunum.
Þegar allar kringumstæður
eru teknar til greina, finnst
mér það mesta furða, hvað
búskapnum hefur fleygt fram
hin síðari ár. Að vísu eru
margir bændur í skuldum, og
þeim nokkuð miklum, vegna
umbótanna á búum sínum,
vélakaupa o. s. frv. En arður-
inn af búskapnum hefir verið
það mikill að þeir hafa staðið
í skilum með vexti og niður-
borganir af skuldunum.
Bændur hafa' notið mikilla
hlunninda frá ríkinu — miklu
meiri en aðrar stéttir lands-
ins. Því fé hefur vissulega
verið varið vel, því án þess
hefðu þeir ekki getað afrekað
eins miklu og raun ber vitni,
og mundu þeir seint hafa kom
ist úr gamla kútnum án að-
stoðar ríkisins. Mikið hefur
verið flutt inn af vélum, en
þó hafa þeir þörf fyrir enn
fleiri, þar sem heita má, að
allt sé unnið með þeim, hey-
skapur, ræktun og aðdrættir.
Hestsaflið er ekki notað leng-
ur að neinum mun. Þeir eru
allt of seinvirkir og kraftlitlir,
blessaðir íslenzku hestarnir,
fyrir bændur nú. — Þá fjóra
mánuði, sem við vorum heima
í sumar sáum við hvergi hest
við vinnu, stöku sinnum undir
hnakk, en víða í högum.
Mér blandast ekki hugur
um það, að Island er vel fallið
til grasræktar og sprettur
sæmilega vel, jafnvel þótt
slæmt árferði sé, ef nógur er
áburður. Fékkst góð reynsla
fyrir þessu í sumar, því að
það mun hafa verið eitt hið
kaldasta, sem komið hefur
síðan 1882, og vorið var líka
framúrskarandi þurrt og kalt.
Mikill snjór var í fjöllum
langt fram á sumar, enda byrj-
aði heyskapur á Norðurlandi
ekki fyrr en í júlí, þremur til
fjórum vikum síðar en vana-
lega. Það var mikið kal í tún-
um; útlendu grastegundirnar
þola illa frost.
Allur búskapur bænda er
nú gerbreyttur frá því sem
áður var; orfið, hrífan og
handkvörnin horfin, strokk-
urinn og klyfberinn, já, og
margt og margt fleira komið
á forngripasöfnin. Hesturinn
er ekki lengur þarfasti þjónn-
inn, því að í hans stað er
traktorinn kominn, hann er
miklu afkastameiri, en í mörg-
um tilfellum er sá traktor,
sem þeir hafa of lítill, og
þeir þarfnast annars stærri;
bezt væri þó að þeir hefðu
tvo, ef efnin leyfðu það.
Heyskapur nú má heita leik-
ur einn miðað við það sem
hann áður var, hjá þeim sem
hafa nægilegan vélakost, þeg-
ar tíð er hagstæð og heyin
fljóttekin. í mörgum tilfell-
um er þetta eini tími ársins,
sem einyrkar fá dálitla hvíld,
á milli slátta, á meðan háin
er að spretta. — Margir bænd-
ur hafa bíla, en í flestum til-
fellum eru það jeppar, gamlir
skrjóðar; en efni hafa víst
ekki leyft annað betra, því
góðir bílar eru dýrir á íslandi,
og skattar á þeim gífurlegir,
margfalt hærri en innkaups-
verð þeirra; einnig er erfitt að
fá innflutningsleyfi fyrir
bíla. Þetta þyrfti að lagast, og
ég vona að það lagist sem
fyrst, að bændur fái notið
þeirra þæginda, sem bílar
geta veitt, eins og aðrir borg-
arar ríkisins, enda hafa þeir
meiri þörf fyrir bíla en nokkr-
ir aðrir, og ég vil segja að
þeir verðskuldi það öðrum
fremur fyrir dugnað sinn og
þrautseigju við það að koma
búskapnum á það stig, sem
hann er nú kominn, þó enn
vanti mikið til á mörgum
sviðum, að hann sé orðinn
eins hagkvæmur og hann get-
ur orðið, en það stendur allt
til bóta, og það kemur með
reynslunni. Til dæmis það, að
hlöðurnar sem þeir hafa ver-
ið að byggja, niðurgrafnar
djúpt í jörð, úr steinsteypu,
með geysi-kostnaði, eru ekki
hentugar eða hagkvæmar —
allt of dýrar, og hey geymist
illa í þeim, mikil hætta er á
ofhitnun í heyinu, og mikill
raki. Annað er það, að girðing-
ar þeirra eru óhagkvæmar og
endingarlausar; — tréstaurar
endast ekki nema fáein ár í
íslenzkum jarðvegi og lofts-
lagi — steyptir staurar ættu
að koma og munu koma í
þeirra stað, þeir eru að sönnu
dálítið dýrari, en endast líka
næstum því í það óendanlega.
Árlegt viðhald á girðingum
eins og nú er, útheimtir geysi
mikið í vinnu og efni. Og eitt
er það enn, sem mér sýndist
að mundi geta staðið mjög til
bóta hjá íslenzkum bændum,
en það er meðferð þeirra á
vélum, mér fannst hún satt
að segja óafsakanleg, að vísu
með miklum undantekning-
um, en þó býsna almenn. —
Vélar hafa mikið vinnuþol og
endingu með góðri meðferð,
lítið ef illa er með þær farið;
margir bændur hafa ekki átt-
að sig á þessu; hjá þrifnaðar-
mönnum og á myndarheimil-
um stóðu vélarnar úti um
hvippinn og hvappinn, höfðu
verið skildar eftir, þar sem
verið var að vinna og voru
svo óvarðar fyrir sól og regni
frá vori til hausts, ef til vill
allan veturinn í sumum til-
fellum, en um það veit ég
ekki; jafnvel traktorinn, aðal-
vinnuafl bænda, var látinn
sæta sömu meðferð — honum
ekið í hlaðið og við hann skil-
ið þar, án þess að breitt væri
yfir hann svo mikið sem poki
til að verja hann náttfalli. Ég
leitaði af mér allan grun að
ástæðu fyrir þessu. Ég gat
ekki fundið neina, hreint enga
afsökun, nema þá, sem ég vil
ekki nefna.
Islendingar hafa varið
miklu fé síðari árin til margs
konar tilrauna, bæði við
ræktun landsins og til að
bæta bústofninn, sauðfé, kýr
og hesta. Hefur það borið tölu
verðan árangur, að því er
mér var sagt, en mestur mun
þó munurinn liggja í því hvað
bústofninn gefur meira af sér
nú en áður, að betur er við
skepnurnar gert; kynbætur
bera jafnan mikinn árangur,
en þær taka langan tíma. —
Margar góðar leiðbeiningar
hafa bændur einnig fengið í
sambandi við ræktun lands-
ins.
Einn allra erfiðasti þáttur-
inn í íslenzka búskapnum er
nýtingin á heyinu; margir
hafa komið upp súrheyshlöð-
um, og mörgum þeirra heppn-
ast þær vel. Geri ég ráð fyrir,
að það verði þrautaráðið í
framtíðinni, en ég sá fáar súr-
heyshlöður við Eyjafjörð. —
Margir hafa komið upp súg-
þurrkun í hlöðum sínum —
(blæstri í heyið) — það hefir
reynzt með afbrigðum vel, en
til þess að þetta komi að not-
um verður heyið að vera hálf
þurrt, og annað er það, að
þetta er mjög dýrt, blástur-
vélin er dýr og orkan sem hún
þarf er mikil, og víða er ekki
hægt að fá næga orku þannig
að vélin nái fullum snúnings-
hraða, en án nægilegrar orku
kemur súgþurrkunarvélin
ekki að fullum notum.
Svarfdælingar gerðu það
ekki endasleppt. Daginn áður
en við fórum var okkur hald-
ið kveðjusamsæti í fundarsal
kaupfélagshússins á Dalvík.
Mun sveitarstjórn Dalvíkur-
hrepps hafa gengizt fyrir því,
og við þetta tækifæri sæmdu
þeir mig og okkur stórgjöfum,
sem kostuðu þá mikið fé. —
Reyndi ég að benda þeim á
að þetta væru öfgar, ég væri
ekki þessarar miklu sæmdar
verður, væri einn af þessum
ógnar algengu mönnum, en
því var ekki sinnt, og ég gat
ekki neitað höfðingskap þeirra
og góðvild, — því að hver er
sá, sem má við því að hrinda
þeim frá sér, sem sýna manni
trygga vináttu og kærleika?
Meðvitundin um vináttu
þeirra verður mér traust
veganesti. —Framhald
Bréf fró Elfros, Sask.
Framhald af bls. 1
Hefir ekki slagorð Bretans
um “Fair Play” verið meira
glamuryrði en staðreynd?
Það hefir sjaldan verið talið
drengilegt að taka brauðið frá
börnunum. Hvað er veiði-
þjófnaðurinn við ísland undir
herskipavernd? — Gentleman
Sir! Stop.
Jæja, Ingibjörg, nóg af
þessu. Eins og þú sérð er ég
ekki alveg klár við innköllun-
ina. En eitthvað mun ég
reyna, ef tækifæri gefst. Það
hefir sótt á mig meiri
heim(a)speki með aldrinum,
svo ég veigra mér við, nema
þegar gott er veður, að aka til
næstu bæja. En ég sendi þér
hér með það sem innheimzt
hefir. Veit ekki nema freist-
ingin geti komið mér til að
breyta því í vín, ef það liggur
hjá mér til lengdar.
Það er enn frekar snjólétt
hér um slóðir, og frosthörkur
hafa ekki verið miklar, en
talsverður golugjóstur flesta
daga, svo að maður getur sagt
eins og karlinn: „Það er ekki
beint gott, bara svona nokkuð
gott.“
Ég bið þig innilega að fyrir-
gefa hvað þetta er orðið langt.
Það varð alveg óviljandi. —
Beztu kveðjur og nýársóskir
til ykkar hjónanna.
Þinn einl.,
Rósm. Árnason
Það er líkt með karlmenn-
ina og koníakið, þeir vondu
verða alltaf óþverrar, en hinir
góðu batna með aldrinum.
----0----
Hvað á að gera til þess að
fá fallegar hendur? Svar: —
Ekkert.