Lögberg - 22.01.1959, Side 4

Lögberg - 22.01.1959, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1959 Lögberg Gefið Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbía Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorised as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa WHitehaU S-9931 Páfaskipfin Ég hefi áður rakið stuttlega æviatriði Píusar páfa 12. hér í ritinu (1956). Hann verður jafnan talinn með merkari og áhrifameiri páfunum. Fjölgáfaður, gagnmenntaður, víðsýnn og laginn stjórnandi, einlægur trúmaður, vammlaus. Líkleg- ast, að hann verði tekinn í helgra manna tölu sakir sýna sinna, enginn dregur heldur í efa, að hann vildi beita áhrifum sínum, sem voru geysimikil, til eflingar sannrar kristni í heiminum, og kappkostaði þess vegna m. a. að stuðla að friði og vaxandi þekkingu. Hélt hann oft ræður um þessi efni, einkum á stríðsárunum. Og vegna útvarpsins heyrðu fleiri til hans um víða veröld en nokkurs páfa annars, þeirra er áður voru. Hér birtist ein af stytztu ræðum Píusar 12., haldin í Vísinda-akademíu Páfastólsins 3. desember 1939: „Vér erum ekki skaparar: hvorki sköpum vér heiminn né sannleikann. Hvorttveggja er grundvallaratriði, sem hugur vor verður að taka til greina. Náttúran er á milli Guðs og vor, og sannleikurinn verður ekki greindur frá náttúrunni. Guð, náttúran og sannleikurinn, þetta eru meistarar vorir. Vér erum auðmjúkir þjónar, pílagrímar, sem stefna til Guðs á leiðum náttúrunnar og sannleikans, framkvæmendur fagn- aðarríks ævintýris. Hlutverk yðar er að kunna skil á og auka við þekkingarfjársjóðu mannkynsins. Slíkt er kærleiksverk, en ekki sundrungar, skylt starfsemi kirkjunnar, sem reynzt hefir móðir vísinda og framfara á liðnum öldum. Tvær eru lærdómsbækur mannsins: Alheimurinn, þar sem maðurinn leitar fræðslu um þá hluti, sem Guð hefir skapað. Og Biblían, þar sem hann kynnir sér æðsta vilja og sannleika Guðs. Önnur er fyrir skynsemina, hin fyrir trúna. Þær rekast ekkert á. Trúin er ekki einræðisleg; hún er frjáls athöfn; hún virðir skynsemina, þótt hún leiði hana mildri hendi. Og eins og trúin er vinur skynseminnar, er Kirkjan vinur vísindanna. Hún virðir frelsið, aðferðir þess og megin- reglur, og grípur aðeins fram fyrir hendur þess til að forða því frá misgripum gegn trúnni.“ So virðist sem þeir, er þekktu Píus 12. bezt, gefi honum þessi eftirmæli: Hann lifði sem mikilmenni og dó eins og helgur maður. Enn komst ítali á páfastól, en hvorki Armeníumaðurinn Agagianian né Spellmann hinn ameríski. Ber hann páfa- nafnið Jóhannes 23. Var kosinn í 11. atrennu 28. október og krýndur með mikilli viðhöfn 4. nóvember. Flestir páfar hafa borið þetta nafn, en þó enginn hinna frægustu né atkvæða- mestu. Þeir hétu Leo, Innocentíus, Benedikt, Píus, Georg eða Bonifatius. Hinn nýi páfi er kominn mjög á elliár, fæddur í Sottoil Monte í Bergamo-biskupsdæmi 25. nóv. 1881. Skírnarnafn hans er Angelo Giuseppi Roncalli. Fátækra manna að ætterni. Prestvígður 1904, biskup 1925. Oft sendifulltrúi páfa, einkum á Balkansskaga. Einnig hjá Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna í París. Skipaður patríarki í Feneyjum 1953 og kardínáli síðar á sama ári. Eftirfarandi orð hans á fulltrúafundi í París 1952 lýsa honum nokkuð: „Yfir sigurvímu vísindanna skín og gnæfir friðarboð- skapur Krists, sem geymir grundvallaratriði menningarinn- ar . . . . Nýjustu uppgötvanir og aðlöðunarhæfni þeirra eru mikilvægar og vekja aðdáun. En það eitt nægir ekki mönnum til farsældar. Ekki til tímanlegra heilla, og því síður til andlegra . . . Vafalaust er Jóhannes 23. vel lærður, laginn samninga- maður, stjórnvitur og lífsreyndur. En það mun vera al- menningsálit, að honum svipi meir til Píusar 10. en Leós 13. Sé postullegur í anda og mikill mannúðarmaður, fremur en stjórnskörungur og trúkennari. Því hefir hann ef til vill valið sér nafn postula kærleikans. Engum kristnum manni er óviðkomandi, hvers konar yfirmaður stýrir móðurkirkjunni, sem enn í dag er lang- fjölmennust og áhrifamest. Hún mótar því dýpstu drætt- ina í svip kristninnar, eins og hann snýr við umheiminum. GULLBRÚÐKAUP Mr. and Mrs. Jón H. Josephson Sunnudaginn 14. desember síðastliðinn áttu hjónin Jón H. Josephson og frú Anna fimmtíu ára giftingarafmæli. Að ósk fósturbarna þeirra og ættingja voru þau þann dag boðin á heimili tengdasonar síns og fósturdóttur, Mr. og Mrs. Clifford Stevens. Þar gafst vinum þeirra tækifæri til að drekka með þeim kaffi- sopa, óska þeim allrar bless- unar og þakka þeim mikla starfsemi þeirra bæði í bæjar- og kirkjumálum. Heimboðið stóð yfir frá kl. 2 til kl. 5 e.h., og frá kl. 8 til kl. 10 að kveld- inu. Um 150 manns tóku þátt í heimboðinu. Stærsti vina- hópurinn var þar milli kl. 3 og 4. Flutti þá Mr. B. Egilson bæjarstjóri, fagurt ávarp til heiðursgestanna og afhenti þeim peningagjöf frá vinum og ættfólki, hann las einnig heillaóskasímskeyti frá vara- forsætisráðherra Canada, — Howard Green, — Dufferin Roblin forsætisráðherra Man- itoba, og bréf frá Mr. Eric Stefanson, sambandsþing- manni, og konu hans Sigrúnu. Mr. N. K. Stevens las hug- næmt bréf frá konu sinni, sem sökum veikinda var ekki við- stödd. Um leið og hann bað gullbrúðhjónunum allra heilla afhenti hann Mr. Josephson peningaávísun frá B. C. Pack- ers með þökk fyrir langa og trúverðuga vinnu fyrir félag- ið. — Heillaóskasímskeyti bárust frá eftirtöldum vinum: Mr. og Mrs. Thomas Clark, Olds, Alta.; Mr. og Mrs. Eric Orton, Brandon, Man.; Miss Elizabeth Fahey, Wawanesa, Man.; Mr. og Mrs. Steindór Guðmunds, California. Hon. Dr. George Johnson, heilbrigðismálaráðherra Man- itoba fylkis, kom til að heiðra gullbrúðhjónin; einnig komu frá Winnipeg Mr. Steindór Jakobsson, Mrs. Guðrún Blön- dal, Mrs. Anna Jónasson og Mr. Harvey Hedley. Frá Árborg komu: Mr. og Mrs. S. Oddleifsson og Mrs. H. S. Erlendsson, tengdasyst- ir Mrs. Josephson, John Howardson, fóstursonur þeirra, sem kom frá Port Arthur, Ont., ásamt tengda- bróður sínum Arvid Jorgen- son, flutti þakkarávarp til þeirra vina og ættingja sem heiðruðu fósturforeldra hans á þessum merku tímamótum í lífi þeirra, einnig afhenti hann þeim gullklukku að gjöf frá fósturbörnum þeirra. Þar sem þeirra elskulega fósturdóttir, María Jorgenson, var kölluð burt s.l. sumar, var hugur hjónanna þrunginn saknaðartilfinningu. — Þessi elskulega kona var búin, á- samt bróður sínum og fóstur- systur, að ráðgera að minnast þessa dags og gera hann að sólskinsríkum fagnaðardegi; en þetta gerði stundina ennþá hátíðlegri; við fundum hversu mikið sálarþrek og traust þessir vinir okkar hafa. Með bros á vör og hlýjum vinar- hug tóku þau á móti öllum gestunum, þótt að glöggt auga gæti oft séð angurværa þreytusvipinn, sem sorgin skilur eftir. Mrs. Josephson var fædd á Islandi, kom til Kanada þriggja ára gömul með foreldrum sínum, Erlendi og Ólínu Erlendsson, er bjuggu lengi á Hálandi í Geysisbyggð. Hún kom til Gimli 1908. í fjórtán ár var hún forseti Lúterska safnað- arins á Gimli; stjórnaði sunnu dagsskólanum í mörg ár; — starfar alltaf mikið í kven- félagi safnaðarins, sem hún hefir tilheyrt í 49 ár. Mr. Josephson er fæddur á Melstað, tvær mílur fyrir sunnan Gimli; foreldrar hans voru Jósef Sigurdson og kona hans Arnbjörg Jónsdóttir. Jósef og Arnbjörg fluttu til Nýja Islands 1876 frá bæ í Eyjafirði, sem heitir Stekkjar- flatir, skammt frá Möðruvöll- um Guðmundar hins ríka. Mr. Josephson var lögreglustjóri á Gimli í nokkur ár, og í bæj- arráði Gimlibæjar fáein ár. Lengst hefir hann starfað hjá B. C. Packers. Josephson’s hjónin þakka innilega gjafir og allan sóma, sem þeim var sýndur á gull- brúðkaupsafmæli þeirra þann 14. des. 1958. Þess vegna er gott til þess að hugsa, að vart munu nú aðrir en úrvalsmenn setjast á páfastól, og væntum vér því heim- inum góðs af starfi Jóhannesar 23. og óskum honum blessunar. G. Á. —KIRKJURITIÐ DONATIONS to the Belel Building Fund Collected by Mr. Oscar Jo- sephson and Hjalti S. Svein- son of Cypress River, Man. From Cypress River, Man. Helgason Family $30.00 Mrs. Conrad Nordman 25.00 Mr. Oscar Josephson 25.00 Mr. & Mrs. H. S. Johnson 25.00 Steini Johnson 25.00 John Nordal 25.00 Otto Sveinson 15.00 H. S. Sveinson 15.00 G. M. Sveinson 10.00 Mrs. S. Nordman 10.00 Mr. & Mrs. Emil Johnson ....... 10.00 Brian Arason ....... 10.00 Elmer Arason ....... 10.00 Bjorn Sigurdson .... 10.00 B. K. Johnson 10.00 Björn Hallgrimson 10.00 L. T. Hallgrimson 10.00 Johnson Brothers 15.00 Mr. & Mrs. Stanley Arason ..... 5.00 Snorri H. Anderson 5.00 G. F. Nordman ...... 5.00 Carl Nordman 5.00 John Nordman ....... 5.00 W. P. Johnson ...... 5.00 Mrs. Jim Gardiner 5.00 Mr. Siggi Sigurdson . 5.00 Mr. & Mrs. Fred Walterson ..... 2.00 S. G. Sigurdson .... 2.00 Mr. L. Guðbrandson Baldur, Manitoba 10.00 Fögur minningargjöf Arni Guðni Eggertson, Q.C., $400.00. Mr. Eggertson hefir gefið fullkomin húsgagna útbúnað í eina íbúð á Betel í minningu um foreldra sína Arna Eggert son og Oddnýju Jónínu Eggertson. Hafa þau hjónin, Mr. og Mrs. A. G. Eggertson áður gefið húsgögn í eina íbúð heimilisins, ennfremur lagt ríflega í byggingarsjóðinn. — Er þessi höfðinglega gjöf með- tekin með þökkum. BETELCAMPAIGN $250,000.00 "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.