Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1959 5 AHIJGAMAL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Bréf fró San 1. febrúar, 1959 Kæru hjón, Einar og Ingibjörg: Mig langar til að biðja þess- um línum griðastaðar í ein- hverju horni í ykkar góða blaði, um leið og ég sendi árs- gjaldið. Líka vildi ég þakka Guðrúnu frá Lundi fyrir sögur hennar, sem eru snild- arlega úr garði gerðar. — Hér er allt með sama góð- viðrisblænum, en enginn gerir svo öllum líki, og ekki Guð í himnaríki, því sí og æ er kvartað yfir regnleysi, er þetta eitt af fjórum árum í mannaminnum, sem jafnmikl- ir þurrkar hafa haldizt; en nú eru veðurspekingar að spá regni áður en langt um líður. Vil ég nú óska, að Lögberg fái aftur 40 nýja áskrifendur í framtíðinni, því gaman er að taka á móti þeim gesti. — Óska svo öllum farsæls árs. Mér datt í hug að setja hér neðan undir dálitla þulu, sem ég lærði þegar ég var ungl- ingur, ef einhver kynni að hafa gaman af henni, þótt margt af eldra fólkinu kann- ist við hana. Með vinsemd, M. Goodman ★ ★ Diego, Calif. ÞULA Sat ég undir fiskihlaða föður míns. Átti ég að gæta bús og barna, svíns og sauða. Menn komu að mér, ráku staf í hnakka mér. Gerðu mér svo mikinn skaða, lögðu eld í bóndans hlaða. Hlaðinn tók að brenna, ég tók að renna, allt út undir lönd, allt út undir biskupslönd. — Biskup átti valið bú, hann gaf mér bæði uxa og kú. Kýrin tók að mjólka, uxinn að vaxa. Gott þótti mér út að líta, í skímu hvíta. En konan mín í kofanum, hún bíður mér til stofunnar. Ég vil ei ,til stofu gá, heldur upp að hólnum að hitta konu bónda, kona bónda gekk til brunns, vagaði, kjagaði, lét hún ganga hettuna, smettuna. En Dinga litla dimmunni dó, og sofðu þó. Nú er dauður Egill og kergill í skógi. Blástu upp eldinn, Tobba. Sæktu vatnið, Vigga. Skerðu sauðinn, Jón. Hvað er að þér boli minn, þú er hér heim kominn, rauður af leir, berst við bakkann með blóðrauðan hnakkann. ★ Hvenaer eru piltar og stúlkur komin á giftingaraldur? Ung stúlka, sem býr á Ir- landi, Bolivíu eða Swazilandi, má samkvæmt lögum giftast þegar hún er 12 ára. í Dan- mörku, Tékkóslóvakíu eða Etíópíu verður hún að bíða þar til hún er 18 ára. í Burma, Chile og Spáni mega drengir kvænast þegar þeir eru 14 ára, en í sambands- ríkinu þýzka, í Perú og í Sviss mega þeir ekki kvænast fyrr en þeir eru 21 árs að aldri. Lægsti giftingaraldur er af- skaplega mismunandi í lönd- um heims. 1 sumum löndum, sérstaklega í Asíu og Afríku, eru engar hömlur og ungu folki er leyft að giftast þegar það hefur náð kynþroska aldri, samkvæmt trúarbragða venjum. Jafnvel með sumum þjóðum, sem eru framarlega í félagsvenjum og fjárhagslega, mega stúlkur giftast 12 ára og piltar 14 ára að aldri. Sameinuðu þjóðirnar kynntu sér þetta nýlega í Genf og var það nefnd S. þ. um stöðu konunnar, sem fjall- aði um það. Nefndin hafði með höndum skjal, þar sem mælt var með því „að bæði gæfi fúslega samþykki sitt og að komið væri á lágmarki aldurs, helzt ekki lægra en 14 ára.“ Eftir því sem S. þ. hafa kynnt sér þetta, er mikill munur á lögum um þetta mál í hinum ýmsu löndum og einn- ig í vissum löndum, sem hafa með sér ríkjasamband. í Ástralíu t.d. eru lögin þannig að í sumum héruðum má stúlka gifta sig þegar hún er 16 ára, en í öðrum má hún gifta sig þegar hún er 12 ára. Svipaður mismunur er á fylkjum í Kanada og Banda- ríkjtinum. í mörgum löndum, þar á meðal Ráðstjórnarríkjunum og Júgóslavíu, er aðeins þörf á samþykki beggja þeirra, sem ætla að giftast og er þá gengið út frá því að þau hafi náð lögaldri. Ungt fólk víðast í Vestur - Evrópu, Suður- Ameríku, brezka samveldinu og Bandaríkjunum má gifta sig þó að það hafi ekki náð vissum aldri ef það hefir sam- þykki foreldra sinna eða fjár- ráðamanna. t sumum löndum verða foreldrar eða fjárráða- menn brúðurinnar að sam- þykkja giftingu hennar, en það er ekki nauðsynlegt fyrir brúðgumann. Og í enn öðrum Gjafir til Höfn — Frá nóvember 1958 iil febrúar 1959 — Miss Berta Jones, Los Angeles, $100.00; Mr. A. Lopt- son, Yorkton, Sask., $100.00; Dr. B. T. H. Marteinsson, Vancouver, $100.00; Mr. O. W. Jónsson, Vancouver, $100.00; Mr. and Mrs. Johnston, Kee- watin, Ont., $100.00 í minn- ingu um 68. giftingarafmæli okkar; Scandinavian Business Men’s Club, Vancouver, $50,- 00; Victoria Women’s Ice- landic Club, Vancouver, $25,- 00; Leslie Icelandic Ladies’ Aid $10.00; Concordia Ladies’ Aid, Churchbridge, Sask.; $10.00; Herron Bros. Ltd., Vancouver, $25.00; Mr. and Helgi Steinberg, White Rock, B.C., $30.00 í minningu um látin son okkar, Kristján Gest; Mrs. Dómhildur Johnson, Wynyard, Sask., $25.00 í kæra minningu um vini, Mrs. Hall- dóru Björnson, Wynyard, dáin 1958, og Halldóru Gísla- son, Wynyard, dáin í Wpg.; Mr. Michael Johnson, Ed- monton, Alta., $10.00 í minn- ingu um ástkæra móður — Kristínu Johnson, dáin 20. júní 1955; Mr. Thorsteinn Bergman, Vancouver, $5.00 í kæra minningu um sína beztu vin- og velgjörðarkonu, Guð- nýju Thomasson, dáin 18. löndum er það höfuðskilyrði fyrir giftingu að foreldrar og fjárráðamenn séu henni sam- þykir. —<Unesco). nóv. 1958, Beaver, Man.; Mr. og Mrs. H. B. Johnson, Van- couver, $10.00; Mr. Gísli Jóns- son, Prince Rupert, B.C., $20.00; Mr. og Mrs. Kristján Einarsson, Prince Rupert, $10.00; Mr. og Mrs. Walter Jónsson, Prince Rupert $10.00; Mrs. Helga Sturlaugson, Van- couver, $10.00; Mrs. Sarah Willey, Vancouver, $7.00; Mrs. Hart, Vancouver, $5.00; Mrs. V. Long, Vancouver, 5.00; Mrs. Margaret Johnson, Vic- toria, B.C., $5.00; Mrs. Salome Johnson, Vancouver, $2.00; Mrs. A. Pálsson, Vancouver, $2.00; Miss May Stevenson, Vancouver, $2.00; Mrs. K. Magnússon, Vancouver, $2.00; Mrs. V. Johnson, Vancouver, $2.00; Mrs. C. S. Samis, Van- couver, $2.00; Mrs. M. Arn- grímsson, Vancouver, $2.00; Mrs. Helga Sturlaugson, Van- couver, $2.00. Aðrar gjafir bárust Höfn frá eftirtöldum félögum og ein- staklingum: Kvenfélagi íslenzku lút- ersku kirkjunnar; Kvenfélag- inu Sólskin; Reliance Fish Co.; Mr. John Sigurdson; Mr. Lee; Mr. Sigurði Stefánnsson; Mrs. G. Polson; Mrs. E. W. Ander- son; Mrs. Essex; Mrs. Long. Með hjartans þakklæti frá stjórnarnefndinni. Mrs. Emily Thorson, féh. 3930 Marine Drive, West Vancouver, B.C. Dónarfregn Þann 18. desember dó á sjúkrahúsi í Ashern, Mani- toba, Mrs. Kristjana Jónasson frá Silver Bay, Manitoba. Kristjana heitin var fædd 21. marz 1881, dóttir hjónanna Sigurgeirs Péturssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Hún fluttist vestur um haf með föður sínum og seinni konu hans 1893, þá 12 ára að aldri. Þau settust að í Argyle byggð. Árið 1908 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Birni Jónassyni og reistu þau bú að Silver Bay og hafa búið þar alla tíð síðan. Þau hjónin héldu fimmtíu ára brúðkaups afmæli sitt hátíðlegt á þessu hausti. Þau voru samhent í því að vera góðgerðasöm og örlát og hjálpsöm við þá sem hjálpar þurftu við, og áttu því láni að fagna að vera saman langa stund. Þau eignuðust þrjú börn. Eitt þeirra dó fyrir 14 árum, var það sonur Arn- þór. Hin börnin, Kristján og Hólmfríður María, eru bæði gift og búa í Silver Bay byggð inni. Kristjönu lifa einnig einn bróðir og tvær hálfsystur. Hún var jarðsungin frá lút- ersku kirkjunni í Ashern og grafin í kirkjugarðinum að Silver Bay, 22. des. 1958. Séra Jón Bjarman prestur lútersku kirkjunnar á Lundar jarð- söng. KAUPIÐ OG LESIÐ — LÖGBERG (Allan ársins hring) FLUGFARGJÖLD TIL ÍSLANDS frá NEW YORK um REYKJAVÍK til STÓRA - BRETLANDS, NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR, ÞÝZKALANDS IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFTLEIÐIR) bjðSa lægri fargjöld en nokkurt annáS áætlunarflugfélag, lægst allan ársins hring . . . lægri en öll önnur flugfarrými (Deluxe, First, Tourist eöa Economy) auk þess ..Fjölskyldufargjöldin" hagstæöu til 31. mal ár hvert. IAL býöur fyrsta flokks farþegaþjónustu fyrir lægri gjöld en á ‘'Economy”-farrými . ... 2 ágætar máltíöir, auk koníaks og nátt- veröar — allt yöur aö koetnaöarlausu. Færri farþegar, þægilegri sæti .... stytzta flug yfir úthaf frá New York (aldrei lengra en 400 mllur frá flugvelli). 30,000 farþegar fljúga úrlega með IAL. UPPLÝSINGAR í ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM 15 WEST 47TH ST., NEW YORK 36, Pl 7-8585 NEW YORK • CHICAGO • SAN FRANCISCO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.