Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1959 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Pálína litla kastaði sænginni til hliðar og stökk fram á gólfið: „Svei, að láta mig sofa í stráka- rúmi“, sagði hún. — Bræðurnir skellihlógu. Hún lét á sig skóna og fór út í bæjardyrnar. Það lagði á móti henni svala næturinnar. Henni varð hrollkalt. Samt stóð hún í dyrunum þó nokk- uð lengi og horfði tli sjávarins. Hún hafði aldrei séð hann svona nærri sér. Hún þóttist heyra til einhvers inni í göngunum, sem var sjálfsagt að gæta að henni. Það yrði að lofa fólkinu að hátta, annars elti strákskömmin hana og léti hana í pokann aftur. Hún fór inn í baðstofuna. „Þarna er matur handa þér, Pálína mín“, sagði húsmóðirin vingjarnlega. „Vertu nú dugleg að borða“. „Mér dettur ekki í hug að borða annars staðar en hjá mömmu", sagði telpan. Þá fór konan að strjúka yfir flétturnar hennar og tala um, hvað hún væri með mikið og fallegt hár. — Telpan færði sig frá henni. — „Þú verður hérna hjá mér, meðan mamma þín er veik. Ég á enga litla stúlku. Þú verður dóttir mín. Heldurðu, að það verði ekki gaman“, sagði konan. „Ég vil ekki vera dóttir þín, bara mömmu minn- ar“, sagði krakkinn. „Það er líklega bezt að skipta sér sem minnst af henni“, tautaði vinnukonan fram við eldavélina. „Þetta er einhver þrjózkutelpa, það er auðséð á svipnum. Hann er eins og á þráum kálfi“. Pálína litla leit hornauga til þessarar slæmu griðkonu. Líklega voru allir vondir á þessu heim- ili, nema gamla konan. Á hana leizt henni bezt. Hún átti líka að sofa hjá henni. En henni datt það ekki í hug, heldur sat hún frammi hjá elda- vélinni og horfði á, hvernig fólkið tíndi af sér spjarirnar skreið undir mjúkar yfirsængurnar. Gamla konan kom til hennar brosandi: „Þú skalt nú lofa mér að hátta þig, góða mín“, sagði hún, „það er langt síðan lítil stúlka hefur sofið hjá mér. Einu sinni áttum við fallega og bjarthærða stúlku, sem svaf hjá mér. En hún var látin í kistu og flutt inn að Steinnesi, ásamt systur sinni, sem var eldri en hún“. Hún talaði þetta meira við sjálfa sig heldur en telpuna. „Því var verið að láta hana í kistu?“ spurði litla stúlkan, sem fannst það ólíkt skárra að flytja börn í kistu en láta þau í poka. „Það var af því að hún var dáin, blessaður engillinn“, sagði gamla konan raunalega. „Ég get háttað sjálf“, sagði telpan og ýtti Ing- veldi frá sér. Gamla konan fór að hátta, en sofnaði þó ekki. Pálína litla hafði gætur á hvenær fólkið mundi vera sofnað. Það varð æ dimmara í baðstof- unni. Nú voru sjálfsagt allir sofnaðir og henni var óhætt að fara að læðast út. Hún hafði illan hug á beitarhúsmanninum, sem svaf í rúminu rétt við dyrnar. Vinnukonuómyndin og spuna- konan sváfu í næsta rúmi við eldavélina, en Gunnar bóndasonur í öðru innsta rúminu og Ing- veldur í hinu. Hallur svaf víst inni í hjónahúsinu. Hún hafði heyrt talað um það, að hann væri eftir- læti hjá foreldrum sínum vegna þess að hann var svo laglegur og þægur. Hinn strákurinn var ljótur og óþekkur. Hún heyrði stúlkurnar tala saman og pískra, svo fór að drafa í annarri. Svo þögnuðu þær báðar. Bráðum gæti hún komizt út án þess að nokkur sæi hana. En þá var myrkrið, sem alltaf varð svartara og geigvænlegra. Seinast var orðið svo dimmt, að hún sá rétt móta fyrir ljósleitum sængurfötunum í rúmunum. En það hlaut að vera bjartara úti. Loks afréð hún að ná í klútinn sinn og reyndi að binda hann um höfuðið, en það tókst illa. Nú vantaði mömmu. Hún fékk erfiðan kökk í hálsinn, þegar henni varð hugsað til mömmu sinnar. Hún vissi ekkert, hvar vettlingarnir höfðu verið látnir; það varð að hafa það. Hún opnaði baðstofuhurðina hægt og hikandi og horfði fram í kolsvört göngin. 1 sama bili hentist einhver loðin flyksa upp í fangið á henni. Hún rak upp hálf- kæft óp og hentist í dauðans ofboði inn að rúm- inu til gömlu konunnar. Hún heyrði eitthvert þrusk hjá eldavélinni. Nú var kjark hennar nóg boðið. Hún tók af sér skýluna og fór úr skóm og sokkum. Kjólinn gat hún ekki losað sig við, því að hann var kræktur á bakinu. Svo skreið hún hægt undir sængina. Þar var svo ákaflega hlýtt fyrir ískalda fæturna. Hún fann, að gamla koan var að breiða ofan á hana sængina. Sjálfsagt hafði hún alltaf verið vakandi og vitað, að hún hafði verið að reyna að strjúka. Eftir stutta stund var hún sofnuð. Þegar hún vaknaði um morguninn, skein sólin inn um gluggana. Hún var dálitla stund að átta sig á, hvað komið hafði fyrir. Svo mundi hún allt, sem við hafði borið daginn áður. Mömmu sína sárveika. Hún hafði beðið hana að vera þæga og góða, meðan hún væri svona veik og gæti ekki hugsað um hana. Þá langaði hana til að fara að gráta, en harkaði af sér; hún mundi hvað Jóhann hafði sagt, að það væru leiðinlegir krakkar, sem alltaf væru háorgandi. Hann skyldi aldrei sjá hana skæla. Það var fljótgert að klæða sig, þar sem hún hafði ekki klætt sig úr nema til fótanna. Þá stóð yngri bóndasonurinn allt í einu í hús- dyrunum og hló ertnislega: „Svo þú hefur þá sofið í kjólnum, litla kerling“, sagði hann. „Ég mátti það“, sagði hún, og gaf honum illt hornauga. „Þér kemur það ekkert við“. Þá hló hann enn meira: „Þú ert eins og Gunnar í augunum“. „Þér koma augun í mér ekkert við“, sagði hún. Þá kom Ingveldur inn til þeirra og fór að breiða yfir rúmið, svo tók hún greiðu ofan af hillunni og ætlaði að fara að greiða Pálínu litlu. En hún færðist undan því. „Þú hefur svo fallegt hár, góða mín, en nú er það úfið og flókið“, sagði hún. „Bara mamma á að greiða mér“, sagði telpan. „Hún getur það ekki, meðan hún er veik. Vertu nú góð stúlka, svo að mamma þín frétti ekki neitt leiðinlegt um þig. Ef þú lætur ekki greiða þér, verður að klippa af þér fallega hárið“, sagði Ing- veldur. Þá lofaði litla stúlkan henni að greiða sér. „Nú ertu orðin fallegasta stúlka, Pálína litla. Ertu nú búin að signa þig og lesa morgunbænirnar þínar?“ hélt Ingveldur gamla áfram. „Það geri ég úti“, anzaði Pálína litla og fór út. Það var sólskin og hlýja eins og daginn áður. Hún var að hugsa um, hvað það hefði verið, sem kom fram úr göngunum og gerði hana svo hrædda. Skyldi það vera einn þessara drauga, sem krakk- arnir á Heiði höfðu verið að segja henni frá sum- arið áður. Hún ætlaði aldrei framar að reyna að strjúka að nóttu til. Nú var bjart og gott að fara upp eftir. Hún hlaut að rata. Það varð að fara í þetta átt. Mamma sagði alltaf austur að Látravík. Þetta var torráðin gáta sjö ára gömlum heila hennar. Hún hlyti að geta fengið upplýsingar um það hjá fólkinu. En fyrst varð hún að fá eitthvað að borða, því að hún var orðin hræðilega svöng. Þegar hún kom inn í baðstofuna aftur, var búið að láta marga diska á borðið. Hún fékk vatn í munninn, þegar hún sá brauðið og smjörið undir harðfiskinum á diskunum. Bræðurnir voru að ná í sjálfskeiðingana ofan í vestisvasana. Án þess að hugsa um eignarréttinn, seildist hún í brauðsneið af einum diskinum. Þá skall krepptum hnefi Halls bóndasonar á hendi hennar. „Reyndu að láta matinn minn vera, litli þjófur“, hrópaði hann. Hún sleppti brauðinu og leit hálfringluð í kring- um sig. Þá hratt Gunnar bróður sínum svo harka- lega frá borðinu, að hann var nærri dottinn flatur. „Mamma“, kallaði Hallur. „Hann bara hrindir mér frá borðinu, þetta svín“. „Fallega lætur þú við hann bróður þinn núna, hafi það fyrr skeð“, sagði Þórey fram við elda- vélina. „Hann var að berja litlu stúlkuna", sagði Gunnar. „Hvað skyldi þér svo sem koma það við“, sagði móðir hans. „Nú, kannske það hafi verið komið með hana til þess að hann gæti barið hana“, sagði Gunnar. „En hann skal ekki berja hana, þegar ég sé til“. Þórey kom að borðinu. „Sko, hvað hún gerði; reif brauðið af diskinum mínum og ætlaði að háma það í sig“, sagði Hallur. „Mér dettur ekki í hug að borða það, fyrst hún er búin að káfa á því“. „Því mátti hún ekki borða það?“ sagði Þórey. Pálína stóð út í horni og átti von á einhverju ennþá verra en því, sem komið var. Þórey talaði hlýlega til hennar: „Komdu hérna að borðinu, Pála mín, og farðu að borða. Þett^ er þinn matur. Þú skalt muna það, að á þessum grænbrydda diski er þinn matur“. „Það verður varla oft, sem hún þarf að skammta mér á hann, þennan grænbrydda disk“, hugsaði Pálína litla, en upphátt sagði hún: „Ætli hann lemji mig ekki aftur?“ „Nei, hann gerir það ekki“, sagði húsfreyjan. „Þú manst það, Hallur minn, að vera góður við Pálu litlu“, sagði hún við son sinn. „Komdu hingað til mín, Pála litla. Ég skal taka Hall, ef hann hefur sig ekki hægan“, sagði eldri bróðirinn, Gunnar. Hún þáði það feginsamlega og færði sig til hans. Ingveldur lánaði henni hníf og hjálpaði henni við harðfiskinn og hákarlinn. Hallur reyndi að ná til hennar undir borðinu með fótunum, en hún færði sig fjær honum, svo hann gæti ekki sparkað í hana. „Finnst þér ekki góður maturinn hérna, Pála mín?“ spurði Ingveldur. „Jú, hann er góður, enda var ég orðin svöng“, sagði Pálína litla, með munninn fullan af mat. Já, náttúrlega hefurðu verið orðin sársvöng, auminginn litli. Reyndu nú að vera róleg hjá okkur, meðan mömmu þinni er að batna, svo ferðu til hennar aftur“, sagði gamla konan vin- gjamlega. „Ef henni batnar nú ekki“, sagði litla stúlkan. „Við skulum vona að henni batni“, sagði Ing- veldur og strauk yfir kinnina á litlu stúlkunni. Hún hafði ekkert á móti því. Pálína litla borðaði vel og hresstist við það. Þegar því var lokið, bað hún Ingveldi gömlu að hnýta sjalið um höfuðið á sér. „Þetta er allt of fínt sjal til að vera með það hversdags. Þú átt prjónahúfu og hyrnu í bögglin- um þínum“. „Ég ætla að vera með þetta í dag“, sagði Pálína. Hún fékk að ráða. Þegar hún kom út, fór hún að reyna að átta sig. Hvert átti hún nú að fara til að komast að Hvanná. Þar væri mamma hennar. Hún hljóp suður fyrir túngarðinn og upp með honum. Þar var djúp laut, sem hún settist í. Nú sæist hún ekki frá bænum. Kannske færi það að leita að henni. Það fannst henni gaman. Henni var illa við þetta fólk, þó að það hefði ekki gert henni neitt illt, aðeins tekið hana frá mömmu hennar, en hún átti að fá að fara til hennar aftur. En henni fannst hann fallegur yngri bróðirinn, en sjálfsagt var hann ekki góður, fyrst hann fór að berja hana. Hinn var víst mikið betri, en hann var bara svo hræði- lega munnstór og með sterklegar tennur, sem minntu á hrossatennur. Hann var kominn til hennar þarna í lautina allt í einu og settist á móti henni og glotti eins og hann væri að sýna henni, að stóru tennurnar hans væru á sama stað og þær höfðu verið. „Amma hélt, að þú værir lögð af stað vestur í heiði“, sagði hann góðlátlega. „Ég ætlaði að gera það, en veit ekki hvert ég á að halda. Er það ekki þessi gata, sem liggur þang- að?“ sagði hún og benti á götutroðninga, sem lágu yfir lautina þó nokkuð neðar en þau sátu. Þá glotti hann enn meira: „Ef þú færir þessa götu, myndirðu rölta inn allt nes og inn í Dal. Kannske kæmistu alla leið inn á heiði. Vertu ekki að hugsa um að fara vestur í Sel. Þar er enginn, nema kuldinn og myrkrið á nóttunni. Ég segi þér satt, að þér mun ekki líða illa hjá okkur. Karl- uglan verður ekert vondur við þig“, sagði hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.