Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.02.1959, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1959 7 Fréttir frá Gimli, 2. febrúar, 1959 Bœjarráðsfundur var hald- inn á Gimli 6. jan. s.l. kl. 10 f.h. Allt bæjarráðið var viðstatt, en það skipa: Mr. Barney Egilson, bæjarstjóri; bæjar- ráðsmenn: Mr. B. V. Árnason, endurkosinn, Mr. H. Dalman, Mrs. Violet Einarson og Mr. J. S. E. Beauchemin, sem er eini nýi maðurinn í bæjar- ráðinu fyrir 1959. Málafærslu maður var endurkosinn Arni G. Eggertson, með $25.00 fastalaunum. H. E. Beddome var endurkosinn friðdómari, með $50.00 árslaun. Reikningar borgaðir í des- ember komu upp á $24,123.34, og voru þeir samþykktir. Eftirfarandi nefndir voru skipaðar fyrir árið 1959: “Public Works”: B. V. Árna- son, H. Dalman, J. S. E. Beauchemin. Eldliðsnefnd: J. S. E. Beau- chemin, H. Dalman, B. V. Árnason. Heilsu-, velferðarmála- og vatnsverks-nefnd: H. Dalman, Mrs. Violet Einarson og J. S. E. Beauchemin. Fjármála- og almennramála nefnd: Mrs. Violet Einarson, B. V. Árnason, J. S. E. Beau- chemin. Skemmtigarðsnefnd: G. B. Magnússon, B. Egilson, J. S. E. Beauchemin, B. V. Árnason, W. J. Árnason, M. Graboski, William Whiteæay. Sjálfboða-slökkviliðssveit: E. G. Anderson, formaður, T. K. Árnason, varaformaður, A. Markússon, J. S. E. Beau- chemin, F. M. Árnason, T. K. Árnason, J. H. Menzies, Dick Sprowl, S. Erickson, H. Sin- clair, A. Bailey, N. Cherniak. “Town Planning” nefnd: — J. T. Árnason, F. M. Árnason, H. V. Thorsteinsson, A. Seaby, Dr. F. E. Scribner, Mrs. Violet Einarson. Ákvarðað kaup fyrir að sitja á lögákveðnum bæjarráðs- fundum: Bæjarstjóra $10.00, bæjarráðsmönnum $8.00, — einnig að bæjarstjóra verði borgaðir $400.00 fyrir önnur ábyrgðarstörf. Árslaun yfirverkstjóra bæj- arins $3,060.00, aðstoðarverk- stjóra $2,820.00, bæjarskrifara $3,060.00, — aðstoðarskrifara $1,920.00. Auka-verkamönnum bæjarins $1.00 á kl.stund. Samþykkt að borga skrif- ara $300.00 fyrir nauðsynlega skrásetningu og fyrir inn- heimtu á gjaldi greiddu undir nýju Sjúkrahúslögunum. Samþykkt að endurborga verkstjóra $25.00 á mánuði fyrir notkun bíls hans í þágu viðhalds á vegum o. s. frv. í bænum. $40.00 gefnir til Gimli Curl- ing klúbbsins. Samþykkt var að slökkvi- lið Gimli-bæjar fari til hjálp- ar út í sveitinni, með þeim skilmálum að sveitarstjórn Gimli sveitar borgi $10.00 á kl. fyrir slökkvivél og áhöld ásamt $2.00 á kl. fyrir hvem mann. Mr. S. E. Sólmundson er “poundkeeper” fyrir 1959. ----0---- Þriðja þ.m. ætla þau Mr. og Mrs. Harold Bjarnason í ferða lag vestur til Victoria, B. — Þaðan fara þau suður til Bandaríkjanna og ferðast svo norður til Campbell River. ----0---- Lestrarfélagið „Gimli“ hélt ársfund sinn 4. janúar s.l. — Stjórnarnefndin var öll endur kosin: Forseti,Mr. J. B. John- son; vara-forseti, H. V. Thor- steinsson; skrifari, Lárus B. Nordal; vara-skrifari, Guð- mundur Pétursson; féhirðir, P. S. Pálsson; vara-féhirðir, Óli Josephson; bókavörður er Sam Sigurdson; vara-bóka- vörður er Baldur Peterson. Bækur eru lánaðar út á sunnudögum frá kl. 10 til 12 f.h. Mikið er til af góðum bók- um. Fólk ætti að koma og fá bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Ákveðið var að hafa hina árlegu Sumarmála- samkomu eins og undanfarin ár. Heiðursfélagar eru þrír: — Guðm. Fjeldsteð, Jóhann Sæ- mundsson og Óli Bjarnason. ----0---- Þjóðræknisdeildin „GIMLI“ hélt ársfund sinn 27. jan. í neðri sal lútersku kirkjunnar. Stjórnarnefndin var endur- kosin, hana skipa: Forseti, Mrs. Kristín Thorsteinsson; vara-forseti, Mrs. Elín Sigurd- son; skrifari, Ingólfur N. Bjarnason; vara-skrifari, Mrs. I. N. Bjarnason; féhirðir,' Mr. W. J. Ámason; vara-féhirðir, Mrs. W. J. Árnason; fjórmála- ritari, Hjálmur V. Thorsteins- son; vara-fjármálaritari, Mrs. John Stevens; skjalavörður, Mrs. Guðrún Stevens. Skýrslur sýndu, að deildin hafði verið vel vakandi þetta nýliðna ár. — Bæði kaffi- og samkomunefndir voru endur- kosnar. Þrír erindrekar voru útnefndir til að sitja hið fer- tugasta ársþing Þjóðræknis- félagsins í Winnipeg 23., 24. og 25. þ.m. — Eftir fundarstörf hófst skemmtiskrá og kaffi- veitingar. Mr. Ingólfur N. Bjarnason skemmti með því að segja frá og lesa upp um hjátrú og ýmsar sagnir um eldfjallið Heklu á íslandi frá 16. og 17. öld. — Mrs. Aldís Peterson las ágæta sögu. — Miss Sæunn Bjarnason las þulu. ——0------ Miss Gloria Frances Dixon og Mr. Norman Valgardson voru gefin saman í hjónaband 10. jan. s.l. í lútersku kirkj- unni á Gimli. Séra John Fullmer gifti. Faðir brúðar- innar leiddi hana að altarinu. Brúðarmeyjar voru Mrs. Jack Valgardson, tengdasystir brúð gumans, Miss Sylvia Dixon, systir brúðarinnar og Miss Marion Valgardson, systir brúðgumans. Blómamær var Susan litla Valgardson, bróð- urdóttir brúðgumans. Aðstoð- armaður brúðgumans var Jack Valgardson, bróðir hans. Til sætis vísuðu Jack Yure- chuk og William Valgardson. Eftir giftingarathöfnina var veizla setin af 100 manns í neðri sal kirkjunnar. — Séra Fullmer var veizlustjóri. W. Zimmerman talaði fyrir minni brúðarinnar. — Brúðguminn flutti þakkarávarp fyrir sína hönd sína og brúðar sinnar. Heillaóskasímskeyti voru les- in upp frá Edmonton, Alta., og Moose Jaw, Sask., voru þau frá bróður og föðurbróður brúðgumans. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jack Dixon á Gimli. Brúðguminn er sonur Mrs. Joseph Syzylo og fyrri manns hennar Sveinbjörns Valgarðssonar, sem lézt á Gimli fyrir mörgum árum. — Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður á Gimli. ----0---- Gimli-lúterski söfnuðurinn hélt ársfund sinn 25. jan. Dr. F. E. Scribner, forseti safnað- arins, gaf ýtarlegt yfirlit yfir starfsemi safnaðarins árið 1958. Dr. C.R. Scribner, fé- hirðir, skýrði frá því að $8,403.63 hefðu farið í gegnum fjárhirzluna yfir árið. Mrs. J. H. Menzies gaf skýrslu yfir starf Sunnudagaskólans, sem hefir 16 kennara og 148 börn. Mrs. J. Jacobson, féhirðir kvenfélagsins, las fjárhags- skýrslu þeirra, er sýndi, að þær höfðu gefið $500.00 til kirkjunnar 1958. Mrs. E. Stevens greindi frá því að Dorcas félögin hefðu samein- ast í eitt félag, og hefði það gefið $587.00 til kirkjunnar; einnig hefði það gefið til “Re- tarted Children,” Gimli graf- reitsins og Sunudagaskólans. Safnaðarnefnd fyrir 1959 skipa: — Forseti, Dr. F. E. Scribner; vara-forseti, Barney Egilson; skrifari, Art Seaby; féhirðir, Dr. C. R. Scribner; aðrir nefndarmenn: John Menzies, Harold Bjarnason, Óli Markússon, A. J. Nnickey, B. V. Árnason, Lorne Ander- son, J. B. Johnson og Allan Bailey. — Eftir fundinn báru konurnar fram kaffi og veit- ingar. Mrs. Kristín Thorsteinsson Matthíasarsafn Matthíasarfélagið á Akur- eyri, sem nýlega var stofnað, hefir unnið að því að undan- förnu að fá keypt húsið Sigur- hæðir á Akureyri, sem var heimili Matthíasar skálds Jochumssonar siðari hluta ævi hans. Fyrir jólin varð félaginu það ágengt að það festi kaup á aðalhæð hússins, en ris- hæðin hefur ekki fengizt keypt. í húsinu búa sem stendur tvær fjölskyldur og flytur sú, sem býr á neðri hæðinni ut í vor. Verður þá hafizt handa um að breyta íbúðinni í það horf, sem hún var á dögum Matthíasar, svo og að flytja þangað inn ýmsa muni og hús- gögn, sem verið höfðu í eigu skáldsins. Hversu ágengt verður í þessum efnum fer mjög eftir fjárhag félagsins, en hann er sem stendur ýkja þröngur, enda húsverðið að mestu í skuld ennþá. Akureyrarbær mun þó hlaupa undir bagga með 50 þús. kr. framlag og á fjárhagsáætlun ríkisins hefur verið gert ráð fyrir 25 þús. kr. framlagi til húsakaupanna. Húsið Sigurhæðir stendur á fögrum stað uppi á brekkunni skammt austan við Akureyrar kirkju og sér þaðan vítt yfir. í Matthíasarfélaginu eru nú 120 félagar og er árgjaldið 100 krónur. Er þess vænzt að sem flestir gangi í félagið til þess að hrinda hugðarefni þess sem fyrst í framkvæmd og koma up sem fullkomnustu Matt- híasarsafni. VÍSIR, 29. des. K aupið Lögberg V ÍÐLESN AST A ÍSLENZKA BLAÐIÐ þér drekkið ekki Sá sem drekkur alls ekki fær stundum leiðin- legt orð á sig fyrir að vera dómharður í garð þeirra, sem drekka. Þótt hans afstaða sé kannske aðdáanleg ætti hann að varast, að móðga þá, sem ólíkir eru honum, með framkomu sinni. HINN UMBURÐARLYNDI BINDINDISMAÐUR • Lætur ekki mikið yfir bindindi sínu • Er kurteis, er hann hafnar drykk • Mælir með sinni eigin afstöðu með framkomu sinni fremur en með áleitnum og móðgandi ádellum. • Gerir og segir ekkert drykkjumanninum til háðungar. • Virðir og sýnir umburðarlyndi þeim, sem líta öðruvísi á málið. EF ÞÉR ERUÐ BINDINDISMAÐUR, VERIÐ VISS UM AÐ FRAMKOMA YÐAR MÆLI MEÐ AFSTÖÐU YÐAR. Þetta er ein aí þeim fræSslugreinum, almenningi til gagns af sem birt er MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. 11-7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.