Lögberg - 30.04.1959, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.04.1959, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. APRIL 1959 Lögberg GeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET. WINNIPEG 2, MANITOBA Utan&akrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 303 Kennedy Street. Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is pubjished by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2. Manitoba. Canada Printed by Columbia Printers Authorired as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WTfltchail 3-0931 „Að gefa honum lífið er að finna lífið/# Ávarp það, sem hinn nýkjörni biskup flulii í fréiiaauka úivarpsins í gærkveldi. Sú fylking manna, sem borið hafa biskupsnafn á íslandi, er orðin stór, hún er mikil í alla grein. Og þó er sagan meiri, sem er á bak við nöfnin í þeirri fylkingu, kunn saga og ókunn jarðnesk, hulin saga himnesk og eilíf. Einstaklingur- inn verður ekki fyrirferðarmikill, þegar horft er yfir sviðið allt, þar sem þeir ganga hver í annars slóð, ísleifur fyrstur og síðan hver af öðrum. Jafnvel þeir verða smáir á víðáttu sögunnar, sem þó gnæfa yfir aðra. Og þó gengust þeir allir undir það hlutskipti, hver á sínum tíma, sem var eitt hið ábyrgðarmesta. Hver mundi sá, er fær þann hirðisstaf í hendur, sem gengið hefir úr einni sterkri greip til annarrar í rás nálega þúsund ára, að hann hljóti ekki að spyrja sjálfan sig:Hver er ég þess að takast þetta á hendur? Engum eðlilega gerðum manni getur verið það persónuleg aufúsa. Slíku kjöri tekur maður ekki nema í djúpri auðmýkt frammi fyrir því valdi, sem stjórnar örlögum vorum og vér berum ábyrgð fyrir, því meiri ábyrgð, sem oss er meira á hendur falið og til meiri vanda trúað. Enginn settist svo í biskupsstól á Is- landi, að hann væri óvéfengjanlega hinn rétti maður, þegar hann var til þess ráðinn, þó að sagan meti svo um einstaka þeirra eftir á. Enda bjó kirkjan oftast svo vel, að fleiri komu eins til greina eða jafnvel fremur. Og það er mér engin upp- gerð að telja, að svo hafi verið að þessu sinni, þó að um hafi skipazt sem orðið er. Nú á þessari stundu hef ég þess eins að biðja af löndum mínum, að þeir minnist þess, að kirkjan er móðir vor allra, og að hún má í engu gjalda barna sinna, hvorki eins eða annars, hversu sem þeim kann að vera áfátt. Kirkjunnar heill og sæmd er vor allra heill og blessun. Ég bið landa mína að minnast biskups síns í þessum hug. Hann er fyrst og fremst einn meðal annarra barna sömu móður og sama föður, hann er einn meðal annarra þjóna þess Drottins, sem kom ekki til að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og verja lífi sínu og láta lífið fyrir aðra. Hans skyldi líf vor allra vera, hvaða stöðu, sem vér skipum. Að gefa honum lífið er að finna lífið. Ég bið alla bræður í helgri þjónustu að með- taka bróðurkveðju. Ég sendi kveðju mína og konu minnar öllum þeim, sem mál mitt heyra, inn á heimilin hvarvetna, inn í skiprúm og einrúm, að sóttarsæng, og bið öllum náðar, friðar og blessunar. Drottinn styrki, efli og blessi kirkju sína á íslandi, vora hjartkæru móður, og veiti henni náð til þess að gegna köllun sinni ættjörð og þjóð til tímanlegrar og eilífrar blessunar. —TÍMINN, 3. apríl Electors of Gimli Constituency! RE-ELECT DR. GEORGE J0HNS0N ON MAY 14th SUPPORT— • Social Allowances • Elderly Person's • Highways Expansion • Agriculture & Conservalion VOTE: Progressive Conservative Candidate A. M. ÁSGRÍMSSON, Hensel. N. Dakota: Brot úr ferðasögu f*il California FRAMHALD San Diego er byggð á hæð- um og sér þaðan vítt yfir í góðu skyggni. Hún dregur nafn sitt af spönskum manni, SanDago (nafni breytt síðar) sem fyrstur allra er sagður að hafa siglt inn á höfnina. Ein af hinum merkari byggingum í San Diego, og sem opin er fyrir almenning, er “The Natural History Museum.” — Þar er salur um 40 fet á lengd, v e g g u r allur úr gleri, og þar getur að líta hin fegurstu blóm, ekki búin til af mannahöndum, heldur eins og móðir náttúra gekk frá þeim — og til að full- komna það, þá eru blómin tekin úr eyðimörkum Cali- fornia og Arizona. Öllu þessu fágæta blómaskrúði er haldið liíandi með dældu lofti (súr- efni— og nægum raka. Um- sjónarmaður er þarna dag- lega, sem gefur upplýsingar sé óskað eftir þeim. — Dýra- garður er í borginni með dýr- um og fuglum, frá öllum stöð- um veraldar. Einn daginn keyrðum við til Karlsbod um 30 mílur til að heimsækja Mr og Mrs. B. H. Hjálmarson. Bjuggu þau hjónin um árabil skammt frá Akra, N. Dak. og ólu þar upp 5 mannvænlega syni. — Seinna tók Björn upp smíða- vinnu, og á seinni árum hefir hann tekið stórar byggingar á “contract” í félagi með bróð- ur sínum. Þau hjónin tóku okkur með hinni mestu alúð og gestrisni, dvaldi ég þar langt fram á næsta dag. — Keyrði Björn um 60 mílur í gegnum mjög breytilegt lands lag og til bæjar, sem kallaður er Oseandido. Það er sagt að 1/3 af Cali- fornia-ríki sé eyðimörk — (Desert) — en ég held að mönnunum takist að rækta landið meir og meir eftir því að dæma sem nú þegar hefir áunnizt. Þessi vegalengd, er við Björn fórum er inn á milli hárra hóla, djúp dal- verpi með ágætri frjómold — Imperial-dalurinn, sem þarna liggur var ekki fyrir mörgum árum talinn með eyðimörk- inni — en nú síðan áveitan kom er búið að breyta honum í næstum því aldingarð. Þar eru teknar 6—7 uppskerur af Alfa-alfa heyi á ári — og þar er ræktuð bómull kartöflur og margt fleira. Eitt heimili er enn eftir, sem ekki má gleyma, þegar San Diego borg er kvödd, en sú heimsókn var gerð til Mrs. Sigríðar Scheving. Hún er 95 ára að aldri og vel hress, hefir t. d. góða heyrn og sjón. Hún og maður hennar Einar, sem dáinn er fyrir mörgum árum, bjuggu blómabúi um árabil suðvestur af Cavalier, N. Dak. Þar ólu þau börn sín upp, sem nú eru gift og flest í California. Einar var um mörg ár leiðandi maður í safnaðar- og sveitamálum. Fyrir hér um bil 35 árum fluttu þau svo vestur og suður í veðurblíð- una og sólskinið — og þar sagði hún að sér hefði liðið vel. Þessi háaldraða sæmdar- kona tók okkur ósköp vel, þakkaði okkur fyrir komuna og sagði að við værum gott fólk að koma og sjá sig. — Blessuð gamla konan. Eitt kvöldið í Los Angeles stóðu Islendingar að samkomu með söng og músik og mynda- sýningu. Var fyrirsögnin á auglýsingunni “Island of the Sagas and the Mid-night Sun.” Myndina tók og sýndi hinn frægi myndatökumaður Hal linker, sem ferðast víða um heim og kemur fram í sjón- varpinu — As “Wonders of the World.” Samkoman var haldin í The Hollywood Adult School,” sem er stór og falleg bygging. Þetta áminsta kvöld ók frændi minn Erlingur til Hollywood, vorum við sex í bílnum og komum í tæka tíð, þrátt fyrir mikla umferð eins og vanalega er í Los Angeles. Þetta reyndist hin bezta skemmtun. — I byrjun bað Frank W. Russell alla to — “welcome and Salute to the Flag.” — Risu allir úr sætum. Stanley Ólafsson, consúll fyr- ir ísland, talaði nokkur orð. Þá tók við Larry Thor og stýrði hann prógramminu. Miss Emily Sigurdson frá Garðar, N. Dak., söng tvö lög við mikla hrifningu áheyr- enda — annað á ,slenzku, Draumalandið, varð hún að syngja auka-númer. Erlend- son’s systurnar þrjár, 8 til 14 ára gamlar, spiluðu tríó á ljómandi fallegar harmonik- ur, ætlaði lófaklappi aldrei að linna, svo að þær urðu að koma fram aftur og spila ann- að númer. Þér spiluðu mjög vel þessar ljóshærðu, fríðu ungmeyjar. Þá sýndi Mr. Linker litmynd frá íslandi og útskýrði hana. Hann hefir víst oft áður sagt það, sem hann sagði þetta kvöld, að hvergi í heiminum væru eins fallegar stúlkur eins og á íslandi, enda giftist hann einni þeirra Höllu Guðmundsdóttur frá Hafnar- friði. Hún er alltaf með hon- um á ferðalögum hans vítt um heim og kemur iðulega fram í sjónvarpinu og talar fallega ensku. Hún er fríð kona sýn- um og það sem betra er, hug- ljúfi allra sem henni kynnast, því að framkoma hennar er svo alúðleg og blátt áfram. Þau eiga fallegan dreng, 6—7 ára gamlan, Davíð að nafni. Myndirnar voru flestar úr Reykjavík og nágrenni, en jafnframt nokkrar úr sveitun- um og við sjóinn. Þar var Dettifoss sýndur í öllum sín- um mikilleik, þar sem hann steypist fram af margra tuga feta háum þverhnýptum hamrastalli. „Ægilegur og undrafríður, ert þú hið mikla fossaval., Aflrammur jafnt þú áfram líður í prýðilegum hamrasal. Tónarnir breytast, bölið sára það brjóstið slær, er fyrr var glatt, en alltaf söm þín ógnarbára ofan um veltist gljúfrið bratt.“ Þannig orti Hólsfjalla- skáldið, Kristján Jónsson; er ekki ólíklegt, að hann hafi verið nálægur þessu mikla náttúrusmíði, þegar þetta snildarkvæði varð til. Þessari samkomu íslend- inga í Los Angeles lauk með því, að gestunum var boðið að bera fram spurningar varð- andi ísland og þjóðina. Þeir, sem svöruðu spurningunum sátu á sviðinu, þrír menn og eina kona, Mrs. Guðný Thar- waldson, en mennirnor voru: Mr. Sumi Swanson, Mr. Hreiðar Haraldsson og Mr. Örn Harðarson. Spurt var m. a. um fólksfjölda á íslandi, hver væri helzti atvinnuveg- ur landsmanna, hvort þjóðin væri sjálfstæð eða undir ein- hvern konung gefin. Öllum spurningunum var vel og greinilega svarað. Framhald BETEL BUILDING FUND Mr. & Mrs. Hafsteinn Bjarnason Regina, Saskatchewan $5.00 In memory of Mrs. Emma Olson, who died March 30, 1959. ---0---- Ladies Aid Eining, Lundar Manitoba $5.00 In memory of Mrs. Emma Olson. ---0---- Betel Old Folks Home Building Fund, Lundar, Manitoba $50.00 BETELCAMPAIGN $250,000.00 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.