Lögberg - 30.04.1959, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.04.1959, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. APRIL 1959 3 — GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Helga var of ósjálfstæð til að fara, en fannst einhver raunabót að því að baktala húsmóður sína. Sagði, að hún væri sífellt að narra eitthvað út úr strákgreyinu á Hvanná, bæði handa sjálfri sér og barninu. Svo þættist hún ætla að sauma fyrir hann svo sem upp í þessar gjafir. Hann væri víst búinn að koma með efni í tvær milliskyrtur, sem lægi alltaf niðri í kommóðuskúffu hjá henni. Buxnaefni hefði hún tekið af honum í fyrra sumar. Nú væri hún nýlega búin að sauma úr því buxur handa Halli og segði honum, að hún hefði átt þetta síðan hún var heimasæta á Fagra- nesi. Svona voru sögurnar sem Helga sagði Stínu í gremju sinni og Stína hafði þá ekkert á móti því að færa húsmóður sinni þær og líklega fleirum. Henni var kalt til Maríönnu fyrir marga lítils- virðingu, sem hún hafði sýnt henni. En Þórey átti bágt með að trúa því, að tengdadóttirin væri svona ógerðarleg í sér, þó að hún hefði fljótlega séð það og skilið, að hún hafði það ríkt í huga að auðga sig á öðrum. En sjón var sögu ríkari í þetta sinn. Hallur var kominn í nýjar buxur og þær úr sams konar vaðmáli og Þorvaldur á Hvanná hafði ofið síðasta veturinn, sem hann lifði, bæði fyrir sitt heimili og Þóreyjar í Látravík. Hún vissi hreint ekki, hverju hún átti að trúa. Bilið milli hennar og þessarar fínu og mjúkhentu tengdadóttur breikkaði með degi hverjum. Stund- um kom það þó fyrir, að Maríanna kallaði til hennar, ef hún sá hana út um gluggann og sagðist ekkert skilja í því, hvað hún gæti stillt sig um að koma ekki daglega fram til að sjá drenginn, þetta indæla barn, sem rynni upp eins og fífill í túni. En Þórey hafði þá vanalega svo mikið að gera, að hún mátti ekki vera að því að líta inn til hennar. Hún var fyrir löngu orðin uppgefin á því að sitja á skrafstólnum hjá þeirri konu, sem aldrei gat talað um annað en sjálfa sig og ættmenn sína. Þannig leið sumarið. Þórey vonaðist hálfvegis eftir, að Pálína kæmi og yrði svo sem hálfan mánuð við heyvinnuna, svo að kindunum hennar yrði ekki slátrað, en svo leið ein vikan af annarri, án þess að hún sæist. Heyskapurinn gekk þolan- lega. Það kom kaupakona, þegar farið var að heyja á engjunum. Hallur var sífellt að kvaka til Gríms á Hvanná ,og biðja hann að vera hjá sér dag og dag. Það gerði kona hans líka. Þau höfðu bæði áhuga á að setja margt á. Og Grímur kom alltaf, þegar hann var beðinn. En einn sunnudag tók Gunnar hann tali; Þórey heyrði á samræður þeirra. „Það sér ekki, að þú sért einyrki“, sagði Gunnar. „Þú vinnur tvo daga í viku utan heimilis þíns.“ „Ég má þetta nú ekki, þó að ég geri það“, sagði Grímur hálfvandræðalega. „Mér dettur í hug, að við ættum að hafa sæta- skipti. Ég hefði gaman af að heyja á Hvannár- engjunum. Það yrði ólíkt þægilegra fyrir þig að vera með annan fótinn hjá Halli, ef þú værir vinnumaður á hinu búinu. Mér finnst það ó- skemmtileg tilhugsun, að þú þurfir að eyðileggja megnið af bústofninum strax fyrsta haustið, sem þú hugsar um heimilið. En náttúrlega má segja, að þetta komi mér ekki við“. Þórey heyrði ekki meira af samtalinu, því að þeir gengu í burtu. Hana langaði til að tala um þetta við Hall en óttaðist, að hann reiddist af- skiptasemi hennar. Næst þegar sent var eftir Grími, mátti hann ekki vera að því að koma. Hann var búinn að taka kaupamann og þeir hömuðust við að slá fram á engjum, þar sem grasið náði þeim upp fyrir hné. Með þessi skilaboð kom sendisveinninn til baka. Þórey sá, að Gunnar brosti, þegar hann heyrði þessi málalok. Þórey reyndi þá að miðla málum við mann sinn. „Mér finnst, að þú ættir að geta komið fyrir heyinu hjá Halli. Hann slægi þá hjá þér í stað- inn“, sagði hún. „Það er ólíklegt, að hann færi að slá hjá mér í staðinn“, hnusaði í gamla manninum. „Ég læt engan flá mig hvikan nema einu sinni. Ég man ekki betur en að hjúin mín heyjuðu að mestu leyti handa búpeningnum hans í fyrrasumar. Hann er ekkert liðfærri en ég, hefur tvær fullkomnar stúlkur og strák, kominn undir tvítugt. Helga getur líklega komið heyinu fyrir í hálftómri hlöð- unni og stelpan hjálpað henni til. Húsmóður- myndin getur líklega hrært í grautnum einn dag. Ég þykist gera vel að lána honum hestana“. Svo var ekki rætt um það meira, en þegar hús- bóndinn var farinn út, átaldi Þórey Gunnar son sinn. „Ég heyrði, að þú varst að spilla því, að Grímur hjálpaði bróður þínum. Finnst þér þetta viðeig- andi“, sagði hún með gremjublandinni rödd. „Þú máttir heyra það“, sagði hann. „Ég var svo sem ekkert að spilla á milli þeirra; ég reyndi að- eins að sýna honum fram á það, hvernig hann sjálfur yrði á vegi staddur með hey í haust, ef vinnubrögðin ættu að verða svona hjá honum í allt sumar“. „Þú hefur alltaf verið Halli heldur lélegur bróðir“, sagði Þórey. „Það er nú kannske eitthvað annað en hann, þetta dyggðablóð“, sagði hann og hló kuldalega. „Hann ætlar nú að fara að borga ykkur meðlætið. Talar varla við þig orð og reynir að hafa út úr pabba allt sem hann getur. Og svo er Maríanna farin að ráðgera að byggja stórt timburhús, þegar hún er búin að fá arfinn eftir ykkur og mig líka, því að hún býst við að ég verði alltaf einhleypur. En ég ætla mér að reyna að búa svo um hnútana, að hún fái ekki mikið af reytunum mínum. Svo er hún að spyrja grannkonurnar, hvort þeim sýnist þú ekki fyrirgengileg. Líklega eigir þú ekki langt eftir. Þá fái þau náttúrlega alla jörðina“. Úr borg og byggð Bryggjan á Gimli Tilkynnt var í síðustu viku, að sambandsstjórnin hefði veitt Nelson River Construc- tion Ltd. verkið við að lengja bryggjuna á Gimli. Var tilboð félagsins í þetta verk $77,779. Og á því að vera lokið 1. ágúst 1960. ☆ — DÁNARFREGNIR — Mrs. Thora Finnbogason, sem lengi bjó að Langruth, Manitoba, andaðist á laugar- daginn 18. apríl, 89 ára að aldri. Hún fluttist til Canada með manni sínum 1893 og settust þau fyrst að í Glen- boro. Áttu síðan heima um skeið í Winnipeg, síðan að Sinclair, Man., en 1911 fóru þau til Langruth og þar dó Sigurður maður hennar 1943. Hún lætur eftir sig tvo sonu, John í Langruth og Thor í Amaranth, eina dóttur, Mrs. George Dixon, Winnipeg, sex barnabörn o gtvö barnabarna- börn. Útförin var gerð frá lút- ersku krikjunni í Langruth á miðvikudaginn í fyrri viku; séra Philip M. Pétursson jarð- söng. ☆ Á sunnudaginn 19. apríl varð bráðkvaddur J ó n a s Gestur Skúlason bóndi í Geysirbyggð, 58 ára að aldri, sonur landnámshjónanna Jóns og Guðrúnar Skúlason, er ættuð voru úr Húnavatns- sýslu. Jónas var búfræðingur að menntun og tók við bújörð foreldra sinna, Fögruhlíð. — Hann var kvæntur Hrund, dóttur séra Adams Þorgríms- sonar, og lifir hún mann sinn ásamt börnum þeirra fimm: þrem dætrum, Sigrúnu, Mrs. Jack Jónasson í Toronto, Guð- rúnu, Mrs. Gordon McGinnis í Langruth og Kristínu hjúkr- unarkonu í Winnipeg, tveim sonum, Thor og Hermanni, sem báðir eru heima. Enn- fremur lætur hann eftir sig tvær systur, Sessilíu, konu Tímóteusar Böðvarssonar í Geysi, og Kristínu kennara Skúlason. — Útförin var gerð á laugardaginn, húskveðja á heimilinu og kveðjuathöfn í lútersku kirkjunni í Geysi. Séra Eric H. Sigmar og séra J. Larson fluttu kveðjumálin. Meðalaldur Vísindamenn í Bandaríkj- unum spá því, að á næstu ár- um muni meðalaldur manna ekki hækka jafn ört og sein- ustu árin. Síðan um aldamót hefir meðalaldur manna þar hækkað um 22 ár, og er nú meðalaldur karlmanna 67 ár, en kvenna 73 ár. Meðalaldur hefir e k k i hækkað svo sem neitt vegna þess að menn lifi nú lengur en áður, heldur vegna þess að nú deyja langt um færri inn- an fertugsaldurs. Það er læknavísindunum að þakka. Um seinustu aldamót voru svo mikil vanhöld á börnum og unglingum, að fjórða hvert barn náði ekki að verða 25 ára. Nú deyja ekki nema 5% þeim, sem eru innan 25 ára. Læknunum hefir einnig tek- izt að hefta drepsóttir, sem áður lögðu fjölda manna í valinn. Það verður mjög mikið undir áhrifum læknanna komið, hvort meðalaldur hækkar enn. Menn hafa þó góða von um að berklaveik- inni verði útrýmt á næstu 40 árum, að mjög verði dregið úr landfarsóttum og einnig unn- ið nokkuð á um lækningar á krabbameini og hjartasjúk- dómum. Að því athuguðu telja menn að meðalaldurinn geti hækkað um 5 ár næstu 40 árin. Sumir líffræðingar hafa haldið því fram, að ekkert sé því til fyrirstöðu að menn geti orðið 110 ára gamlir. Frá líffræðilegu sjónarmiði getur þetta verið rétt, en reynslan sýnir annað. —Lesb. Mbl. í fangelsinu.— Tveir fangar hafa strokið! Fangavörðurinn: — Ágætt, þá fáum við pláss fyrir tvo í viðbót! M.H.S.P. ► ...... ,í..WAv'Ay.. •• » »: Hvar • íbúar sveita, á sveitarskrif- stofu yðar. • íbúar í Local Government Districts, til yðar Local Govemment District. • íbúar í Unorganized Terri- tories, borga beint til The Manitoba Hospital Services Plan, 116 Edmonton Street, Winnipeg 1, Manitoba. Hvenær þann eða fyrir 31. ma, 1959 Ef að einhver greiðir ekki allt spítalagjald sitt þann, eða fyrir 31. maí 1959, á hvorki hann eða áhangendur hans, ef nokkrir eru, tilkall til spítala- aðhlynningar fyrir tímabilið númer 2, fyrr en að mánuði liðnum eftir að iðgjaldið hefir verið greitt. .... Borgið í reiðum pening- um—gerið svo vel og framvísið iðgjaldatilkynningunni. Með pósti—sendið iðgjaldatil- kynninguna ásamt ávísun yðar eða póstávísun. Gerið svo vel og lesið bak- síðu iðgjaldatilkynningar yðar fullkomnar upplýsingar. Hvernig THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN 116 ÉDMONTON STREET, WIN.4IPEG 1. MANITOBA Dr. G. Johnson, G. I. Pickering. ler. Commissionet 59»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.