Alþýðublaðið - 06.08.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.08.1960, Qupperneq 2
UJBI f Kitsyórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- ' «tjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: ■Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: . 14 906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- Lgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint 1 Ctfiifandi: Alþýðuflokkurinn. — Framitvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Heimsyfirvald ■ | | MIKLAR, LÍKUR benda til, að viðburðirnir í Kbngó síðustu vikur muni í framtíðinni verða tald .irl tímamót í sögu mannkynsins. Þetta stafar af þiirri staðreynd, að Sameinuðu þjóðirnar koma í hessu máli í fyrsta sinn fram sem heimsyfirvald, er reynir að leysa vandamál og beitir til þess al- þióðlegu lögregluliði- Hér er vísir að heimsþjóð- fqlagi, einmitt því sem hugsjónamenn hafa ávalit g< rt sér vonir um, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu. Þþss vegna eru afskipti SÞ af Kongómálinu sér- sáikt fagnaðarefni smáþjóða, sem mest eiga í húfi uþi frið í heiminum. | I Saga Kongómálsins er í fersku minni. Inn- íascldir menn voru þar illa búnir undir sjálfstjórn vegna afturhaldssamrar stjórnar Belga undan- farna áratugi- Þegar ríkið 'hlaut sjálfstæði sitt fyrirvaralítið, urðu óspektir miklar í landinu og auðugasta hérað þess, Katanga, lýsti yfir sjálf- stæði sínu. Belgar sendu her til Kongó til að v|rnda líf og eignir hvítra manna. ^Málið kom þegar fyrir öryggisráðið, sem gerði það tvær samþykktir, þar sem krafizt var ■ottflutnings belgískra hersveita frá landinu, neitað að viðurkenna skilnað Katanga og mynd- aður her Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði í landinu. Það er í krafti þéssara samþykkta, sem þeir Dag Hammarskjöld og Ralph Bunch nú reyna að leysa Kongómálið með 10 000 manna liði frá Túnis, Ghana, Marokkó, Epíópíu, Svíþjóð og írlandi- Það er athyglisvert, hvernig Hammarskjöld hefur valið hersveitir til að halda uppi friðar- merki Sameinuðu þjóðanna í Kongo. Þar eru fyrst og fremst blökkumenn frá öðrum Afríkuríkjum, og hermenn frá tveim hlutlausum Evrópuríkjum, Syíþjóð og írlandi. Hann hefur varazt að kalla til hgrmenn frá hinum stríðandi stórveldum eða bímdamönnum þeirra, og er vonandi að þetta v^rði til að sannfæra Kongómenn um einlægan vilja SÞ til að skapa frið og tryggja þeim hið ný- fqngna frelsi. 4 7 Áskriftarsími J Alþyðuhlaðsins er 14909 . ágúst 1960 — Alþýðublaðið Norðurlanda-Zonta mót í Reykjavík „ZONTA“ er alþjóðlegur fé- lagsskapur kvenna sem stofn- að var til í Bandaríkjunum, upp úr fyrri heimsstyrjöldinni eSa nánar tiltekið í Buffalo ár ið 1919, er fyrsti Zontaklúbb- urinn varð til. Félagsskapur- inn náði fljótlega miklum við- gangi vestanhafs og árið 1930 var stofnaður fyrsti Zonta- klúbburinn utan Ameríku, — Síðan hefur klúbbunum farið stöðugt fjölgandi um heim all an og á Norðurlöndunum eru nú starfandi samtals um 25 klúbbar. Hin alþjóðlega stjórn klúbbanna hefur aðsetur í Chicago, en auk þess hafa klúbbarnir í Evrópu með sér sérstakt samband og Norður- landaklúbbarnir sömuleiðis. Orðið „ZONTA“ mun þeim, sem ekki til þekkja, æði fram- andi, en það hefur þó sína sér- stöku meiningu. Það er kom- ið úr Indíána-máli og táknar „traustur og heiðvirður". en aðalmarkmið ,,Zonta“ er að stuðla að bættri aðstöðu kvenna í heiminum, vinna að auknum kynnum- og skilningi mi'lli hinna ýmsu starf'sgreina einstaklinga og þjóða, að efla heiðarleik og siðgæði í starfi og inna af hendi þjónustu við þörf málefni. Hver' Zontaklúbbur er byggður úr hverri grein. Allir starfa þeir eftir sömu grund- vallarreglum, samkvæmt al- þjóðalögunum, þótt ólíkar að- stæður ráði þar einnig nokkru. Hver klúbbur velur sér sér- stakt verkefni til að ibeita sér að í sínu samfélagi, svo sem tli hjálpar sjúku fólki eða styrktar efnalitlu námsfólki, til stuðnings ýmiss konar menningar- og líknarstarf- semi o. s. frv. Á íslandi eru tveir Zonta- klúbbar starfandi, í Reyk.ja- vík og á Akureyri'. Reykjavík- urklúbburinn var stofnaður 1941 og eru nú meðlimir hans 36 talsins, auk forsetafrúarinn ar Dóru Þórhallsdóttur, sem er heiðursfélagi hans. Akureyrarkiúbburinn var stofnaður 1949 og eru meðlim- ir hans rúmlega 20. — Eitt helzta verkefni Akureyrar- klúbbsins síðastliðin ár hefur verið stofnun Nonna-safnsins, þ. e. minjasafns um Jón Sveinsson rithöfund í húsi því sem hann átti heima í sem drengur á Akureyri. Hafa Zontakonurnar þarna unnið merkilegt menningarstarf, —• sem Akureyringar mega vera hreyknir af. Zontaklúbburinn í Reykja- vík hefur aðallega beitt sér fyrir hjálp til handa heyrnar- daufu og máUausu fólki. Hef- ur klúbburinn nú yfir að ráða sjóði, sem varið skal til styrkt ar þessu fólki. Sjóðurinn ber nafn frú Margrétar Th. Ras- mus, heit., sem var fyrsti skóla stjóri Málleysingjaskólans í Reykjavík og vann eins og kunnugt er rnikið og fórnfúst starf í þágu mállausra. Frú Margrét var jafnframt ein af stofnendum Zontaklúbbs Reykjavíkur og síðustu árin heiðurslélagi. Á hverjum vetri býður klúbburinn öllu mállausu fólki, sem náð verður ti'l, til kvöldfagnaðar þar sem reynt er að skemmta því með ýmsu móti, aðallega með kvik- myndasýningum, látbragðs- leikjum eða öðru því, sem aug að fær notið — að ógleymd- um dansinum og veitingum er fram eru bornar. Samkomur þessar eru jaf'nan fjölsóttar og vi'nsælar meðal hins mállausa fólks. Nú ihefur Zontaklúbbur Rvk á prjónunum áform um að færa nokkuð út starfsemi sína til styrktar mállausu fólki. — Hingað til ihefur hún miðazt aðallega við „bágstadda mál- leysingja að afloknu skóla- námi“, eins og komizt er að orði í stofnskrá málleysingja- sjóðsins. Á síðari árum hafa sérfróðir menn á þessu sviði gert sér æ ljósari grei'n fyrir því, að áríðandi er að heyrn- ardauf' börn séu tekin sem allra yngst til sérstakrar með- ferðar, þannig að ekki komi til hinnar ömurlegu efnangr- unar,. sem venjulega bíður hinna heyrnardaufu — og mál lausu. Tvær Zontakonur úr Rvík, þær Friede P. Briem og Ingi- björg Bjarnadóttir, sem sóttu Evrópumót Zonta í Kaup- mannahöfn á s.l. ári, kynnt- ust í þeirri ferð ýmsum nýj- ungum á þessu sviði í Dan- mörku. Þær heimsóttu í Ár- ósum leikskóla, þar sem heyrni ardauf börn dvöldu ásamt heilbrigðum og lifðu í eðli- legu samneyti við þau. Oll á- herzla var lögð á að þjálfa sem bezt hina veiku heyrn sem, fyriH ihendi var. For- stöðukona leikskóla þessa, frk. Bodil Willemoes, sem er Zontakona, hefur samráð við sérfróðan lækni, dr. Ole Bent- sen, sem er í miklu áliti serni læknir á þessu sviði og veitir forstöðu sérstakri lækningá- stofnun í Árósum, „Höreeen- tralen.“ i Nú er í ráði, að Zontaklúbh ur Reykjavíkur veiti ríflegau styrk úr Málleysingjasjóði eða „Margrétarsjóði“ eins og hann er kallaður, til að styrkja unga efnilega ís- lenzka fóstru til náms f með- ferð og þjálfun heyrnar- daufra barna undir hand- leiðslu dr. Bentsens í Árósum. Hefur hann sýnt málaleitan Zontaklúbbsins í þessu efni frábæran velvilja og áhuga sem og Erlingur Þorsteinssow læknir, er hefur komið þessia máli á rekspöl fyrir klúbbinn hér. | Er það von Zontasystra, að þessi ráðstöfun megi verða til þess að heyrnardauf börn héi? heima megi njóta skjótarl og fullkomnari hjálpar. Eitt aðalmálið á dagskrá Zontasamtakanna síðastliðiði ár var flóttamannahjálpki. —« Hefur hver meðlimur í Zonta um heim allan greitt ákveðná upphæð til hinnar alþjóðlegu flóttamannahjálpar, auk þesa sem öflug fjáröflunarstarf- semi hefur víða farið frarm innan einstakra klúbba. Norrænt Zontamót fer nö fram í Reykjavík — í fvrsta skipti, en slík Norðurlanda- mót fara fram annað hvort ár í einhverju Norðurlandanna. 43 erlendir fulltrúar sækja mótið, flestir frá Svíþjóð. Stjórn Zontaklúbbs Reykja- víkur skipa þær: Auður Auðuns borgarstjóri* formaður. f Jóhanna Magnúsdóttir lyf- sali, varaformaður. Hólmfríður Baldvinssora kaupkona, gjaldkeri. Kristín Guðmundsdóttir hí- býlafræðingur, ritari, en for- maður undirbúningsnefndaff mótsins er Friede P. Briem. ; Skaílskrá Hafnarfjarðar 1960 varðandi einstaklinga og félög, svo og skrá um iðgjöld félaga vegna skipatrygginga- og at vinnuleysistryggingasjóðs liggur frammi jj skattstofunni frá 5.—18. ágúst. Kærum ber að skila til skattstofunnar eigi síð ar en 18- ágúst. . j Skattstjórinn Bafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.