Alþýðublaðið - 06.08.1960, Side 3

Alþýðublaðið - 06.08.1960, Side 3
Orðrómur um vændi í Rvík tilhæfulaus segir bú- vísindamaður frá N-Sjálandi ÉG UNDRAST það, hversu miklum árangri ís- lenzkir bændur hafa náð við hin erfiðu skilyrði hér á landi, sagði dr- Mc Meekan búvísindamaður frá Nýja-Sjálandi í við tali við blaðamenn í gær. En dr. Mc Meekan hefur dvalizt hér undanfarið í boði Búnaðardeildar At- vinnudeildar háskólans. Nýsjálendingar leggja gífur- lega mikla áherzlu á rann- sóknir og vísindastörf í sam- bandi við landbúnað sinn, enda eiga þeir allt sitt undir landbúnaði. Þeir eru meira háðir landbúnaði heldur en ís- lendingar fiskveiðum. 98% af ölium útflutningi Nýja Sjá- lands eru landbúnaðarafurðir. Dr. McMeekan hefur f'erðazt talsvert um landið til þess að kynna sér landbúnaðinn hér. Hann ferðaðist um Suðurland m. a. kom hann að Gunnars- holti, skoðaði sandgræðsiuna og heimsótti Oddgeirshólma. Þá fór hann einnig upp í Borg arfjörð, kom á Hvanneyri, og síðan norður í Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur, Húnavatns- sýslu og 'Skagafjörð. SIGLUFIRÍÐI, 5. ágúst, Vestan stormur er nú á síldarmiSunum fyrir norðan Langanes, en fyrir sunnan Langanes hefur verið gott veffur til þessa. Eftirtalin skip fengu sfld á Litlagrunni út af Héraðsflóa og á Tangagrunni: Þorleifur ÍS 300 mál. Smári ÞH 550. Júlíus Björnsson EA 300. Kambaröst SU 150 tunnur. Pétur Jónsson ÞH 300 mál. Reynir AK 600. Bergur VE 150. Er Mc. Meekan var spurður hvaða álit hann hefði á íslenzk um landbúnaði eftir ferðir sín- ar hér um lsnd, sagði hann í íyrstu, að erfitt væri að svara því í stuttu máli. En hann kvaðst þó vilja undirstrika eft- irfarandi fimm atriði: 1) Aðdáunarvert væri hve mikla atorku íslenzkir bænd- ur sýndu með því, að reka l’andhúnað við svo erfið skil- yrði, sem væru á íslandi. 2) Undravert væri hversu mikið afurðamagnið af ís- lenzka sauðfénu væri mið- að við hinar erfiðu að- stæður. Hann kvað sér einn- ig kunnugt um það, að ís- lenzka kjötið væri mun hetra nú en fyrir 25 árum. 3) Sandgræðslan á fslandi væri einnig mjög aðdáunar- verð, sagði Mc„ Meekan. 4) Augljóst er, að margar leiðir eru til þess að auka enn verulega íslenzka land- búnaðarframleiðslu. Fyrst og fremst þarf að hæta láglend- ið með því að nota í ríkara mæli sömu aðferðir og not- aðar hafa verið í því skyni hingað til. Skoðun mín er sú sagði dr. Mc. Meekan, að ís- lenzkur landbúnaður sé af gamalli hefð of bundinn við notkun graslendis á hálendinu. í stað þess ætti að leggja meiri áherzlu á ræktun láglendis. 5) Búin þurfa að vera stærri, þeim mætti fækka en þyrftu nauðsynlega að stækka. Mc. Meekan sagði, að á Nýja-Sjálandi væri meðalbú- ið hjá einyrkja 50 kýr eða 1000 Mummi GK 100. Sidon VE 300. Kristbj örg VE 450. Hilmir KE 230. Helgi Flóventsson ÞH 600 tunnur. Heiðrún ÍS 100 mál Páll Pálsson ÍS 200. Svanur RE 200. Jón Finnsson GK 350. Gný fari SH 500. Sindri VE 500. Sjö stjarnan VE 200. Valafell SH 800. Sigurður SI 700. Freyja GK 600 tunnur. Stjarnan RE 750 mál. Jón Kjartansson SU 100 Framhald á 14. síðu. I kindur. — Mun jnörgum hér þykja slíkt nokkuð stórt „meðalbú“, en þess er að . gæta í því samþandi, að á Nýja-Sjálandi þurfa þændur ekki að leggja í kostnað við byggingu gripahúsa, þar eð gripirnir ganga alltaf úti. Vél- væðing er einnig gífurlega mikil í landbúnaði þar. T. d. fer um helmingur allrar á- 1 burðardreifingar fram úr flug- vélum. Bændur eiga yfirleitt ekki þessar flugvélar. Að vísu | er samvinnurekstur um nokkrl ar þeirra, en algengast er að flugmenn úr síðari heims- styrjöldinni eigi og reki áburö arvélarnar. HRIFINN AF HEY- VERKUNARAÐFERÐ- UM HÉR. Er talið berst að heyverkun- araðferðum á íslandi, sagði Mc. Meekan, að þær væru stór kostlegar. Væri það furðulegt hversu íslenzkum bændum tækist að framleiða gott hey við hinar erfiðustu aðstæður. Mc. Meekan sagði, að ef ísl. bændum tækist að stækka bú sín verulega, mundi ísl. land- búnaður verða mun arðvænlegri en hann nú er. Landbúnaður- inn á Íslandí hefði náð langt við hinar erfiðustu aðstæður, en hann gæti náð mun lengra. Bj. G. Ný fjar- skipta- stöð UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því suður á Kefla- víkurflugvelli að reisa nýja fjarskiptastöð til þess að bæta öryggi flugþjónustunnar. Fjar- skiptastöð þessi er vestan við flugvöllinn. Reistur er þarna gífurlega stór skermur, sem er á við hús í stærra lagi, en framan við skerminn er kom- ið fyrir sendistöð. Sendirinn varpar bylgjum sínum á skerm inn er síðan endurvarpar bylgjunum til Grænlands, þar sem aðrar stöðvar taka við þeim. Fleiri fjarskiptastöðvar eru á Keflavíkurflugvelli. FRÉTTIN um útlendu stúlk- urnar, sem selja blíðu sína, hef- ur vakið nokkra athygli. Hún hefur orðið til þess, að ýmsir hafa hringt til Alþýðublaðsins o2 haldið því fram að hér í Reykjavík ætti sér svipað stað, hvað íslenzkar stúlkur snerti. Þá barst Alþýðublaðinu nafn laust 'bréf í gær, þar sem segir m. a að hér í Reykjavík séu stúlkur, sem stundi' vændi fyrir mikla peninga og stúlkur þess- ar séu flestar eiturlyfjaneytend ur. Dragnótin Framhald af 1. síðu. gæta, ákveðið að veita leyfi til dragnótaveiða á Breiðafirði milli' lína, sem dregnar eru rétt- vísandi í vestur frá Öndverðar nesi að sunnan og Bjargtöngum að norðan. Leyfi til veiða á þessu svæði munu að svo stöddu einungis veitt (bátum, sem skráðir eru og hafa undan.’arið verið gerðir út frá Breiðafjarðarhöfnum.“ segir rann- sóknar- lögreglan Yegna þessa þráláta orðróms sneri Alþýðublaðið sér til rann- sóknarlögreglunnar og spurði hvort hún hefði haft spurnir af slíku. Hún kvað sér vera alveg ókunnugt um að vændi' ætti sér stað, og enginn dómur hefði fallið um vændi í langa tíð. í Alþýðublaðið hafði heyrt á- kveðið hús hér í bænum orðað sérstaklega við ólifnað, og þeg- ar blaðið innti lögregluna hftir því, sagðist hún ekkert hafa um það að segja. Það væri' sjálf- sagt um það hús eins og ýms önnur hús, að þar væri stund- um drukkið allfast. 11. síðan er /jb róftasíöan ílafur Magnússon A fékk 1200 tunnur 6. ágúst 1960 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.