Alþýðublaðið - 06.08.1960, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.08.1960, Síða 7
lauk í gætdag trá Norður- löndum í ásfandið hér ? EINHVER brögð munu vera að því, að stúlkur frá öðrum löndum komi hingað til lands með það fyrir augum að því er virðist að komast í kynni við varnarliðsmenn á Kefliavikur- velli. Hér mun um að ræða frændkonur okkar á Norður- löndum. Ekki' er vitað «m mörg til- felli þannig, að stúlkur frá Norð urlöndum hafi lent hér í „brans anum“, en lögregla og jafnvel sendiráð þeirra landa, sem stúlk urnar eru frá, hafa haft eftir- lit og afskipti' af nokkrum þeirra, eftir að óreiða var kom- In á líf þeirra. iStúlkur 'þær. sem . hér um ræðir, hafa ráðið sig hingað sem vinnukonur, en þegar ráðn ingartíma þeirra lauk og jafn- vel áður, hafa þær lent í slag- togi með varnarliðsmönnum. Richard Beck til Vesftjarða ísafirði, 5. ágúst. PRÓFESSOR Richard Beck er væntanlegur í heimsókn til Vestfjarða mánudaginn 8. ág- úst í boði Vestfirðinga. Hann mun þá um kvöldið flytjá er- indi í Alþýðuhúsinu á Isafirði um Vesturíslendinga og vestur íslenzka menningu. Nefnir hann erindið: Með alþjóð fyrir keppinaut. Að- gangur að fyrirlestrmum er ó- keypis. Gert er ráð fyrir, að próf- essorinn skoði sig um á 'Vest- fjörðum eftir því sem ástaeð- ur leyfa, en fyrirlesturinn á ísa firði verður sá eini, sem hann flytur að þessu sinni. Er þess vænzt, að hann yerði sóttur bæði af ísfirðingum og öðrum Vestfixðingum. — Birgir. HINGAÐ er komin til lands sendinefnd frá Ind- landi, sem er á ferðalagi víða um lönd til að kynna indverska menningu. — Hingað til lands koma IncHverjarnir á vegum Guðspekifélags íslands. í gærkvöldi var fyrirlest- ur og danssýning í Iðnó og í kvöld verður á sama stað fyrirlestur um Ind- land og indverska list. I sendinefndinni frá Indlandi eru: SRI K. SANKAIÍA MENON, sem flutti í gærkvöldi fyrirlestur um indverska heimspeki. SRIMATI A. SARANDA DEVI, sem sýndi suður-indverska helgidansa í gærkvöldi. SRIMATI RIJKMINI DEVI, er talar í kvöld um Indland og indverska list í Iðnó. Loks er Mr. Peter Hoffman, eiginmaður dansmærinnar, sem er Indverjunum tál aðstoð- ar og ráðuncytis á ferða- laginu. HAFA VÍÐA FARIÐ. Indverjarnir, sem eiga heima í Madras, ferðuð- ust fyrst til Singapore, ManiIIa, *Hong-Kong, To- kyo og Honululu, en að þvf búnu var förinni heitið til Bandaríkjanna í boði Ameríska guð- spekifélagsins. Þar ferð- ust gestimir viða um öIL Bandaríkin og kynntu indverska menningu í ó4. tal borgum. Héðan fará. Indverjarnir í fyrramál-1 ið áleiðis til HoIlands| þar sem þeir munu sitjæ alþjóðaþing guðspekinga|; en koma loks við í Eng- landf/, Frakklapdf; og,, Sviss, áður en þeir halda., heimleiðis. M y n d i n er af hinni indversku sendinefnd. Lengst til vinstri er Sri- mati Rukmini Ðevi, þá Srimati A. Saranda Devi, a® baki hennar stendur Petur Hoffman, maður hennar; lengst til hægri er Sri K. Sankara Men- on. — Ljósm. Alþbl. GG. ffl ESE ÞÆR sorgarfréttir hafía borizt hingað til lands, að bandaríski síangarstökkvarinn Bob Guíowski, sem á heimsmet í stangarstökki, hafi látið lífið í bílslysj.. BÆNDUR geta Ient í ýmsum einkennilegum þrengingum, þegar þeir ætla að selja afurðir sínar nú til dags, þótt þar sé ekki um að kenna skipulagsleysi í markaSsmálum, heldur hinu, að viðliorfin til varningsins hafa eitthvað brenglazt á síðari árum. Bóndi norðan úr Iandi slátr- aði nýlega þriggja veira kú, sem aldrei haíði borið, og taldi að kjötið !af henni væri eins goít og kýrkjöt geíur foezt orðið, þar sem ekki var um mjólkurkú að ! ræða heldur eldisgrip f foezta á- ! standi til frálags,. Hann sendi kjötið af kúnni til Reykjavíkur, þar sem hann taldi það sama sem selt, enda mun sjaldgæft, að kjöt komi á markað nema af kúm, sem hafa verið injólkandi og er það aílí annar maíur. Nú brá svo við, a® enginn þeirria, sem kjötið var boðið til kaups, vildi kaupa. Var því bor ið við að kjötið væri of feitt, en harla sjaldgæft mun vera að kýr verði svo feitar að þær verði óæíar af þeím sökumfj Bóndinn gat svo þrælað kjöti sínu út með aðstoð kaupfélags- ins í sínu héraðj fyrir mjög lít- ið verð. lt Eftir þessu að dæma er svp komið fyrii- kjötkaúpmönnum, að þeir vilja ekki höndla með kýrkjöt nema þlað sé af horuð- um mjólkurkúm, sem allía£eru. komnar til ára sinna þegar þeim. er slátrað.. S TRYGGINGAMÓTINU lauk í gær á Þingyöllum. Hafði mótið þá staðið í þrjá daga. Létu hinir erlendu gestir mjög vel af mót- íökum hér og áraugrí þingsins. Vinnukonur í gær fóru fulltrúarnir aust- ur til Þingvalla strax uip. naorg uninn. Um hádegið var þinginu slitið í VálhöU. Siðan varhaldið upp í Borgarfjörð og var kvöld verður snæddur á Hótel Bifröst. Nánar verður skýrt frá trygg ingaþinginu í blaðinu á morgun. Alþýðublaðið — 6. ágúst 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.