Alþýðublaðið - 06.08.1960, Page 11
Meistaramót íslands
hefst í dag
' JVÍ;ejst[airamtót íslands í frj,
íþijóttiim hefst á Laugardals-
leikvanginum kl. 16 í dag. —
Einnig hefst meistaramót á
sama tíma. Keppendur í mót-
unum eru alls 82, þ. e. 58 karl-
,ar og 24 konur. Þátttakendur
eru alls frá 15 félögum og sam
böndum, m. a. frá Akranesi, en
langt er síðan Akurnesingar
hafa sent keppendur í meist-
aramót íslands í þessari í-
þrótt. Keppendur ÍA eru ein-
göngu konur.
( ;
SKEMMTILEGAR
GREINAR í DAG.
Alls verður keppt í 8 grein-
um karla og þrem greinum
kvenna í dag. Karlagreinarnar
eru 200 m. hlaup með 6 kepp
endum, þ. á. m. Hörður Har-
aldsson, Valbjörn og Úlfar
Teitsson. í kúluvarpi eru allir
okkar beztu kastarar með,
nema hástökkvarinn Jón Pét-
ursson, en keppendur og eru
alls 8. Sex keppendur eru í
hástökki, m. a. Jón Pétursson
og Ólafsson. Sami keppenda-
fjöldi er í 800 m. hlaupi og í
því taka þátt okkar beztu menn
— Svavar og Guðm. Þorsteins
son. í spjótkasti eru sex, lang-
stökki átta, m. a. Vilhjálmur
Einarsson. Aðeins tveir taka
þátt í 5000 m. hlaupinu, Krist-
leifur og Reynir og í 400 m.
grindahlaupi fjórir, þ. á. m.
Guðjón Guðmundsson og fyrra
árs meistari, Sigurður Björns-
son.
Kvenfólkið keppir í 100 m.
hlaupi, kúluvarpi og hástökki i
jþróttafrétti r
Í STUTTU MÁU
Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI,
sem haldið var í Stokkhólmi í
fyrradag, sigriaði Dan Waern í
1500 m hlaupi á 3:45,0 mín, —
Annar varð Zamons, Rúmeníu
3:45,8 mín. og þriðji Tabori,
USA á sama tíma.
VH) skýrðum frá frábærum
norskum metum í frjálsíþrótt-
um á Íþróttasíðunni í gær, í Ar
beiderblaðinu í fyrradag er f jall
að um þessi met og norskir í-
þróttafréttaritarar eru geysi-
lega hrifnir af afrekunum sem
von er og fimm dálka fyrir-
sagnir hald'a fram, að norskir
frjálsíþróttamenn hafi mögu-
leika á að krækja í stig í Róm.
Gaman er að velta því fyrir sér,
að íslendingar hafa meiri mögu
leika en hinir norsku frændur
vorir að ná í stig, en þar er átt
Framhald á 14. síðu.
Svavar í 800 m.
og eru t. d. 13 keppendur í 100
m. hlaupi. — Búazt má við
spennandi keppni á mótinu í
flestöllum greinum, en þetta
er síðasta opinbera móíið fyr-
ir Olympíuleikana.
HSÍ
ÞRIÐJA þing Handknatt-
leikssambands íslands verður
haldið á skrifstofu Í.S.Í. að
Grundarstíg 2, Rvík, dagana 8.
og 9. október n. k. Óskir um
lagabreytingar eða aðrar tillög-
ur sendist stjórn H.S.Í. fyrir
10. september n. k. Nánar um
fundarstað og tíma.
Stjórn H.S.Í.
mmm
ÞYZKA landsliðið brást
ekki þeim hugmyndum,
sem um það voru gerðar.
Það er skipað mjög góðum
Ieikmönnum, þó misjafnir
séu. En sumir þeirra eru
hreinir snillingar í knatí-
meðferð, en liðið allt skipu
lagslega samstillt heild.
Hér er vissulega um að
ræða eitt STERKASTA
knattspyrnulið, sem gist
hefur okkur fyrr og síðar.
Það sem sagt var um skip
an ísl. liðsins fyrir leikinrt,
reyndist á rökum reist,
einkum þó er til varnarinn-
ar tók.
Fyrstu 10 mínútur leiks-
ins voru »logn á undan
stormi“ meðan Þjóðverj-
arnir voru að kynna sér
styrkleika mótherjanna og
jafnframt þá veikleika
þeirra. Meðan á þessu stóð
valdaði hver þeirra sinn
mótherja ef hörfað var.
Þegar Þjóðverjunum var
orðið Ijóst hvar veikasti
hlekkurinn var í ísl. Iiðinu,
sem sé vinstra megin, var
þar ráðist á garðinn með
þeim afleiðingum að þar
fóru framherjarnir í gegn
hvað eftir annað, og þaðan
áttu þrjú af þessum fimm
mörkum Þjóðverjanna upp
tök sín. Það er því hern-
aðarlist sem gildi hefur og
hygginna manna háttur að
gera sér grein fyrir hvar
mótherjinri er veikastur
fyrir. Það væri líka lær-
dómsríkt fyrir vora menn
að gera sér ljóst hversu
mótherjar þeirra notuðu
útherjana sem meginaðila
í sókninni. Hér er einkum
reynt að brjótast það beint
og ráðast fram miðjuna,
og árangurinn er líka eftir
því. Eins og það er rök-
rétt að leggja þar til at-
lögu sem vörnin er veik-
ust, er það jafn órökrænt
að ráðast þar á garðinn
sem hann er hæstur. Um
notkun útherjanna skal
það fram tekið að sá vinstra
megin var alltof lítið með.
Miðað við það að þarna
var einn bezti maður liðs-
ins, knattleikinn og sókn-
harður án allrar minnimátt
arkenndar þótt hann væri
yngstur og þetta væri hans
fyrsti landsleikur og það
gegn mönnum á heims-
mælikvarða. Þá sárasjald-
an að hann fékk knöttinn
skapaðist nær ætíð hætta
við þýzka markið. En þetta
er gömul saga, sem endur-
tekur sig hvað eftir annað,
þegar framlínan er skipuð
með svipuðum hætti og
nú, þ. e. þrír eða fleiri KR-
ingar og afgangurinn ann-
ars staðar frá, að KR-ing-
arnir bókstaflega „blokk-
era“ hina, en leika sín á
milli f tíma og ótíma. Þetta
var t. d. áberandi er Þór-
ólfur lék eitt sinn út til
vinstri, en datt ekki í hug
að senda til Steingríms, en
í þess stað yfir til hægri,
þar sem Örn var þrælvald-
aður, enda tók mótherji
knöttinn og spyrnti frá.
Ennfremur gilti það sama
í önnur skipti með Svein
Jónsson, sem sendi frekar
á Örn valdaðan, en Stein-
grím frían. í lands-
leik eiga ekki að vera nein
„félagsleg Iandamæri“.
Þessu var sannarlega veitt
aíhygli af þeim þúsundum,
sem þarna voru áhorfend-
ur, og hvað eftir annað
glumdu köllin, ýmist
vinstri, vinstri eða sendið
til Steingríms, á Steingrím,
eða Akureyri, Akureyri.
En Steingrímur leikur svo
sem kunnugt er í iiði Akur
eyringa. En allt kom fyrir
ekki. Enda var svo komið
í leiknum, að Þjóðverjarn-
ir voru hættir að gæta
Steingríms, þeir töídu
hann vart með. Þannig, að
ef hann hefði skyndilega
fengið knöttinn var alls
ekk-i útilokað að hann hefði
getað komið þýzku vörn-
inni svo á óvart að mark
hefði komið með næsta ó-
væntum hætti.
En hvað sem öðru líður
þurfa félagsleg sérhags-
munasjónarmið að hverfa
fyrir því eina takmarki
að vera þjóð sinni í heild
sem glæsilegastir og gagn-
legastir fulltrúar. Það er,
eða á að vera, sama hvort
það er piltur norðan af Ak-
ureyri eða úr Reykjavík,
sem skorar mark, hér eiga
allir að vinna að í sam-
stilltri, heiðarlegri og
drengilegri samvinnu. —
EB.
Lið Akraness
LH) Akraness, sem leikur gegn þýzka l’andsliðinu á
morgun, er skipað sem hér segir:
Helgi Daníelsson.
Árni Njálsson (Val). Helgi Hannesson,.
Sveinn Teitsson. Kristinn Gunnlaugsson. Jón Leósson,
Högni Gunnlaugsson (ÍBK). Helgi Björgvinsson.
Jóhannes Þórðarson. Ingvar Elísson. Þórður Jónsson.
Alþýðublaðið — 6. ágúst 1960