Alþýðublaðið - 06.08.1960, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 06.08.1960, Qupperneq 13
Gylfi Þ. Gíslason, menntamál arábhe 600 sóttu mótið í HúsafelIsskógí trú Þegar Jóhannes Kjarval sýndi málverk sín í Oslo fyrir skömmu, birtist eftir- farandi formáli eftir Gylfa 1». Gíslason, menntamála- ráðherra, í sýningarskrá. Á SÍÐ ASTLIÐNUM hundrað árum hafa íslendingar smám saman verið að eignast aftur það iand, sem þeir höfðu áður verið að glata í aldir. Það hef- ur ekki orðið með þeim hætti einum að þjóðin varð sjálf- staeð. Fiskibátur og botnvörp- ungur, vél og plógur, kaupskip og flugvél háfa stutt litla þjóð norður við héimskaut til góðra og jafnra lífskjara. En sjálf- stæði og velmegun einungis hefði aldrei getað gefið henni það fsland, sem hún þráði að eiga. Þcss vegna var það gæfa hennar, að hun eignaðist lista- menn, sem bundu þau bönd miíli lands og þjóðar, í kvæðr um og sögum, í litum og tón- um, að ísland varð hluti af Ís- lendingum. Jóhannes S. Kjarval er einn þessara listamanna^ sem gefið hafa íslendingum Island. Lík- iega er hvort tveggja jafnnauð Jóhannes S. Kjarval. náttúru til þess að njóta mál- verka hans til hlítar og að að skynja íslenzka náttúru til iullnustu. Enginn maður hef- ur séð jafnvel og hann það, sem er íslenzkast í íslandi, hvort sem það er í hrikalegu hrauni eða mjúkri mosató, veðurbörðu fialli eða grænum dal, enginn málari er jafnein- lægur vinur allra ósýnilegra vætta í holti og hól sem hann, énginn slíkur túlkandi þeirra óræðu töfra, sem skær birta langs dags og svart myrkur langrar nætur seiðir fram úr landslagi og þjóðtrú langt norð ur í hafi. Sjálfur er hann þann- jg, að ef tíl’ vill finnst honum allt hégómi iiema listin og sú lotning, sem henni ber. En í beztú verkum hans birtist það undur, sem er ekki af þessum heimi og er einkenni allrar mikillar listar. íslendingar telja Kjarval einn fremsta listamann, sem land þeirra hefur alið. Þeim er það þess vegna mikið á- nægjuefni, að honum skuli hafa verið boðið að sýna verk sín þjóð, sem er þeim sérstaklega _____ _______________________________________ „„___hugstæð sökum frændsemi og synlegt: að þekkja íslenzkalþekkja málverk hans til þess vináttu. UM verzlunarmannahelgina héldu bindindismenn mót í Húsafellsskógi. Mótið var sett síðdegis sl. laugardag. Var þá kominn þangað mikill fjöldi fólks hvaðanæva af landinu og á öllum aldri, Fólk þetta hafði' reist sér tjaldbúðir við Selagil, en þar hafði mótsstaðurinn verið val- inn í fögrum hvammi. Aðal- tjaldborgin var norðan við Kaldá, en einnig var tjaldað á syðri bakka árinnar. Göngubrú var sett á ána meðan á mótinu stóð, og var það til mikilla þæg inda. Allt hátíðasvæðið var fán- um skreytt. Á laugarda2 fóru ýmis dag- skráratriði fram. M. a. var um- hverfið kynnt, farið var með ýmsa skemmtiþætti og sungið. Dansað var á laugardags- og sunnudagskvöld og varðeldar kyntir á laugardagskvöld. Á sunnudaginn fóru hátt á annað hundrað manns í Surts- helli og 40 manns gengu á Bæj- arfell. Mótinu var slitið á mánu dagsmorgun. Veður var gott mótsdagana, glampandi sól á sunnudag, og skemmti fólk sér hið bezta. Um gengni mótsgesta var með ágæt um. 5—600 manns sóttu mótið frá Keflavfk, Hafnarfirði, Rvík, Akranesi, Kópavogi, Stykkis- hólmi, Akureyri' og víðar, og var almenn ánægja með mót iþetta, sem fór fram með ágæt- um Hæstu vinn- ingar fóru til Reykvíkinga í GÆR var dregið í 8. fl. Vöruhappdrættis SÍBS. Út voru dregnir 1115 vinningar að fjár- hæð alls kr. 1138 000,00. Hæstu vinningarnir félluá eftirfarandi númer: Kr; 200 000 nr. 64295, umboð Austurstræti 9. Kr. 100 000 nr. 19474, umboð Grettisgata 26. Kr. 50 000 nr. 40903, umboð Hrísey Kr. 10 000 nr. 2030 692716791 20734 21828 23239 26269 43926 45631 50676 50891 55845 57763 Kr. 5000 nr. 3160 6563 17640 17734 21278 22623 24738 28811 29607 36678 48174 48623 50012 56441 60184 64249 64985 60891 urvemd Framhaíd af 4. síðu. ast alls staðar upp úr grjót- inu við Dettifoss). En mikið hefur sjálf nátí- úran „puntað upp á“ Ásbyrgi eftir að Jökulsá var gerð þar útlæg. Og hví skyldi ekki mannanna börnum leyfast að leggja móður náttúru lið við skreytingu Ásbyrgis? Þannig mætti ef til vill spyrja. Per- sónulega mundi ég telja, að varlega ætti að fara í bað, og • að t. d. í innsta hluta Ásbyrg- - is ætti alls ekki að gróður- setja barrtré, né annan að- fluttan - gróður, enda mun það ekkriiafa verið gert. En— að bannlýsa barrtré innan alls þess svæðis, sem . Skögrækt ríkisins hefur frið- að í Ásbyrgi kynni að vera ó- þarflega ströng „náttúm- vernd“. Afstöðu dr. Finns til gróð- ursetningar_barrtrjáa í Þjóð- garðinum í Þingvallasveit tel ég öfgakennda. ÓkunnUgir kynnu að halda að „Þjóðgarð- urinn á Þingvöllum“ ,væri eitthvert sérstætt svæði, land- fræðilega eða sögulega—af- markað, og því mætti þar ekk- ert skerða og engu breyta. En þessu er ekki þann veg farið. „Þjóðgarðurinn á Þingvöll- um“ er 30- -40 ferkílómetra stór landspilda í Þingvalla- sveit, sem var girt fyrir rúm- um 30 árum, samkvæmt lög- uni sem samþykkt vom á Al- þingi árið 1926 um friðun þess arar landsspildu. Stofnun „Þjóðgarðsins á Þingvöllum“ er einn vottur um endurvakningu íslenzku þjóðarinnar, vottur þess, að henni munar .. nokkuð á leið.“ En ræktun nýrra skóga er vottur hins sama og verð ur því ekki séð, að það.sé nein goðgá, nema síður sé, að skapa þarna fegurri og verðmætari gróður en þann sem nú .er á þessu svæðiy- sem, áður en girðingin var—sett upp og svæðið”hlaut nafnið Þjóðgarð- ur, var venjulega kallað blátt áfram Þingvallahraun. - Ráða má í bað, að ekki sé dr. Finnur mjög'li'iJSðúr á að skógrækt megi takast á þess- um slóðum, því að hann segir. um gamla furulundinn norð- austan við Öxarárfoss, að hann verði.__„hvort sem er aldrei annað en æpandi smekkleysa í miðjum þjóð- garðinum“, og því telur hann „meira að segja“ að höggva beri furulundinn. Gegn þessum ummælum mætti tefla fram öðrum spá- dómi. Það mætti spá því, að innan Þjóðgarðsgirðingarinn- ar muni „þegar aldir renna“ rísa fagur skógur, þar sem munu skarta fura og greni, lerki og lauftré. Ef til vill fremur aðrar tegundir en þær, sem eru ráðandi í gamla furulundinum. Og það kynni svo að fara, að gamli furu- lundurinn við Öxará yrði „settur undir náttúruvernd11, eins og dr. Finnur kemst að orði, sem fyrsti vísir að hin- um vænu og hávöxnu furu- og greniskógum í Þjóðgarð- inum á Þingvöllum. En þótt ég sé ósammála dr. Finni varðandi skógrækt inn- an Þjóðgarðsgirðingarinnar almennt, þá er ég hjartanlega sammála honum um það, „að á sjálfum Þingvelli, hinum forna þingstað, og í næsta ná- grenni við hann, beri ekki að skerða gróður, né planta þar nýjum trjágróðri, og að barr- trjáplöntur, sem þar hafa ver- ið gróðursettar, eigi þar ekki heima“, eins og komist er að orði í fundarályktun, sem "samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags íslands á Hólum í fyrrasumar. Hins vegar hljóta allir skóg ræktarmenn, svo og fuglar himinsins, að stórhneykslast á orðum þessa fuglavinar, þegar hann segir um trjá- . plöntur, að þeim skuli „eytt sem hverju öðru illgresi“! ’Varðandi barrtrjáplönturn- ar á Þingvöllum, sem við dr. Finnur báðir teljum að beri að fjarlægja, vil ég nú leyfa mér að leggja til eftirfarandi: Skógræktarfélagi Árnes- inga, sem hefur keypt jörðina Snæfoksstaði í Grímsnesi, og leggur þar stund á skógrækt, verði veitt aðstoð til þess að taka upp (með hæfilegum rót arhnaus) allar þær barrtrjá- plöntur á Þingvöllum, sem ekki eiga þar að vera, flytja þær suður að Snæfoksstöðum og gróðursetja þær þar í sér- stakan reit, sem gjarnan mætti t. d. gefa nafnið Þing- vallalundur. Þetta væri ekki svo mikið fyrirtæki. Væntan- lega væri enginn vandi að „hervæða“ nógu marga sjálf- boðaliða til þess að fram- kvæma þetta verk, meðlimi Skógræktarfélags Árnesinga og e. t. v. aðra unnendur skóg ræktar og Þingvalla. Til þess að geta gert þetta, þyrfti Skógræktarfélagið að njóta stuðnings Skógræktar ríkis- ins, Þingvallanefndar og Nátt úruverndarráðs. Jafnframt því sem þetta væri gert, þyrfti Þingvalla- nefnd að fastákveða takmörk þess lands, þar sem gilda skuli sérstakar reglur varðandi hvers konar framkvæmdir, með tilliti til náttúruverndar innan hinnar fomu þinghelgi og í næsta nágrenni við hana. Fyrir um það bil einu ári birtist í tímariti norska verk- fræðingafélagsins, Teknisk Ukeblad, grein um náttúru- vernd og tækni eftir dr. philos, Knut Frægri við Há- skólann í Björgvin (Naturen og teknikken, T. U., 9. júlí 1959). Þar er að vísu ekki rætt um verndun sögulegra minja, að öðru leyti en því, að minnst er á friðun gamalla stórra trjáa, en í greininni er komið víða við, og þess getið, að síð- ustu 10—15 árin hafi orðið gjörbylting varðandi viðhorf- ið til náttúruverndar („den filosofiske bakgrunn for not- urvem“). Áður fyrr hafi róm- antík og kannske nokkur til- finningasemi („sentimentali- tet“) verið áberandi þáttur hjá náttúruverndurum, en á þessu hafi orðið nokkur breyt- ing. Ég minnist á þessa tímarits grein hér, sökum þess, að þar er lögð áherzla á mikilvægi náttúruverndar, en einnig sökum þess, að við lestur hennar og náttúruvemdar- greinar dr. Finns Guðmunds- sonar kemur lesanda til hug- ar, að náttúruverndarar megi vara sig á því að láta sig daga uppi með úrelt sjónamiið, svo að úr verði nátttröll. Reykjavík, 2. ágúst 1960, Guðmundur Marteinsson. Alþýðublaðið — 6. ágúst 1960 £3 JBES

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.