Lögberg - 16.07.1959, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1959
3
las upphátt, móðir mín spann,
faðir minn var að tvinna band
á snældu, en Þóranna systir
mín var að gæla við köttinn á
milli þess að hún saumaði í
stramma. Þess má geta að
myrkfælni þekktist ekki á
heimili okkar. Þóranna rýkur
þegar til dyra, en kemur brátt
aftur og segir að enginn sé
úti.
„Hvaða ósköp gat okkur öll-
um misheyrzt“, sagði mamma.
Ég hóf nú lesturinn að nýju,
en ekki hafði ég lengi lesið er
aftur var barið. Þá segir faðir
minn:
„Ætli ég ætti nú ekki að
fara til dyra. Kannske hann
vilji finna húsbóndann“, bætti
hann svo við brosandi. Hann
lagði frá sér snælduna og gekk
út. Þar var enginn kominn.
Föl hafði fallið um kvöldið.
Gekk því faðir minn hringinn
í kringum bæinn til þess að
leita að sporum, en þau voru
hvergi sjáanleg. Kom hann
svo inn og sagði okkur frá
þessu, og þótti öllum þetta
undarlegt.
Ég byrja enn að lesa og les
nokkra hríð. Þá er barið í
þriðja sinn. Sigurður stendur
þá á fætur og ætlar að ganga
til dyra, en í sama bili fæ ég
hugboð, sem segir mér nokk-
urn veginn hvað er að: Sig-
urður á að koma út, en má
ekki fara!
Ég snarast þá í veg fyrir
hann, og segi að nú ætli ég að
ganga til dyra. Þegar ég kem
út í yztu dyr, hefi ég grjót og
torfvegginn á hægri hönd, 2Vz
alinnar háan. Sé ég þá, þrátt
fyrir myrkrið, enn svartari
mynd af manni, eða mann svo
stórvaxinn, að hann hallar sér
á olnboga fram á vegginn.
Snýr andlit hans að mér og er
sem standi neistaflug úr
munni hans, líkt og þá reyktur
er stór vindill og vindur feykir
glæðunum. Ég ávarpa hann
. þá þessum orðum:
„Þér þýðir ekki að berja
oftar í kvöld, því að enginn
kemur út nema ég, ef þú vilt
það“.
Við þessi orð bregður hon-
um svo, að það var eins og
hann gufaði upp eða leystist
sundur. Loka ég þá dyrunum
og fer inn. Allra augu störðu
á mig, en móðir mín varð fyrst
til máls:
„Hver var kominn, Mundi
minn? Ég heyrði að þú talaðir
við einhvern”.
„Ég veit það ekki, mamma
mín. En ég hugsa að hann
berji ekki oftar í kvöld og sé
farinn“.
„Jæja, við tölum þá ekki
meira um það“, sagði hún.
„Skulum við nú fá okkur
hjartastyrkjandi ef nokkuð er
á könnunni, og fara svo að
snúa híbýlum á leið“. Var
þetta orðtak hennar, er búa
skyldi til svefns.
Móðir mín var víst sú eina,
sem hafði hugmynd um hvað
hafði komið mér af stað. Vildi
hún nú að Sigurður gisti hjá
okkur um nóttina, en hann af-
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
Forsetl: DR. RICHARD BISCK
801 Lincoln Drlve, Qrand Forka, North Dakota.
Styrkið félagtð með því að gerast meðlimlr. .
Áragjald <2.00 — Tímarit félagaina frítt.
Sendist til fjS.rmSlarit.ara
MR. GUÐMANN IjF.VY,
186 Lindsay Street, Winnipeg 9. Manitoha
Hann lézt á sjúkrahúsi
Cavalier 23. febrúar 1958, að-
eins 53 ára að aldri. Hjarta-
bilun varð hans banamein.
Leggur sá skæði sjúkdómur
margan að velli — og það oft
á beztu þroska- og blómaárum
ævinnar.
Theodór eða Ted eins og
hann var oft nefndur, var
fæddur á Mountain 17. apríl
1904, sonur hjónanna Elíasar
og Guðrúnar Vatnsdal. Þegar
hann var ársgamall fluttu for-
eldrar hans til Milton, N.D.,
og þaðan til Mozart, Sask.,
árið 1911.
Á skólabekk sat Ted ekki
mörg árin, hlaut aðeins barna-
skólamenntun, sem á þeim
árum var álitin nægileg til
þess að komast áfram í gegn-
um lífsins ólgusjó.
Elías og Guðrún eignuðust
14 börn. Ræður að líkum að
einhver hefur þurft að vinna
við að koma á legg þessum
fjölmenna barnahóp; mun
Ted hafa tekið sinn þátt í því,
því að hann var snemma stór
og sterkur og ekki gjarnt að
hlífa sér. Sem dæmi um orku
hans og dugnað má nefna, að
árið 1918 þegar Spánska veik-
in svonefnda geisaði um
byggðirnar bæði hér og í
Canada, þá var Ted 14 ára
unglingur, — fékk hann al-
drei veikina, en í 3 vikur fór
hann ýmist á hestbaki eða
gangandi með nauðsynjar til
nágrannanna; fyrir kom að
hann gaf húsdýrunum hey og
vatn, ef að húsbóndinn á því
heimili var rúmliggjandi. —
Af þessum stóra systkinahóp
eru nú 5 lifandi: Mrs. Pearl
Björnson og Mrs. Magnús
Björnson, Smeaton, Sask.,
Mrs. John Myres og Mrs.
George Jenkins, San Diego,
Calif., og Jón í Wynyard,
Sask.
17. apríl 1933 kvæntist Ted
Josephínu Beggu Myres, dótt-
ur Jósephs J. Myres og Thor-
bergínu konu hans. Var hún
honum ástrík kona öll sam-
veruárin. Voru þau mjög sam-
hent að stjórna stóru búi og
þakkaði. Gekk ég því með hon
um heim og ætlaði að bjóða
Jóni gamla góða nótt.
Guðrún var í eldhúsi er við
komum. Spurði ég hana —
þótt ég að vísu vissi betur —
hvort Jón hefði nokkuð farið
á fætur. Horfði hún á mig
hissa, en sagði svo:
„Guð hjálpi mér, hann er nú
ekki þesslegur, verið eitthvað
svo undarlegur og liðið víst
hálfilla. En ég held að hann sé
nú loksins sofnaður“.
„Ef hann skyldi vakna, þá
láttu hann vita, að ég hafi
komið til að bjóða honum góða
nótt“, sagði ég.
Að lokum sný ég máli mínu
til ykkar, sem þetta lesið.
Viljið þið segja mér hvað
hefði skeð, ef Sigurður hefði
farið út? Framhald
var gestrisni þeirra rómuð. —
Þau hjónin eignuðust 3 syni,
sem í ríkum mæli erfðu fríð-
leik foreldranna, auk þess eru
þeir drengri góðir og hinir
mestu reglumenn og á margan
hátt fyrirmynd ungra manna.
Nöfn þeirra ,talin í aldursröð,
eru: Theodór Jóseph Vatns-
dal, Hensel, N.D., kvæntur
Gertrude Elaine Lykken, eiga
þau 2 börn; Eugene Leslie, út-
skrifaður af Ríkisháskólanum
í Grand Forks, og stundar nú
lífsábyrgðarsölu, k v æ n t u r
Judith Ann Larson; og Elías
Willmar nemandi á Ríkishá-
skólanum í Grand Forks, en
til heimilis hjá móður sinni.
Árunum sem Ted dvaldi í
Canada var ekki eytt í iðju-
leysi, og má svo með sanni
segja meðan ævin entist. —
Hann starfrækti þreskingu
fyrir sig og aðr.a um árabil —
var við vegagerð og margt
fleira. Það kvað alls staðar
mikið að honum, hvort heldur
það var við hans eigin heim-
ilisstörf eða út á við í opin-
berum málefnum.
Hann sá vel um heimili sitt.
Þar var aldrei skortur á neinu.
Konu sinni og drengjum var
hann ástríkur eiginmaður og
faðir, unni þeim af alhug og
þau öll honum. Hann var í
eðli sínu óvenjulega barn-
góður, enda var söknuðurinn
sár og tregabundinn, þegar
hagsýni og ráðholli vinurinn,
var svo sviplega horfinn frá
umfangsmiklu starfi í við-
skiptalífinu — og kornungur
maður þarf að taka við, hann
sem engar áhyggjur hafði
áður, en treysti á föðurinn til
allra ráða og framkvæmda;
en lengi býr að fyrstu gerð
veganestið, sem þeir tóku með
sér úr föðurhúsum sýnist ætla
að reynast vel og svo njóta
þeir hæfileika móður sinnar,
sem allt vill fyrir þá gera.
Theodór Vatnsdal var stór
vexti og fríður sýnum og vel
greindur, bókhneigður, og
þrátt fyrir það þó að hann
væri fæddur hér í landi, unni
hann landi og þjóð engu síður,
og talaði íslenzku aðdáanlega
vel.
Að öllu, sem hann vann,
gekk hann heill og áskiptur;
og þegar aðrir áttu fullt 1
fangi með að sjá sér og sínum
farborða efnahagslega séð,
þá blómgaðist bú hans, sýna
það með öðru byggingar þær,
er hann reisti á tveimur bú-
jörðum.
„Það fylgir sigur sverði
göfugs manns,
er sannleiksástin undir
rendur gelur
og frelsisást í djarfri
drenglund elur.
Það drepur enginn beztu
vonir hans,
hann veit, þótt sjálfur hnigi
hann í val,
að hugsjónin hans fagra lifa
skal.“ G. G.
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors oi
FRESH AND FROZEN FISH
16 Martha St. WHitehall 2-0021
PARKER. TALLIN. KRIST-
JANSSON. PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOLICITORS
Ben C. Parker, Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker, Clive K. Tallln.
Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B.
Parker, W. Steward Martin
5th fl. Canadian Bank ot Commerce
Buiiding, 389 Main Street
Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Dtrector
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
office: Re«.:
SPruce 4-7451 SPruce 2-3917
ERLINGUR K. EGGERTSON,
B.A.. L.L.B.
BARRISTER *rn> SOLICITOR
DE GRAVES * EGGERTSON
500 Power Bulldlng
Wlnnipeg 1, Manitoba
WHitehall 2-3149 R*s. GLob« 2-6076
Jarðarför hans fór fram á
Mountain 27. febr. Fjöldi fólks
var þar samankominn til að
heiðra minningu þessa merka
manns. Séra Eric H. Sigmar
flutti kveðjumál.
— Vinur hins láina.
Maður nokkur kom of seint
í samkvæmi og settist í autt
sæti rétt hjá gæsinni, sem
húsbóndinn var að skera. —
Ojæja, sagði hann, ekki er nú
verra að setjast hjá gæsinni.
1 því leit hann til hliðar og
sá að frú nokkur sat við hlið
honum. 1 fátinu, sem á hann
kom, sagði hann: Afsakið frú.
Ég átti auðvitað við þá
steiktu.
☆
Sigga litla við mömmu sína:
Ég hef enga trú á því að djöf-
ullinn sé til. Það er ábyggi-
lega með hann eins og jóla-
sveininn, það kemur í ljós, að
það er bara hann pabbi.
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvöm
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding Sparar eldl-
viö, heldur hita frá at5 rjúka út
metS revknum.—SkrifiÖ simiC U1
KELLY SVEINSSON
625 Wall St. Winnlpeg
Just North of Portage Ave.
SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634
Theodór Vatnsdal
— MINNINGARORÐ —