Lögberg - 16.07.1959, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.07.1959, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1959 Lögberg Gefið Qt hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manltoba Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized a« Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa WHitehall 3-9931 Fagurt safn hugþekkra minninga Eftir prófessor RICHARD BECK Fyrir níu árum kom út á vegum Bókfellsútgáfunnar í Reykjavík ritgerðasafnið Móðir mín, þar sem 26 menn og konur rituðu um mæður sínar. Var hér um að ræða einstætt rit að efni til, enda hlaut það svo almennar vinsældir, að það var með öllu uppselt á stuttum tíma. Síðastliðið haust gaf Bókfellsútgáfan út nýtt safn slíkra móðurminninga undir sama heiti, og annaðist Pétur Ólafsson, er sá um útgáfu fyrsta safnsins, einnig um útgáfu þessa nýja safns. Er skemmst frá að segja, að hann hefir leyst það verk af hendi með mikilli prýði, bæði um höfundaval og að öðru leyti. Hann fylgir bókinni úr hlaði með gagnorðum formála, og verður efni bókarinnar eigi betur lýst í stuttu máli heldur en í eftirfarandi inngangsorðum hans: „Sá, sem les greinarnar í þessari bók, hlustar um leið á nið sögunnar í vorleysingum ofanverðar 19. aldar. Okkur, sem lifum nú, aðeins rúmri hálfri öld síðar, þykir undravert, þegar við gerum okkur grein fyrir því, hversu hlutir, eins og t. d. ein lítil eldavél, fengu breytt miklu um hagi manna, sem bjuggu aðeins á næsta leiti við okkur. Að ekki sé talað um heila skilvindu eða prjónavél.------ Um það atriði efnahagsþróunarinnar, að hér er sagt frá tímabili fyrstu skilvindanna, fyrstu viðleitni til skipulegrar kvennafræðslu, m. a. í matargerð og hannyrðum, fyrstu átök- unum að auknum og bættum húsakosti, eru allar greinarnar svipaðar að efni, hvort sem sagt er frá mæðrum í vestur- bænum í Reykjavík eða konum norður á Ströndum, í Breiða- fjarðardölum, í Svarfaðardal eða austur á fjörðum. En að öðru leyti bera greinarnar hver sinn svip, auðvitað, liggur mér við að segja, þar sem hér skrifa 23 menn og konur, fædd og uppalin víðsvegar á landinu við misjöfn kjör og ólík viðhorf. Þótt greinarnar séu um mæður höfunda fyrst og fremst, þá eru þær að sjálfsögðu ekki síður um starfsvið þeirra, heimilið, og því öðrum þræði um feður og systkini.“ Sem inngangur að móðurminningunum er prentað hið gullfagra kvæði Davíðs Stefánssonar „Segið það móður minni,“ og var ekki unnt að velja fegurra upphaf að slíku minningasafni sem þessu, svo snilldarlega túlkar skáldið þar djúpa ást og innstu hugarhræringar sonar til móður. ' í meginmáli þessa nýja safns eru síðan, eins og þegar er getið, greinar eftir 23 höfunda, meðal þeirra tvær konur; en efnisröðin er sem hér segir: Þóra Ásmundsdóttir eftir Ásmund Guðmundsson; Ragn- hildur ólafsdóttir eftir Guðrúnu Pétursdóttur; Helga Guð- brandsdóttir eftir Harald Böðvarsson; Sigríður Jónsdóttir eftir Jón Sigurðsson á Reynistað; Guðrún Runólfsdóttir eftir Steingrím Matthíasson; Steinunn Kristjánsdóttir eftir Krist- ján Albertsson; Guðrún Þorvaldsdóttir eftir Jón Árnason; Þorbjörg Magnúsdóttir eftir Magnús Gíslason; Hólmfríður Þórarinsdóttir eftir Árna Óla; Kristín Björnsdóttir eftir Sigurbjörn Á. Gíslason; Unnur Benediktsdóttir Bjarklind eftir Benedikt S. Bjarklind; Jóhanna Pálsdóttir eftir Sigríði J. Magnússon; Vilhelmína Gísladóttir eftir Jakob Thoraren- sen; Kristjana Guðbjörg Kristjánsdóttir eftir Svein Víking; Málfríður Júlía Bjarnadóttir eftir Bjarna Snæbjörnsson; Guðrún Guðmundsdóttir eftir Þorstein Þorsteinsson; Anna Sigríður Björnsdóttir eftir Snorra Sigfússon; Ólafía Ólafs- dóttir eftir Grétar Félls; Kristín Ásmundsdóttir eftir Sigurð Kristjánsson; Anna Pétursdóttir eftir Einar Ásmundsson; Sigurlaug Guðmundsdóttir eftir Magnús Magnússon; og Ingi- björg Jónasdóttir eftir Jónas Sveinsson. Eru greinarhöfundar yfirleitt svo kunnir, að ég tel eigi þörf að segja deili á þeim, en þeir eru, að minnsta kosti margir í hópnum, tengdir Islendingum vestan hafs ættar- eða vinaböndum, og ósjaldan hvort tveggja. Það liggur í augum uppi, að hver sá, sem færist það í fang að skrifa um móður sína, hefir tekið sér á hendur mikið vandaverk. Þetta hefir höfundum þessara móðurminninga sýnilega verið vel ljóst, og taka það fram, sumir hverjir, beinum orðum. Minningarorð Þann 9. apríl 1959 lézt á sjúkrahúsi í Foam Lake, Sask. bóndinn Árni Sigurðsson. — Hann var fæddur 21. október 1896. í Mjóafriði á Islandi. Foreldrar hans voru Sigur- finnur Sigurðsson og Sesselja Árnadóttir. Hann kom til Canada ásamt foreldrum sín- um 1911 og dvaldi eitt ár 1 Spy Hill, Sask. Frá Spy Hill fluttist fjölskyldan til Árborg og dvaldi þar þangað til 1920, að hún fluttist aftur til Spy Hill. Þar dó Sigurfinnur 1923. Árið 1934 fluttist fjölskyldan til Leslie, Sask. og dvaldi þar í sex ár. Árið 1940 keypti Árni bújörð skammt frá Foam Lake í félagi við Guðjón yngri bróður sinn. Árið 1946 kvæntist Árni eftirlifandi konu sinni, Krist- ínu, dóttur hjónanna Sigurðar Eiríkssonar Hólm og Guðrún- ar Jónsdóttur frá Árborg, Man. Auk konu sinnar skilur hann eftir sig háaldraða móð- ur, Sesselju, og eina systur, Sesselju, Mrs. John Goodman, Leslie, Sask.; ennfremur fjóra albræður: Sigurfinn í Leslie, Sask., Björgvin í Banff, Alta., Olgeir í Fort William, Ont. og Herman í Whitehorse, Yukon, og einn hálfbróður, Einar Sig- urfinnsson í Vestmannaeyj- um. Árni reyndist foreldrum sín um prýðisvel og var aðalfyrir- vinna heimilisins frá því að kraftar leyfðu þar til yngri bræður hans gátu farið að hjálpa til. Faðir þeirra var mjög heilsutæpur um langt skeið. Það var margt sem ein- kenndi Árna. Hann stóð mjög framarlega í öllum félagsskap, sem að hans áliti starfaði til heilla fyrir samferðamenn hans. Hann var svo eindreginn samvinnumaður, að með sanni mátti segja að samvinnu- hreyfingin væri samgróin lífi hans, enda lagði hann henni af frjálsum vilja alla krafta sína, sem stefndu til uppbygg- ingar mannfélagsins í heild sinni. Hann var forseti Credit Union í Foam Lake, þegar hann lézt. Einnig var hann í mörg ár forseti “Foam Lake Co-operative Assn.” og var heiðursforseti þess félagsskap- ar, þegar hann féll frá. Hann var um tímabil forseti “Leslie Beach Co-operative Associa- tion.” Hann var með fyrstu „Mér er vandi á höndum. Ég hef verið beðinn að skrifa um móður mína, en treysti mér ekki til að gjöra það svo, sem vert væri.“ Með þeim orðum byrjar dr. Ásmundur Guð- mundsson, þáver. biskup Islands, hina fögru minningu um móður sína, en sú grein skipar öndvegi í safninu. Aðrir höf- undanna slá á sama streng í málsbyrjun, svo sem Kristján Albertsson, er farast þannig orð: „Það er vanda bundið að skrifa um móður sína svo vel fari, líka góða móður. Flestum mun þykja skylt, að í slíkri lýsingu sé orðum stillt í hóf — en svo er hins að gæta, að myndin verði sem réttust. Margir þekktu móður mína, og ég ætla að hætta á að segja það sem ég veit sannast, og minnugur þess sem Snorri Sturluson taldi, að ósatt lof væri ekki lof, heldur háð.“ Þetta er vel mælt og drengilega. Og þótt greinarnar í safninu séu eðlilega mismunandi að bókmenntalegu gildi, þá fæ ég ekki betur séð, en að þær séu 1 heild sinni prýðilega í letur færðar, að höfundarnir hafi komist mjög vel frá þeim vanda, sem þeir tóku sér á herðar, lýst mæðrum sínum af einlægri sonarlegri ást og aðdáun, en jafnframt hispurslaust og hreinskilnislega án allrar hvimleiðrar væmni, sem oft vill svipmerkja slíkar ritsmíðar. Eins og safnandinn gefur réttilega í skyn í formálsorðum sínum, þá eiga þessar minningar mikið sögulegt gildi, því að í þeim er margháttaðan fróðleik að finna; þær bregða, í fáum orðum sagt, upp mörgum og glöggum myndum af menningu og lífsbaráttu þjóðar vorrar á seinni hluta 19. aldar. Mest er þó um það vert að kynnast mæðrunum íslenzku, sem hér er lýst, sér um svip og skapferli, en allar lifandi vitni þess, að séra Matthías Jochumsson hafði rök að mæla, er hann sagði í vísunni sinni alkunnu: Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst; mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst. Og vafalaust finnst mörgum góðum syni, er les þessa bók (jafn prýðilega um ytri búning sem innihald) eins og hann lesi þar maklega minningu um sína eigin móður. En skuldina við hana hefir enginn skilgreint betur eða sannar heldur en skáldið andríka, sem fyrr er vitnað til, gerir í þessum fleygu ljóðlínum: — Enginn kendi mér, eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. mönnum að gjörast meðlimur hveitisamlagsins í Saskat- chewan 1923 — Sask. Co- operative Wheat Pool — og 1953 gerðist hann fulltrúi (Delegate) þess félagsskapar; því embætti hélt hann til dauðadags. Margan annan félagsskap mætti nefna, en allt stefndi að sama marki, að gjöra þennan heim að betri vistarveru fyrir þá, sem eru hér alla reiðu og eins fyrir hina, sem á eftir koma. Árni var sérstakur reglu- maður á öllum sviðum, glað- lyndur, orðheldinn og hvers- dags prúður í framgöngu. — Hann var stefnufastur og hélt eindregið fram skoðunum sín- um hver sem 1 hlut átti. Jarðarförin fór fram frá United Church í Foam Lake 13. apríl og var með þeim allra fjölmennustu, sem þar hafa sést. Þar var fólk af mörgum þjóðflokkum, trúarskoðunum og pólitískum stefnum, en allir voru þeir á einu máli um það að þeir væru hér að kveðja mann, sem hafði á- unnið sér traust, jafnt hjá þeim, sem höfðu fylgzt með honum í lífsskoðunum og eins hinum, sem ekki litu á hlut- ina frá sama sjónarmiði. ísland hefur gefið Canada marga mæta syni. Árni var einn af þeim. —Vinur BETELCAMPAIGN $250,000.00 Make your donaiions io ihe "Beiel" Campaign Fund, 123 Princess Slreel, Winnipeg 2. Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.