Lögberg - 16.07.1959, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.07.1959, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1959 i ' 7 „Megi Guðs orð og ondi vera okkur daglegt Ijós á daglegri för" Æviágrip biskups, íluil í Dómkirkjunni við vígslu hans Við biskupsvígslu á sunnu- daginn (21. júní) flutti séra B j a r n i Jónsson æviágrip herra Sigurbjarnar Einars- sonar biskups eftir hann sjálfan. Hefir biskup veitt Tímanum góðfúslegt leyfi til að birta ræðuna og fer hún hér á eftir: ÞEGAR ég lít um öxl á þessum tímamótum, leitar hugur minn stöðugt á vit þeirra minninga, sem ég á fyrstar. En að baki þeim minningum, er annað, sem minni mitt nær ekki til, en er þó helgur dómur í huga mér. Ég hugsa um móður mína og minnist orða sálmsins: Drott- inn er athvarf mitt frá æsku, við þig hefi ég stuðzt frá móð- urlífi, frá móðurskauti hefir þú verið skjól mitt (Sólm. 71). Engin mynd er til af móður minni, en ég á nokkur bréf, sem hún skrifaði föður mín- um tvítug að aldri, og þau bera vitni um hugarfar henn- ar og sálarlíf. Ég á líka litla bók, sem hún hafði jafnan við höfðalag sitt og handlék síðast jarðneskra muna. Það er bók- in: „Daglegt ljós á daglegri för“. Sú bók minnir mig á mitt helgasta þakkarefni, bænina, sem móðir mín bað fyrir mér frá því fyrsta að hún vissi um tilveru mína, og hún kvaddi okkur með, dreng- ina sína, þegar hún varð að skiljast við okkur vegna þeirra áverka, sem hún hlaut við að bjarga okkur úr lífs- voða. Nú er ég vígður á af- mælisdegi hennar. Afi minn vafði mig í gæru- skinn vetrardaginn, sem hún var jarðsungin, og reiddi mig sveitina á enda til þess að veita mér skjól undir súðinni hjá sér og ömmu minni næstu árin. Móðurforeldrar mínir áttu 13 börn og mörg þeirra voru þá enn í ómegð heima. En þau áttu nóg ástríki aflögu handa mér. Hjá afa og ömmu fór ég ekki á mis við neitt, sem barni er dýrmætast, þótt þau væru mjög örbirg að þessa heims efnum. Ég skynja ennþá rómblæ ömmu minnar, þegar ég fel mig Guði að morgni eða kvöldi með þeim orðum, sem hún kenndi mér. Og aldrei hefi ég komið í það musteri, sem rúmaði meira af heilagri hátign og gæzku Guðs en fjósbaðstofan í Háu- Kotey, þegar afi minn las lesturinn. Faðir minn dvaldist á næsta bæ og til hans flutti ég 8 ára gamall. Samfélag okkar næstu árin var óvenju náið og mér varanlega dýrmætt. Ég minn- ist helgra stunda, þegar ég sat á rúmstokknum hjá honum við lítið ljós, sem bar birtu um víða heima, eða þegar við vorum úti að störfum saman og sögur voru sagðar, ljóð flutt og helg fræði yfir höfð. Faðir minn var og er vakandi áhugamaður, einlægur og trúr sonur kirkjunnar. Hann vakti mér menntaþrá og kom mér af stað út á námsbraut- ina. Oft sat ég við hlið hans í meðhjálparasætinu í Lang- holtskirkju og fann djúpt berg mál í huga mér af orðum hans, er hann flutti bænina: Drott- inn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla. Lífið á marga hljóma. Mestu varðar, hvernig fyrsti tónninn er stilltur. Þetta, sem ég hefi hér að vikið, er grund- völlur trúarlífs míns og trúar- afstöðu. Kirkjan varð mér þegar í bernsku stór og heilag- ur veruleiki. Ég er alinn upp við gamalgróna alþýðuguð- rækni og hafði ótvíræð kynni af áhrifum hennar, þeim styrk og hugarfarsrækt, sem hún veitti. Þessi bernskumót- un reyndist sterkari öðrum á- hrifum, sem síðar létu til sín taka og stefndu hug mínum til annarra átta, og mér er ljóst, að þau réðu úrslitum um lífsstefnu og ævistarf, þótt ég megi og muna og þakka ann- að fleira ómetanlegt, sem góð- ir menn lögðu til þess. Ég lærði undir skóla hjá Helga Lárussyni á Kirkju- bæjarklaustri, og hjá ferm- ingarföður mínum, séra Birni O. Björnssyni, þá í Ásum, og minnist beggja þessara ljúfu mannkostamanna með djúpri virðingu og þökk. Ekki hefði mér verið unnt að þreyta menntaskólanám til lykta, ef ég hefði ekki notið að móðursystur minnar, Júlíu Sigurbergsdóttur, og vina hennar, hjónanna Kristínar Sigurðardóttur og H e 1 g a Helgasonar, verzlunarstjóra. Yetrartíma dvaldist ég í húsi hjónanna Margrétar Þorvarð- ardóttur og Júlíusar Árnason- ar. Meðal annarrar blessunar, sem ég naut á því göfuga heimili voru kynni mín við séra Sigurð Pálsson, þá guð- fræðistúdent. Leiðir okkar lágu aftur saman að Mosfelli í Grímsnesi, en þar las ég undir stúdentspróf hjá séra Guðmundi prófasti Einars- syni, stórbrotnum öðlingi. Á einverustund uppi á Mosfelli eitt síðsumarkvöld varð mér ljóst, að bernskudraumur minn um það að gerast prest- ur, átti að rætast. Til náms míns erlendis studdi mig tengdafaðir minn, Þorkell Magnússon, af fremur rýrum efnum sínum, en því meiri drengskap. Þau 4 ár, sem ég dvaldist að námi við háskólann í Uppsölum, veittu mér útsýn, sem ég bý að alla tíð. Það voru mikil umskipti að fara beint frá háskólanámi til prestsþjónustu á Skógaströnd. En þau voru mér holl. Ég vildi ekki hafa farið á mis við þá reynslu, sem mér öðlaðist þar, né þá vináttu, sem ég naut af hálfu safnaðanna. Þá tóku við starfsárin í Hallgrímssókn, skammur tími, en frjór, minnisstæður og þroskandi sakir fjölþættra starfa, alúðlegrar samvinnu starfsbróður míns, séra Jakobs Jónssonar, og örvandi afstöðu safnaðarfólksins. Lengstur áfangi á liðnum æviferli mínum er tengdur Háskólanum. Guðfræðin hefir frá fyrstu kynnum mínum af henni verið mér freistandi og gjöfult hugðarefni. Löngum hafa unnendur og iðkendur vísindalegrar guðfræði talað um pulchritudo theologiae, fegurð guðlegra fræða, og tek ég undir það. Guðfræðin fjall- ar um æðstu viðfangsefni mannsandans, og m a r g i r mestu atgjörfismenn í fortíð og nútíð hafa helgað henni gáfur sínar og orku. Sú að- staða sem ég hefi haft til þess að stunda og kenna guðfræði, er mér mikið þakkarefni, og ég horfi með söknuði um öxl til þess starfs, sem ég nú hverf. frá. í þessum vitnisburði mín- um, sem hér er fluttur sam- kvæmt gamalli hefð, vík ég aðeins að fáeinum stórum og nákomnum þakkarefnum. — Hinu sleppi ég, sem er tiltækt í skráðum heimildum, og margt á ég einn með Guði mínum. Ég minntist móður minnar Flóttamannaárið hófst með virkri þátttöku ríkja og fé- lagssamtaka hvarvetna í heim inum. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í desember í fyrra að gera alheimsátak til að leysa flóttamannavandamálið. Mönnum telst svo til, að tala flóttamanna e f t i r seinni heimsstyrjöldina sé um 40 milljónir. Af þessum mikla fjölda eru 15 milljónir enn heimilislausar. Rúmar tvær milljónir lifa við svo bág kjör, að Sameinuðu þjóðirnar verða mókstaflega að halda í þeim lífinu. 49 ríki taka virkan þátt í flóttamannaárinu, og kirkju- leiðtogar um allan heim hafa orðið við þeirri áskorun S. Þ. að reyna með ýmsu móti að fá fólk til að taka þátt í flótta- mannahjálpinni. Jóhannes XXIII. páfi hefur sent öllum rómversk-kaþólskum mönn- um boðskap, og aðrir kirkju- leiðtogar hafa einning hvatt stöfnuði sína til virkrar þátt- töku. Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri S.Þ., sendi sérstaka áskorun til íbúa heimsins, þegar flóttamanna- árið hófst, þar sem hann skor- aði á þá að íhuga hin mann- legu vandamál flóttamanna- vandamálsins og leggja fram sinn skerf til lausnar því. Þegar hafa komið í ljós ávextir þessarar viðleitni Sameinuðu þjóðanna. For- stjóri flóttamannahjálparinn- ar, Auguste R. Lindt, hefur skýrt frá því, að mörg lönd hafi heitið því að leggja fram fjármagn, vistir, heimili og flutningatæki, svo eitthvað sé nefnt. Þannig hafa Norðmenn, Danir og Svíar enn tekið við hópum flóttamanna. Auk þess hafa Norðmenn og Svíar „í anda flóttamannaársins" stað- fest sáttmála frá 1957, sem tryggir flóttamönnum á skip- um ákveðin grundvallarrétt- indi, eins og landgöngurétt, persónuleg skilríki o. s. frv. Þessi sáttmáli hefur nú einnig verið staðfestur af Belgíu, Frakklandi og Morokkó. — Belgía hefur boðizt til að taka við 3000 flóttamönnum úr búðum í Austurríki, Grikk- landi og ítalíu eða hjálpa þeim til að eignast framtíðarheim- fyrst í þessu máli. Konu mína, Magneu Þorkelsdóttur, nefni ég síðast. Við kynntumst á fermingaraldri og höfum átt hvort annað síðan, þótt við yrðum ekki heitbundin fyrr en tvítug. Nú hefir hún bund- izt enn nýjum vanda sakir sameiginlegra örlaga okkar. En hún hefir jafnan reynzt mér því meiri gæfa, sem meira lá við. Megi Guðs orð og andi vera okkur daglegt ljós á daglegri för. Vegsamað sé hans heilaga nafn. —TIMINN, 23. júní kynni í því landi þar sem þeir dveljast nú eða því landi, sem jeir vilja komast til. Frá Bandaríkjunum hafa Sameinuðu þjóðirnar fengið 1,630,000 dollara í tilefni af flóttamannaárinu, og eiga 700,000 þeirra að fara til for- stjóra flóttamannahjálparinn- ar, 200,000 beint tií hjálpar cínverskum flóttamönnum í Hongkong og 730,000 til flutn- inga á flóttamönnum af evrópskum uppruna frá Kína. Talið er að enn séu 9000 flóttamenn frá Evrópu, eink- um af rússneskum uppruna, á þessu svæði. Þetta fólk er nú smám saman flutt burt, jafn- óðum og tilboð berast um flutninga og hæli. Flótta- mannaráðið í Noregi hefur lagt fram 35,000 norskar krón- ur til flutninga á flóttafólki. Handa þeim flóttamönnum, sem koma beint undir for- stjóra flóttamannahjálparinn- ar, vonast Lindt til að geta safnað 9 milljónum dollara á árinu 1960. Á þessu ári er gert ráð fyrir hjálp við flóttafólk, sem nemi 4,700,000 dollurum. Af þeirri upphæð hafa þegar safnazt 3,373,500 dollarar. 88 milljónir bóluseiiar við berklum Síðan 1951 hefur Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Barnasjóður Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) aðstoðað yfirvöldin í 41 landi og landsvæði (samanlögð í- búatala: 785 milljónir) við að hefja allsherjarbaráttu gegn berklum með bólusetningu. Þessar upplýsingar gaf for- stjóri WHO á stjórnarfundi nýlega. Á þessum tíma hafa um 234 milljónir manna verið berkla- skoðaðar og 88 milljónir bólu- settar. Þessar tölur eru frá síð- ustu áramótum. Tvær eldri konur tóku sér far með flugvél. Strax og flug- vélin var komin á loft kölluðu þær á flugþernuna. — Viltu biðja flugmanninn frá okkur að fljúga ekki hraðar en hljóð- ið. Okkur langar til að tala saman á leiðinni. ÍSLAND — Ort í lilefni af 17. júní 1959 — Hvít er sú þrá, er þúsund vængi knýr og þangað vorlöng dægur augum snýr, sem ísland vakir, skúr og skini vafið, og skyggnist björtum jöklum út á hafið'. Og slík var þessi fold, svo fríð og heið, sem fyrsta landnámsmannsins hérna beið. Og hingað fylgdu honum vættir góðar, því hér var land mitt ættjörð nýrrar þjóðar. Svo rís hvert vor og ljómar ísland allt. En ef þér finnst það stundum snautt og kalt, á drengskap þinn og ástúð þína alla þín eigin móðurjörð er þá að kalla. Og ef þú skynjar eitt sinn hennar raust og einlægni þín vinnur hennar traust, þá verður Island ævintýrið bjarta, sem aldrei framar skilur við þitt hjarta. Og enn skín fáninn frjáls við heiðan geim. Hann flytur bróðurkveðju hverjum þeim, sem kýs sér vist í voröld frjálsra þegna og veit sig eiga skyldum þar að gegna. Og hvort skal þeim ei hinzti sigur vís, sem heilli sál gegn öllum vanda rís? Ver hugrökk þjóð, sem engu oki hneigir, en auðmjúk fyrir drottni kné sín beygir. Tómas Guðmundsson —Mbl. 17. júní Flóttamannaárið byrjar vel

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.