Lögberg - 23.07.1959, Blaðsíða 1
(Daviot&DrL StudwA,
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
Oauid&DtL SiudioA,
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 6-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLI 1959 NÚMER 30
75ta íslenzka Lúterska Kirkjuþingið
Það sem einkenndi framar
öðru hið 75. kirkjuþing ís-
lenzka Kirkjufélagsins var
góð þátttaka þingfulltrúa í
fundar- og nefndastörfum og
svo hin prýðilegu erindi og
ræður, sem flutt voru á kvöld-
samkomunum, meðan þingið
stóð.
Þingið hófst á þriðjudags-
kvöldið 23. júní með guðs-
þjónustu og altarisgöngu
þingfulltrúa; altarisþjónustu
önnuðust séra Valdimar J.
Eylands, sem gegndi forseta-
störfum fyrstu fundi þings-
ins, meðan forseti var á ís-
landi, og séra Edward Day,
prestur í Selkirk. Séra Ólafur
Skúlason prédikaði. Hin ýtar-
lega forsetaskýrsla, sem lesin
var af vara-forseta, sýndi ljós-
lega hið mikla starf, sem séra
Eric H. Sigmar hefur innt af
höndum. Hafði hann t. d.
himsótt næstum hvern ein-
asta söfnuð og á margan ann-
an hátt örvað og eflt kirkju-
starfið innan Kirkjufélags-
ins. Gjaldkeraskýrsla Oscar
Vígsluafmælis minnst
Séra Krisíinn K. Ólafsson
Á ritstjórnarsíðu er frásögn
eftir séra Kristinn K. Ólafsson
um hátíðahöld lútersku safn-
aðanna í Argyle. Á sunnudag-
inn 28. júní lýsti séra Eric H.
Sigmar því yfir við messu í
Grundarkirkju, að daginn
áður hefði séra Kristinn átt
55 ára vígsluafmæli. Hann var
vígður af séra Jóni Bjarna-
syni á kirkjuþinginu að Moun-
tain, Norður Dakota 27. júní
1904. Hann var um langt skeið
forseti lúterska kirkjufélags-
ins íslenzka, en þjónar nú
tveimur enskum söfnuðum í
Rock City, Illinois. Hann er
merkur gáfumaður, ritfær svo
af ber og er um þessar mundir
að ljúka við að þýða Æfi
Jesú eftir Dr. Ásmund Guð-
mundsson, á enska tungu.
Bjorklunds bar þess einnig
greinilega merki, að fram-
farahugur er í mönnum og
skilningurinn vex ætíð á því,
að ein tjáning kristinnar lífs-
skoðunar er stuðningur við
þau mál, sem kirkjan berst
fyrir, bæði heima og að
heiman. Má einnig segja það
um allar skýrslur þingsins, að
þær báru þess vott, að vor-
hugur er í flestum söfnuðun-
um og leiðandi menn hvar-
vetna.
Fulltrúi Sameinuðu Lút-
ersku Kirkjunnar í Ameríku
(ULCA), Hr. Chester A.
Myron frá New York, en ætt-
aður frá Minnesota flutti á-
vörp og tvær langar ræður,
þar sem hann útskýrði starf
kirkjunnar og minnist á leið-
toga þá, sem við erum svo
lánsöm að hafa við stjórnvöl-
inn. Hann ræddi m. a. um
hina fyrirhuguðu sameiningu
ýmissa kirkjudeilda og út-
skýrði val það, sem íslenzka
Kirkjufélagið mun hafa í því
sambandi. Hvort við viljum
halda áfram að vera sjálfstæð
heild innan hinnar nýju
kirkju með líku sniði og nú
er, eða hvort við viljum held-
ur leysa upp Kirkjufélagið í
núverandi mynd þess og sam-
einast þeim Kirkjufélögum,
sem eru á því landsvæði, þar
Á fimmtudaginn 16. júlí
flutti George Johnson, heil-
brigðis- og velferðarmálaráð-
herra Manitoba-stjórnarinnar,
frumvarp til lága um auknar
styrkveitingar, þar sem þeirra
er þörf. Tilgangur þessar vel-
ferðarmálafrumvarps er: „að
enginn íbúi Manitoba-fylkis
skuli skorta þá hluti og þá
þjónustu, sem sé nauðsynleg
fyrir heilbrigði hans og vel-
líðan, svo sem fæðu, klæði og
húsnæði, nauðsynlegar lækn-
is-aðgerðir og sæmilega útför
að ævilokum.
Áætlaður kostnaður fyrir
þetta fjárhagsár mun nema
$2000,000. Þessu fé verður út-
hlutað samkvæmt þörfum
hvers einstaklings og verður
látið ganga til þessara: —
Fólks, sem ekki getur séð sér
farborða sökum elli, eða lík-
amlegra eða andlegra veik-
inda; mæðra, ef fjölskyldu-
faðirinn hefir horfið frá heim-
ilinu eða verið hnepptur í
fangelsi lengur en eitt ár;
ógiftra mæðra, sem eiga fleiri
en eitt barn; vanhirtra barna.
sem söfnuðir Kirkjufélagsins
eru. Benti hann á, að ef síðari
kosturinn verður valinn, muni
samt vera hægt fyrir íslenzka
söfnuði að hafa árleg þing,
þar sem aðallega verði rætt
um varðveizlu íslenzkra menn
ingaráhrifa og sambandið við
íslenzku móðurkirkjuna. Var
hinni nýju stjórn Kirkjufé-
lagsins falið að ræða þetta
mál ýtarlega við söfnuðina, en
ákvörðun verður ekki tekin
fyrr en á næsta Kirkjuþingi,
en hin nýja sameinaða kirkja
mun ekki hefja tilveru sína
fyrr en árið 1961. Mr. Myron
fór lofsamlegum orðum um
íslenzka Kirkjufélagið og leið-
toga þess, og kvað sér verið
hafa mikil ánægja að því að
sitja þing þess.
Einn af höfuðþáttum þessa
þings var guðfræðilegur fyrir-
lestur, sem séra Valdimar J.
Eylands flutti og hann nefndi:
„Gyðinglegar og kristnar
kenningar um lífið eftir dauð-
ann.“ Var þvílíkur rómur
gerður að erindi hans, að það
var ákveðið að sérprenta það,
svo að allir gætu lesið og notið.
Ágætar ræður fluttu einnig
Systir Laufey Olson og séra
Norman Nelson, sem beindu
orðum sínum til æskufólks og
hvöttu það til að gefa Guði
þjónustu sína í kirkjunni. Á
kvöldsamkomunum var einn-
Þetta er góð og þörf löggjöf
og var tímabær fyrir löngu.
Manitoba var orðið á eftir hin-
um fylkjunum í almennum
velferðarmálum; hafði lítið
verið gert á því sviði til bóta
síðan á öðrum tug aldarinnar,
en þá var það íslendingurinn,
Hon. Thomas H. Johnson, sem
beitti sér fyrir ýmiskonar
mannúðar-löggjöf svo sem
Workmen’s Compensation, —
ekknastyrknum o. fl. Og þá
varð Manitoba fyrirmynd
hinna fylkjanna á þessu sviði.
Hann barðist líka fyrir at-
kvæðisrétti kvenna og varð
Manitoba fyrsta fylkið er
veitti konum þessi sjálfsögðu
réttindi.
Það er ánægjulegt til þess
að vita, að nú hefir annar ís-
lenzkur ráðherra fetað að
nokkru leyti í fótspor Thom-
asar. Dr George Johnson þótti
tala ágætlega og af mikilli
mælsku fyrir máli sínu og
luku margir þingmenn og
bæði dagblöð borgarinnar lofs
orði á hann fyrir hæfileika
hans, störf og frammistöðu.
ig mikið um söng, sem hreif
gesti mjög.
Ánægjuleg tilbreyting frá
þingstörfum var framhalds-
saga séra Erics Sigmra, hvar
hann sagði fréttir úr heim-
sókn sinni til íslands til að
vera viðstaddur biskupsvígslu.
Sagði hann frá ævintýri þessu
í þremur köflum, hálfan
klukkutíma í hvert skipti,
meðan setið var undir borð-
um. Var eins og honum tæk-
ist með mælsku sinni að flytja
alla gesti yfir íslands, og verða
sjálfir þátttakendur í þessum
merka viðburði. Flutti hánn
einnig kveðjur frá biskupun-
um báðum; svo og forseta Is-
lands, Dr. Fry, forseta Lút-
rska heimssambandsins og
fleiri kirkjulegum leiðtogum,
sem voru við biskupvígslu Hr.
Sigurbjarnar Einarssonar. —
Flutti hann einnig þær á-
nægjulegu fréttir, að senni-
lega yrðu bæði Hr. Sigurbjörn
biskup og Dr. Fry gestir næsta
Kirkjuþings, sem haldið verð-
ur í hinni nýju kirkju St.
Stephen’s safnaðar, St. James,
Manitoba, í júní, 1960.
Tveir nýir prestar voru
teknir inn í Kirkjufélagið á
þessu þingi, báðir frá íslandi
og báðir Akureyringar. Voru
það þeir séra Jón Bjarman,
prestur á Lundar, og séra Ing-
þór Indriðason, sem er prestur
á Langruth, en hann er fyrsti
presturinn, sem nýi biskupinn
vígir. Kom hann 24. júní,
Framhald á bls. 3
Lýkur prófi
í hjúkrunarfræði
Miss Unnur Kristjánsson
Þessi glæsilega unga stúlka
stundaði um skeið nám við
Manitoba háskólann, lagði
síðan fyrir sig hjúkrunarfræði
og útskrifaðist með ágætis-
einkunn frá Winnipeg General
Hospital í maí 1959. Hún er
yngst barna þeirra frú Hólm-
fríðar og Friðriks heitins
Kristjánssonar.
Tekur prestsvígslu
Séra Daníel John Simundson
Sunnudagskvöldið þ. 24.
maí 1959 var Daníel John
Simundson vígður til prests
af Dr. L. H. Steinhoff, forseta
Pacific Synod of the United
Lutheran Church in America.
Vígsluathöfnin fór fram í St.
James Lútersku kirkjunni í
Seattle, Wash., þar sem Daníel
ólst upp og faðir hans, séra
Kolbeinn Simundsson, þjón-
aði um þrjátíu ára skeið, þar
til hann fyrir aldurs sakir,
lagði niður fasta prestsþjón-
ustu fyrir réttu ári síðan.
Eins og skýrt var frá á sín-
um tíma hér í blaðinu veitti
Stanford University Daníel
fjögra ára námsstyrk 1951, er
hann lauk námi við einn af
miðskólum S e a 111 e-borgar
með hæstu einkunn. Hann út-
skrifaðist af Stanford Uni-
versity 1955 með ágætis-
einkunn (great distinction). —
Hóf hann þá nám við lúterska
prestaskólann í Maywood,
Illinois, og lauk þar prófi með
hæstu einkunn 8. maí s.l. Hann
hefir nú tekið köllun til prests
þjónustu hjá Salem Lutheran
Church í Mendon, 111.
Jafnhliða námi við presta-
skólann starfaði Daníel í eitt
námsár sem stúdent-prestur
við eina af lútersku kirkjun-
um í Chicago, 111., og í nokkra
mánuði við geðveikrahæli í
Elgin, 111., sem einn af prest-
um stofnunarinnar, og einnig
eitt ár í þjónustu Lutheran
Social Service Agency of
Western Pennsylvania í Pitts-
burgh.
Stórt spor stigið í velferðarmólum
Manitoba-fylkis