Lögberg - 23.07.1959, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1959
3
Á leið í verið 1857
SIGURÐUR J. ÁRNESS:
Gísli Jónsson hét einn af
þeim, sem lentu í mannskaða-
veðrinu mikla á Mosfellsheiði
veturinn 1857. Hann var þá
fertugur að aldri, og vinnu-
maður á Snorrastöðum í
Laugardal hjá Eyjólfi Þor-
leifssyni.
Gísli var fæddur á Þórarins-
stöðum 1817. Jón faðir hans
dó á bezta aldri 1823. Var
Gísli þá tekinn í fóstur að
Hamarsholti. Fóstra hans var
Margrét Jónsdóttir bónda og
bryta á Hömrum, Jónssonar
bónda á Hæli í Flókadal, Ein-
arssonar. Margrét var kona
Guðmundar kirkjusöngvara
og bónda í Hamarsholti, Ein-
arssonar lögréttumanns í
Núpstúni í Hrunamanna-
hreppi, Ólafssonar.
Það varð skömmu eftir að
Gísli kom að Hamarsholti, að
hann týndist og vantaði í
fimm daga. Var þá allri leit
hætt. Eftir húslestur á sunnu-
degi sást Gísli sitja á hlóðar-
steini í eldhúsinu, og hafði á
höfði sér fagurrauða húfu.
Hann var ýtarlega spurður
um burtveru sína. Margrét
komst helzt að þeirri niður-
stöðu, að huldufólk hefði
ginnt hann til sín, og þess
sáust líka merki, þar sem var
rauða húfan. En ekki skyldi
hann hafa hana degi lengur —
og mun Margrét hafa vistað
hana örugglega. Seinna þótti
ekki allt einleikið með Gísla,
og var það sett í samband við
hvarf hans .---------
Áður en lagt var af stað í
verið 1857, sagði Gísli það fyr-
ir, að hann mundi ekki kom-
ast á sjó þá vertíð. Hann bað
að gera sér öll föt vel víð, en
það var venja þá að öll föt
væri nærskorin. Þetta var lát-
ið eftir honum, en ekki var
laust við að fólk hendi gaman
að þessu, bæði konur og
karlar. En Gísli hafði hugboð
um hvað við lá, og lét sig
hæðni fólksins engu skipta.
Svo var lagt á stað úr Laug-
ardalnum og voru þar 14 ver-
menn saman, margir úr
Biskupstungum. Ýmsa hafði
dreymt heldur þunglega fyrir
ferðinni, en flestir sinntu því
ekki, og þótti ekki mark á
því takandi. Þessir 14 menn
héldu svo hópinn yfir í Þing-
vallasveit og gistu 11 á prest-
setrinu Þingvöllum, en þrír
fóru til gistingar í Vatnskot,
og var Gísli Jónsson einn af
þeim.
Undir birtu um morguninn
dreymir Gísla að Margrét
fóstra sín sé þar komin. Hann
mundi hvar hann var og skildi
ekkert í þessu, að hún skyldi
vera á ferð úti í Þingvalla-
sveit. Honum fannst hún vera
mjög áhyggjufull.
Hann spyr: „Hvernig stend-
ur á ferð þinni hér núna?“
Hún svarar: „Ég er einmitt
komin til að finna þig undir
hervæðinguna.“
„Hvað meinarðu, fóstra
góð?“ segir hann.
Þá mælti hún fram þessa
stöku:
Lífið manns er lukká og þraut,
liggur að grafar velli.
Síðla mátt ei byrja braut,
því blinda er á heiðarsvelli.
Gísli var flugnæmur og
nam vísuna þegar. Hann fór
þá að íhuga hvað hún mundi
þýða, og sá að fóstra var að
ráðleggja sér að leggja
snemma á stað, því að dimma
mundi með kveldinu áður en
byggð yrði náð.
Gísli reis þá á fætur, vakti
félaga sína og bað þá klæðast.
Þeir skildu ekkert í þessu
óðagoti í Gísla og voru undir-
tektir daufar. Þó klæddu þeir
sig og gengu svo allir þrír
heim að Þingvöllum. Þá voru
þar flestir í fasta svefni, og
enginn sjáanlegur ferðahugur
í neinum. Gísli fékk ákúrur
hjá sumum félögum sínum og
sögðu þeir að þessi árvekni
hans mundi vafalaust vita á
ill tíðindi.
Heldur gékk mönnum sein-
lega að komast á stað, alltaf
var eitthvað sem tafði fyrir.
Veður var sæmilegt, en þó
nokkur snjór, og draup vatn
af þiljum er þeir lögðu á stað
frá Þingvöllum.
Þegar leið á daginn tók að
dimma í lofti með snjókomu,
og svo rauk hann upp á norð-
an og herti frostið þegar nótt-
in kom. Ekki sást út úr aug-
unum fyrir dimmviðri, og
klaki hlóðst á andlit manna,
svo að þeim lá við köfnun.
Þröngu fötin reyndust illa,
þau gerðu menn ógangfæra og
sprungu utan af þeim. Sex
menn létu lífið þarna á heið-
inni, en aðra sex kól til skaða,
misstu fingur og tær. Tvo kól
ekki, og annar þeirra var
Gísli. Víðu fötin, sem draum-
kona hans hafði bent honum
á að láta gera sér, björguðu
honum þá. —Lesb. Mbl.
75ia íslenzka Lúierska
Kirkjuþingið
Framhald af bls. 1
annan dag þingsins, en hafði
verið v,gður 22. júní í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík. Var
hratt flogið þá!
Síðasti þáttur þessa þings
fór fram á Elliheimilinu Betel
á Gimli. Afhenti þar séra Jón
Bjarman málverk, sem gefið
er af íslenzku þjóðkirkjunni
og íslenzka ríkinu fyrir for-
göngu Hr. Ásmundar Guð-
mundssonar, biskups. Er það
málað af listamanninum Jó-
hannesi Kjarval. Aðrar góðar
gjafir, sem afhentar voru á
þessum lokafundi, var mynd
af frú Láru Bjarnason, gefin
af Kvenfélagi Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg, og málverk
eftir Emile Walters, gefið af
honum sjálfum. Veittu þeir
Barney Egilsson, bæjarstjóri
á Gimli og séra Eric H. Sig-
mar gjöfunum móttöku og
þökkuðu gefendum og minnt-
ust í því sambandi á velvilja
þann, sem Betel hefur ætíð
notið og skilning fólks á því,
hvað gleður vistmenn þar.
Hélt svo hver til síns heima,
þreyttir líkamlega, en endur-
nærðir andlega eftir gott þing
og skemmtilegar samvistir.
Ó. Sk.
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
ÞAR SEM
BRIMALDAN
BROTNAR
Gamli formaðurinn tuggði saman tóbakstöluna
og blótsyrðin: „Þetta þykir henni betra, bölvuðum
asnanum, heldur en að vera hérna hjá okkur,
sem áreiðanlega höfum nóg not fyrir hana“, sagði
hann.
„Já, það er áreiðanlegt, að Þórey hefði nóg
handa henni að gera og þú líka“, sgaði Maríanna.
„Ég er hissa á Grími að taka hana inn á heimilið.
Ég kenni sannarlega í brjósti um hann“.
„Kenna í brjósti um hann“, hnusaði í gamla
bóndanum. „Það væri nær að kenna í brjósti um
þá, sem flytja kvenmansdulur heim til sín, sem
ekkert geta nema þvegið sér og greitt. Nei, hann
þarf ekki að iðra þess að taka Pálínu til sín, enda
veitir honum ekki af að fá einhverja hjálp við
búskapinn, þar sem bústofninn er nú orðinn næst-
um helmingi minni en hann var, þegar hann tók
við. Hún lætur hann varla hanga alltaf á öðrum
bæjum“.
Svo ruddist allur karlmannaskarinn út úr bað-
stofunni. Það líktist helzt því, er mörg hross ryðj-
ast samhliða áfram.
Maríanna vissi, að hún átti það, sem tengda-
faðir hennar sletti frá sér. Það var ekki í fyrsta
skiptið, sem hann hafði látið það skiljast, að hún
væri ónýtjungur, sem ekkert hugsaði um annað
en að halda sér til og annan slíkan hégóma. Hún
reyndi að láta sem hún heyrði það ekki.
„Hvað segir þú um þetta, Þórey mín. Finnst þér
ekki óviðkunnanlegt, að Pálína skuli ætla að setj-
ast að svona nærri okkur?“ sagði hún við tengda-
móður sína, þegar þær voru orðnar tvær einar.
„Ég gæti svona hugsað mér, að hún verði okkur
ekki til neinna happa. Ég er alltaf hálfhrædd við
þá manneskju".
„Það er víst alveg óþarfi að kvíða því“, sagði
Þórey. „Hún verður varla tíður gestur á þínu
heimili. Mér þykir vænt um að hafa hana svona
nærri mér. Hún tekur af mér handarvik, ef mér
liggur á“, bætti hún við. En undir niðri var hún
samt svolítið kvíðandi.
„Þú hefur nú þessa ágætu konu, hana Guðríði.
Það er nú kannske dálítill munur eða ég, sem
hef Helgu eina og hún er óttalegur bjáni með nál“,
sagði Maríanna.
„Þú ert þá kannske heldur fjölvirkari en ég“,
sagði Þórey.
Það gaf á sjóinn í heila viku og aflaðist mikið.
Siggi á Hvanná kom á hverjum degi og sótti haus-
ana og það af fiskinum, sem ekki var lagt inn.
Grímur tók aðeins einn hlut en formaðurinn
marga. Hallur hafði ungan pilt og tók því tvo
hluti. Þar að auki hafði Maríanna spotta og Tómas
litli sonur hennar annan. „Það var alsiða á Suður-
landi“, sagði hún. — Gamla formanninum var ekki
vel við slíkt, en lét það þó óumtalað. Það reyndi
að ganga á honum með öllu móti, þetta tengda-
fólk hans, en þar sem hann átti að erfa þetta að
miklu leyti, var bezt að lofa því að hafa þessa
öngla. Máltækið sagði líka, að það drægi enginn
annars fisk úr sjónum, og það var langt frá því,
að þessir spottar þerira væru fengsælir. Gunnar
var líka út í þetta eins og flest annað, sem til-
heyrði hinu búinu. Þetta haust setti hann upp
spotta handa móður sinni. Hún mátti víst alveg
eins hafa svolítil hlunnindi eins og hin húsmóðir-
in á heimilinu. Það mátti heita, að það væri fiskur
á hverjum öngli á þeim stokk. Hallur var oft
þungbrýnn, þegar verið var að draga hann, en
þá lá vel á Gunnari bróður hans. Hann sagði oft,
að auðséð væri, að það væri engin ólánsmann-
eskja, sem þessir önglar tilheyrðu. Þegar svona
mikið barst á land, höfðu þeir, sem tóku marga
hluti, ekki við aðgera að öllum aflanum. Jóhann
gamli bað Sigga fyrir boð til Pálínu, að hann
vonaðist eftir því, að hún léti ekki fiskinn skemm-
ast á bakkanum, fyrst hún væri á annað borð
komin í nágrennið. Næsta morgun, þegar kon-
urnar í Látravík litu ofan á bakkann, var Pálína
komin þar með Sigga með sér og tók skarplega
til höndunum. Þórey hljóp við fót ofan eftir til
að heilsa henni og bjóða hana velkomna í sveitina.
Hún vildi, að Pálína kæmi heim og fengi sér kaffi.
En hún hafði með sér brúsa, sagði hún.
„Ég held að þú sért farin að álíta okkur dauðans
nirfla. Þú lætur Grím hafa með sér kaffi og
sendir honum mat. Hann hefur alltaf haft mat og
kaffi hjá Halli“, sagði Þórey.
„Það er sjálfsagt alveg eins gott fyrir hann að
éta og drekka hjá sjálfum sér eins og að vera hjá
öðrum, og þurfa síðan að þræla heila viku um
sláttinn til að borga fáeina grautardiska“, sagði
Pálína. „Svo læturðu hana Stínu koma út og
hjálpa okkur, svo að þetta verði búið, þegar þeir
koma að“.
Nokkru seinna komu þær Stína og Guðríður.
Þær höfðu alltaf verið við fiskinn undanfarna
daga. Stína fagnaði Pálínu eins og systur. Þær
voru líka búnar að vinna lengi saman. Eftir
morgunmatinn kom svo Þórey húsfreyja ofan eftir
til að flýta fyrir. Það hafði hún sjaldan gert. En
nú var eins og allir fylltust vinnuáhuga við að
sjá til Pálínu.
„Ég hlýt þó að geta spyrt upp, þó að ekki sé
meira“, sagði Þórey. „Ég get ekki verið inni í
þessu indæla veðri“.
Helga var ein við aðgerðina á hinu búinu. Hún
var dugleg, en átti þó talsvert eftir, þegar búið
var að spyrða hvern fisk og rífa upp alla stærstu
hausana í hlutum hinna. Þá fór hún að tala utan af
því, að þær hjálpuðu sér.
„Mér þætti nú ekki mikið, þó að Maríanna leti-
klessa kæmi út og hjálpaði þér“, sagði Stína og
hló bjánalega. Hún lét svo, þegar hún kom hingað
fyrst, að hún væri því ekki óvön. Hún hefur nú
samt aldrei snert á því, svo að ég viti“.
Engin önnur anzaði Helgu. Svo gekk allur skar-
inn til bæjar og þar hresstu þær sig á kaffi. Pálína
sagðist vona, að fóstra sín kæmi vestur eftir og
drykki hjá sér kaffi bráðlega. Það væri orðið
nokkuð langt síðan þær höfðu rabbað saman.
Svo reið hún af stað. Maríanna forðaðist að láta
hana sjá sig.
Það hýrnaði yfir gamla bóndanum, þegar hann
sá, að búið var að spyrða upp allan fiskinn og láta
hausana á margar rár.