Alþýðublaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 3
Vikuaflinn 4414 mál Á AUSTURMIÐUM var stormasamt alla síðastliðna viku og gátu veiðiskipin ekkert athafnað sig á þeim slóðum. Þegar lygndi í vikulokin og skipin komust út, var hvergi síldar vart. Á Norðurmiðum var gott veiðiveður síðari hluta vikunnar, en bar varð ekki vart síldar. Er nú talið, að herpinóta- veiði sé lokið á þessu sumri. Nokkrir bátar fengu slatta af smásíld inni í Reyðarfirði. Vikuaflinn nam aðeins 4415 málum og tunnum og er rek- netaaflinn mcðtalinn. OLYMPÍULEIKAR þeir, er hefjast n. k. fimmtudag, verða hinir mestu, er nokkru sinni hafa farið fram og ramminn um þá verður sá fegursti og glæsilegasti er nokkru sinni hefur verið um þá. Hin vel sfæða ítalska Olympíunefnd, er aflað hefur fjár til leikanna njeð veðmálahappdrætí!, er á- kveðin í að þeir verði Olympíu- leikar allar tíma. breytzt, er ekki ástæða til þess að gefa út heildarskýrslu nú. Barnaheimili Framhald af 16. síðu. sjötugasta og níunda ári, og þrátt fyrir þennan háa aldur, þrungin af lífi og starfsfjör:. — Hvernig er það, hafið þið engan karlmann hérna? — — Nei, nei, engan karlmann, en það kom einn að heimsækja okkur hérna um nóttina, skreið inn um glugga. Honum lá víst svo mikið á, en honum hefur víst ekki litizt á blikuna, þvi að hann þaut út eins og eldi- brandur. í gær var síðasti dagurinn og því mikið að gera hjá öllu starfsfólkinu Það átti að baða öll börnin, alls 85. Enda spyrst yfirfóstran fyrir um, hverjir eigi að aðstoða við baðið. Hún heitir, Helga Classen, og varð 20 ára í gær. Matráðskonan, Sigríður Valdimarsdóttir, hef- ur líka í mörgu að snú-ast í cldhúsinu Hverjir greíða hæstu útsvörin í Reykjavík ÞESSIR einstaklingar bera hæstu útsvörin í ár í Reykjavík: Þorvaldur Guðmundsson kr. 310.400,00. Helga Marteinsdóttir kr. 185,200,00. Jóhannes Jósefsson kr. 172,300,00. Steindór Einarsson kr. 166,200,00. Sigurður Berndsen kr. 114,700,00. H. C. Biering kr. 114,200,00, Jónas Hvannberg kr. 111,800,00. Þorhjörn Jóhannesson 101,500,00. Lárus G. Lúðvíksson 99,700,00. Bernharð Pedersen kr. 93,700,00. Hæstu félögin eru þessi: SÍS kr. 3,394,500,00. Olíufélagið kr. 2,997,000,00. Eimskipafélag íslands kr. 2,018,900,00. Olíuverzlun íslands kr. 1,320,600,00. Loftleiðir kr. 1,151,100,00. Skeljungur kr. 890,500,00, Sliþpurinn kr. 890,500,00. Júpiter h.f. kr. 756,800,00. Sláturfélag Suðurlands kr. 688,100,00. Kassagerð Reykjavíkur kr. 539,800,00. IFrá vigslunni FRÁ vígslu félagsheimil- isins á Hvolsvelli. Efri myndin sýnir heimilið að utan. Á neðri myndinni er Gylfi Þ. Gíslason, inenntamálaráðherra, að flytja ræðu. FÉLAGSHEIMILIÐ á Hvols velli, sem vígt var á laugar- dagskvöldið, er eitt myndarleg asta félagsheimili landsins, 615 fermetrar að stærð, með 135 ferm. aðalsal, 80 ferm. veitinga sal og jafn stóru leiksviði, auk eldhúss, íbúð húsvarðar og and dyriis. Húsið Ikcdtaði samtals 2,8 milljónir króna og miin V.era tiltölulega ódýrlasta fé- lagsheimilið, þar sem hver rúmmeter kostaði nálægt 800 krónum. Þegnskaparvinna við smíði hússins er metin á 290 Bílslys á brúð- kaupsferðalagi UM klukkan hálf fjögur í fyrradag varð harður bifreiða- árekstur á Þingvallaveginum skammt frá Kárastöðum. Rák- ust þar á tvær bifreiðar, Opel- bifreið og Ford-bifreið. í annarri þifreiðinni voru ung hjón, sem höfðu gift sig daginn áður, og voi’u að fara í eins konar brúðkaupsferðalag. Voru það Þorbergur Þorbergs- ton og Hildur Bjarnadóttir (Bjarna Guðmundssonar, blaða fulltrúa). Hildur skarst tölu- vert í andliti af glerbrotum. Hinni bifreiðinni ók Lúðvík Ziemsen, og voru kona hans og tvö börn með. Bæði börnin og konan skárust í andliti. Sjúkra- bifreið var kvödd á staðinn, og voru konurnar og börnin flutt á Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum þeirra. Áreksturinn varð með þeim hætti, að ungu hjónin voru á leið austur, en skammt frá Kárastöðum bilaði stýrisútbún- aður bifreiðarinnar, og rann þá bifreiðin inn á veginn. Mikil bílaröð var á undan og eftir bif reiðinni, og var ekið fremur hægt. Þegar bifreiðin rann út á veg inn kom Opel-bifreiðin, sem Lúðvík ók, á móti þeim. Gerð- ist þetta allt svo skyndilega, að ekki var nokkur möguleiki að hemla eða forða árekstri á nokkurn hátt. Bílarnir voru báðir óökufærir eftir árekstur- inn. þúsundir, en íbúar Hvolhrepps, sem einn stendur að húsinu, eru réttir 312, og er Hvolhrepp ur því með allra fámennustu hreppsfélögum sunnanlands. Húsið hefur verið sjö ár í spiíð um, bygging hófst árið 1953. Oddviti Hvolhrepps, Páll Björgvinsson, flutti vígslu- ræðu, lýsti húsinu og gaf því iheitið Hvoll. Hann gat um, að fyrsta samkomuhúsið á Hvols- velli hafi verið um skeið íbúð arhús Eimars Benediktssonar, skálds, síðan hafi ekki verið reist samkomuhús á staðnum fyrr en þetta félagsheimili. Yf irsmiður við smíðina hefur ver Framhald á 5. siðu. Alþýðuhlaðið — 23. ágúst 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.