Alþýðublaðið - 27.08.1960, Side 8

Alþýðublaðið - 27.08.1960, Side 8
boðin ÞAÐ er ekki ýkja skemmtilegt, að vera ung- ur í Norður-Vietnam, ef dæma má eftir fréttunum, sem berast þaðan. í lögum varðandi háskólaborgara í Viet-nam er þessi laga- grein í lagabálki er nefn- ist: „Sérstök fyrirmæli fyrir háskólafólk.“ „Öll ástasambönd há- skólastúdenta verða að fá viðurkenuingu hjá æð|;ta ráði flokksins. Engir mega hugsa til hjónabands inn- an þess aldurstakmarks, sem sett er, — en það er 24 ár fyrir konur, 28 ár fyrir karla.“ Stúdentarnir kvarta undan þessu og krefjast þess að hafa umráð yfir eigin tilfinningum og fá að verða ástfangnir í hverjum, sem þeim sýnist. Reglurnar eru sérstaklega strangar fyrir þá, sem eru meðlimir kommúnista- flokksins. Þeir verða að sækja um leyfi til mennta málaráðuneytisins til að verða ástfangnir. KARLMENN eru skrýtnar skepnur: Þeir hvetja til hjónabands, en svo vilja þeir strax losna úr því aftur. MARGAR skær.ustu stjörnur á himni kvikmyndanna, þær sem nú baða sig í skini frægðarinnar hafa gleymt þeim sem í upphafi .,,uppgötvuðu“ þær og hjálpuðu þeim. á hinni erfiðu leið lil heimsfrægðar. Ljósmyndarar hafa í þessum efnum oftast orðið varir við vanþakklæti ver- aldarinnar. Én ítalski Ijósmyndarinn, Antonie Serafini, hefur fundið affferð, sem í senn er bæffi áhrifamikil og hentug — og minnir fólk á ákaflega hljóðlátan en mcin- legan hátt á tilveru hans og þátt hans í frægff hinna miklu persóna. Ef honum finnst stórmennin of gleymin, — hefnir hann sín grimmilega, — — hann getur tekiff hræffileg- ustu myndir af þeim ,sem hugsast getur Hér sjáiff þið árangurinn, — vinstra megin er hrífandi mynd af kvik- myndadísinni Gaby Andree, — en til hægri mynd af sömu dís, — eftir að Serafini hefur tekið ljósmyndafilmuna til meffferðar í myrkrakompu sinni. GLÆFRALEGASTA bak vikunnar er án efa bak fransk-japönsku kvik- myndadísarinnar, Yoko Tani. Hún mætti í þessum kjól í London á dögunum, þegar hún var kynnt fyrir hertoganum af Edinborg, hertogayr.junni af Kent og Alexöndru, prinsessu af Kent. Hertoginn, sem ann- ars gætir þess vel, að horfa aðeins dj úpt í augu kvenna sem kynntar eru fyrir hon- um, á að hafa orðið kynd- ugur á svipinn, og lætur hann sér þó víst fæst fyrir brjósti brenna. & JAAAAA. .. ! „ . . • mjög dýrsleg, mjög samvizkulaus, — en töfrandi.. “ g 27. ágúst 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.