Alþýðublaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 9
Marilyn Monroe voru veitt heiðursverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmynd- inni, Sumir vilja hafa það heitt. Marilyn var ennfrem ur kjörin glæsilegasta kona kvöldsins og til viðbótar voru henni vei’tt verðlaun fyrir beztu setningu kvölds ins. Og hin gullvæga setn- ing var þessi: — Eg hefi lokið fyrsta bindi ævisögu minnar. Það á að heita: Þegar ég var hvítvoðungur. LA SCALA í Milano er frægasta ópera í heimi og gestir hennar hafa sannar- lega vit á óperulist. Þar þekkist ekki- nema hið bezta, sem heimurfnn hefur upp á að bjóða í óperuf'-utn- ingi- —Undanfarnar vik- ur hafa áhorfendur þar klappað hinni bandarísku Carmen lof í lófa, en hún hefur hrifið alla með mez- zo-sópran rödd sinni og þéttum líkamsvexti. Hún hefur sveiflað svartsokka klæddum fótum sínum og mjöðmum þannig, að ekki er að furða, þótt Don Jo- sé segi á einu stað: „Þetta er of mikið fyrir blóðheit- an Sikileyjarbúa eins og mig.“ Þessi þokkafulla Carmen hét upphaflega Gussie Si- et, dóttir rússnesks söðla- smiðs, sem fluttist til Bandaríkjanna. Hún tók sér síðar nafnið Gloria La- ne, er hun hætti að vera vélritunarstúlka í New Jersey og hóf að leggja stund á óperusöng án þess þó að hafa nokkra æf- ingu í slíku. Hin ágæta rödd hennar varð til þess, að hún hlaut lítið hlutverk í óperu Menottis, The Con sul. Síðan gerðist hún starfsmaður hjá City Cen- ter Opera í New York og hóf að læra hin klassísku óperuhlutverk. En það var Carmen, sem gerði Gloria Lane fræga. Gagnrýnandi í Sán Fransisco kallaði hana „mjög dýrslega, mjög samvizkulausa, — en töfr- andi. Hin kattmjúka tign hennar gerir Carmen í höndum hennar að mest töfrandi persónu, sem sézt hefur.“ Og Carmen er eina hiut- verkið, sem hún á að syngja í Scala þetta árið. Gloria býr nú í Róm ásamt manni sínum, hljómsveitar stjóranum Samuel Krach- malnik, og eiga þau tvö börn. í haust fer hún til Covent Garden í London og síðar í vetur til Barce- lona. Eftir að hafa kynnzt öllum helztu óperuhúsum heimsins, segir Gloria, að Scala sé erfiðasta húsið. ,,Maður þyrfti helzt að hafa mótorhjól til þess að ferðast um sviðið.“ aiH SAGT var, að ,,öll Holly- wood“ hefði verið við- stödd, þegar gull-hnattar- verðlaunin voru afhent. — Ef það er satt, hefur verið þarna talsverður slumpur stjarna — eða að minnsta kosti þúsund og ein kvik- myndadís. JANE Mansfield hélt fyndnustu ræðu kvöldsins, en það sem öllum þótti þó allra bezt, var að Debbie Reynolds kom til hátíðar- innar í fylgd Glenn Ford, og þau viku ekki hvort frá öðru allt kvöldið. Velviljað fólk er nú orð- ið mjög uggandi um fram- tíð vesalings Debbiear, sem svikin var af eiginmanni sínum fyrir ári síðan, — og margir halda því fram, :— að hún vcrði bara að fara að gifta sig. Enska leikkonan Vivien Leigh hefur fengið tilboð um að taka að sér hlutverk argentísku einræðisherra- frúarinnar Evu Peron í sjónvarpsleikriti í Ame- ríku. Gloria æfir sig á sviðshreyfingum heima hjá sér. æfir oft aríurnar í haðkerinu. Hun m I Flatboínaðir Kvenskór nýkomnir J Fatíma er tízkan 1960 Aðalstræti 8 . Laugavegi 20 . Snorrabraut 38 Nytt JVýtt Nýjustu og ódýrustu ávextina Ferskjur kr. 43,00 pr. kg. — Perar kr. 23,00 pr. kg, og svört Vínber kr. 90,00 pr. kg. fáið þér í Fiugsöluoni Fiugsölunoi Hringbraut 121 Laugavegi 78 FIugsöíunoÉ í Nesti Fossvogi og Suðurlandsbraut F yrirliggjandi: Birkikrossviður 3—4—5 m.m. Þilplötur (maosonet) 4x8 og 4x9 fet Gólfborð 1)4x5“ og 1x5 Bankok — Teak 2x5 og 2x6 ASSArátiburðaskrár Unpasta-undirlagskítti Saumur, galv. Væntanlegt: Gaboon 12—16—19—22 m.m. Tréiðjan h.f. Ytri-Njarðvík — Sími 1680. Opna lœkningastofu Mánudaginn 29. ágúst að Klapparstíg 25, 3 hæð (gengið inn frá Hverfisgötu). Viðtals- beiðnir má panta daglega í síma frá 9 f. h. til 6 e. h., nema laugardaga frá 9—12 f. h. Símar: 10269, 15459, 15989, 19767. Heimasími: 14933. Ragnar Karlsson„ iæknir Sérgrein: Tauga- og geðsjúkd. Alþýðublaðið ■— 27. ágúst 1960 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.