Lýður - 05.11.1888, Blaðsíða 3

Lýður - 05.11.1888, Blaðsíða 3
15 — ræknin, sem kom Englendingum af stað, sælti alla flokka og deilur, og fyllti alla volduga og vesæla, og hverrar trú- ar sem voru, ósigranda vígmóði og skörungskap. 1. S p á n n o g E n g I a n d. Meðal óvina Englands var Eilippus II. á Spáni hinn langríkasti ogheiptúðugasti. Hann hafði verið kvongaður Maríu hinni grimmu, svstur Elisabetar, og taldi jafnvel ætt sína til Jálvarðar liins III. þóttist því eiga tilkall til ríkis á Engl. En í hans brjósti var páfatrúin aðalsökin, því, eins og kunnugt er, var hanu steinblindur af trúarakefð. Hvervetna um riki sitt lét hann Rannsóknardóminn (I n q u i s i t i ó n i n a) of- sækja menn, fella og skelfa, fjölra og pína og á báli brenna, og daglega skáru eyru Englendinga hinar miklu ofsóknarsögur frá Niðurlöndunum, ftalíu og úr Ameríku, eigi siður en frá Spáni. J>essi dómur var liahs önnur hönd og augasleinn. þó vildi hann fyrst treysta á allan þann herafla á sjó og landi, er hann átti kost á, skyldi hann ryðja veginn og vinna vcldi Elisahetar að fullu í fyrstu atlögu. en fólkið scm eptir stæði, skyldu brennudómarnir buga. Hann hafði lengi f.yrii- búizt og skyldi nú skríða til skarar, skorti nú og ekkert, það er hafa þurfti. því verður varla með orðum lýst, hve ójafnt hin tvö óvinaríki stóðu þá að vígi. Floti Spánverja hafði sigrað Tyrki (við Lepanto 1577) og réð síðan yíir öllum höfum. Greifinn af Santa Cruz var höfðingi yflr llotanum og þótti enginn hans jafningi. Galeiður Filupusar fóru um öll heimsins böf, og faérðu hoiium lieim gull og gróða. Svo segja enskir menn,að þá.væri Eugland margfallt fáuienn- ara land en nú með milli 5 og 6 milíónir íbúa (nú nál. 30 mil,); fjárhágur ríkisins ei'fiður mjög, en herflotinn lítill. Skotland var ríki sér í þann tíma, og írland afskiptalaust af þessum ófriði. í öðrum álfum áltu Englendingar þá nýlenduna Vir- giníu og enga aðra. Og enga baudamerin áttu þeír nema Hollendinga eina, cn þá voru þeir einmitt að losast við hinn spánska harðstjóra eptir hið langa og blóðuga frelsis^trið. Prótestantarnir á þýzkalandi lélu um þær mundir lítið til sín taka, og á Frakklandi höfðu þe.ir lifið í höudunum. Belg- ar böfðu uppgeíist fyrir Spánverjum og páfanum. Hinum slæga Sixlari fimmta þótti sýnn sigurinn i öllum megin löndum álfunnar. því var eigi að undra að Filippus þæltist þegar að óreyndu hafa England í liendi sér, 2. V i ð b ú n a ð u r b e g g j a I a n d a. Hin stjórnkæna droltning og ráðgjafar hennar sáu glög- lega bina miklú ófæru, er fyrir dyrum vofði. Voru jal’nan ráðstefuur haldnar, en. eigi hrapað að neinu. Helzti ráð- snillingur drottningar var W a 11 e r R a 1 e i gJi. Hamr gaf sama ráð Englendingum og jpemistokles forðuui gaf Grikkj- utn, að land og lýð skyldi vérja með herskipum, Og þegai' er það ráð var samþykkt, var tekið til starfa, enda málti þá og eigi lengur svo búið standa. Voru nú saman kallaðir allir hinir mestu sægarpar Iandsins og vorú sumir þeirra rauðir vikingar, frægir fyrir hernað og slórvirki fyrir veslan haf. ðjafnkenn dastir voru þeir Martin Erohi s h e r, er kannað hafði fyrstur manna hin köldu norðurhöf; þá Jólui Hawkins, sá er eldað hafði grált silfur við Portujjalsmcnn í 20 ár, einkum víkinga er rændu Svertingjum, önda rænt þeim og selt þá sjálfnr. Fékk hauú nú þarfari og beti'i slarfa. jpriðji var hinn nafnkunni Frans Drake (dreki), liinn frægasti allra farmanna um þær mundir. Hafði hann hæði siglt kringum jörðina og barið Spánverja og Portúgals- menn i ótal atlögum, stóð af lionum hinn mesti geigur. Við nýár 1588 þötti fremur horfa til fri'ðar'. Mættu sendiménn Engla og Spánverja á sættafundi að Ostenda. Brátt koin þó upp að fundurinn vai' aí yfirvarpi gjörður, enda varð eigi af sáttum. Beyndu hvorir um sig að fá Frakka til fylgis, en þess var engi koslur sakir ófriðar í því landi. í maímánuði spurðist að íloti Spánar væri allut' samau kom- inn fyrir mynni Tagusfljótsins, fylgdi það með að svo væri hánnmikilíög glæsilegur að eigi yröi með orðum lýst. Kallaði Filippus hann sigurflota sinn, eöa ,,-hinn ósigranda", heíir og það nafn við hann fest sig siðan. |>á andaðist Santa Cruz, og var fráfall hans hið fyrsta óhapp Spánverja. Sá er tók við stjórn flotans hét Medina S i d o n i a , rikur höfðingi, en í flesta slaði eptirbátur hins, er frá var fallinn. í flota (armada) Spanverja voru 139 herskip, en kaupför og byrðingar að auki. Flotinn bar nál. 60 þúsund smálesta. Skyldi liann og flytja landher eigi síður en sjó- lið. Skyldi nú sigla beina le'ið, leggja beint uppí Temps- ármynni og skjóta landliernum þar þegar á land öðruhvorn megin. Auk 20 þúsunda landhei’s, sem með flotanum var sendur, stóðu 30 þúsundír oinvalaliðs í Flandri til taks undir forustu hertogans af Parma. Atti flotinn á leið sinni að leggja að við borgirnar Dunkirk og Nieuport bg taka þar herinn. Höfðu menn grafið sýki mikil innanúr landi, svo korna mætti liðinn og farangri þess á dragskút- um til sjávar. Búnaðnr og birgðir fiotans var cins og bezt mátti kjósa: skorti þar ekki vistir né púður né neitt er til hernaðar heyrir á sjó og landi J>ar voru og brýr og bát- ar, kerrur, stigar og vígvélar, eykir, asnar og múlar. Eigi heldur skorti þar skrín, líkneskjur eða aðra helga dóma; þar voru kapellur og ölturn, róðukrossar og vígðir fáuar. Áður en flotiuu létti akkerum sungu prestar yfir hon- um og blessuðu hann í nafni allra dýrðlinga. Ejöldi klerka og inunka fylgdi leiðangrinum og þar með höfðingjar llannsóknarréttarins sjálfs með mildu föruneyti. Nú er að segja frá Englendingum. Filippus hafði því lengi treyst,- að hann og páfinn ættú marga vini á Eng- íandi, mundi því þjóðin bfatt verða sundurþylck, ef til ó- friðar kæmi, og öll sér óðara í greipar ganga. J>etta fór á annan veg. Oðara en herör var skorin upp, lfljópu upp allir vopnfærir menn og buðu sína þjónustu. Yar sem allir liefðn eina trú og einn vilja; margir kaþólskir höfðingjar og aðrir, sein voru í missætti við stjórnina, buðu lið sitt eða herklæddust óboðnir. H o w a r d lávarður, kaþólskur maður, var kjörinn höfðingi fyrir fíotanum. Hófst nú fyrirbúnaðurinn, eins og fyr cr sagt. Skot- virki voru gjörð um endilanga Tempsárbakka, lið beggja vegna samandregið og sett til Varnar, fiotabrýr liafðar til taks á fljótinu. Eloti ríkisins stóð albúinn. Yoru það 35 skip er báru 12 þúsund. smálestir — (hér um bil af íarmi þeim, sem Austri hinn mikli ber nú einn). En skjótt.óx og magnaðist lið þetta fyrir frjálsar framlögur einstakra borga og ríkismanna. Allir urðu og vel við áskorun drottiiingar. Hún bað Lnndúnamenn um 15 skip og 5 þús. menn, en þeir sendu 30 skip og 20 þús. röskra manna. Að lokum voru sainan komin 191 herskip, er til samans báru 32 þús. smálesta og höfðu 17,472 menn. (Framhald næst). FjaHkonan á forundrunarstóli. Einn segir þú sért; ástardís; annar, að þú sért Paradís ; þriðji, áð þú sért karlæg kerling, kennd við margskonar eymd og hrelling. Fjórði segir þú sitjir öfugt, í suðrið snúi þín brjóst og kviður, en fætur og hendur norður og niður. Sá fimmti segir þn soflr höfugt. Einu segir sólin sé allfcaf að kyssa þig; annár, að hafísinn vilji ekki missa þig. Einn segir þú sért guðunum gipt, með gulllegan fald móti liimni lypt; annar frá sínum sjónarhvoli segir þú sért eins og J>orgeirsboli, Og enn segir einn þú sért yndis-fögur, en annar að þú sert ljót og mögur;

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.