Lýður - 05.11.1888, Blaðsíða 2

Lýður - 05.11.1888, Blaðsíða 2
— ií ingar, jafnvel heilir flokkar manna, eru réttindalausir í sum- um málum, sem peir í raun réttri eiga jafnan hlut í og peir er ráöin hafa. Einkuin skal eg leyfa mér að vekja athygli á pví, að Vinnumenn eru ekki látnir taka pátt i sveitastjórn, eða hafa eigi léyfi til að velja menn í hreppa- og sýslunefndir, pó þeir séu allviða skyldaðir til að greiða gjöld til sveitanna. J>ar sem það er venja, að leggja útsvör á vinnumenn. ættu þeir að sjálfsögðu að hafa jafnrétti við búendur í sveitamálum. |>etta sama mun eiga sér stað í kaupstöðum landsins, að minnsta kosti á Akureyri, og kernur þar einkum fram við suma verzlunarsveina. þar er siður að setja þeim flestum útsvör til hinna svo nefndu bæjarþarfa, og sumum. allrífleg, en engan rétt hafa þó sumir þeirra tii kosningar eða kjör- gengis í bæjarstjórn: |>ó er svo kátlega aðfatið, að sumir eru látnir fá bannen sumirekki, þó sömu atvinnu hafi og greiði svipaða upphæð til bæjarþarfa; er því einsætt að liér á sér stað ójöfnuður, sem ekki ætti að þolust, þó ekki sé um rétt- indarán margra að ræða. J>að er hægt að sjá á hvað háu stigi frelsið eða jafnréttið er á Akureyri á því, að einn verzl- unarsveinn þar, sem i ár hefir greitt V150 öllum aukaút- svörum bæjarins, fær ekki að kjósa í bæjarstjórn, þó ýmsir aðrir bæjarmenn fái það, seni greiða 2/s minna út- svar, og er hann þó fyrir löngu kominn yíir lögaldur. Skyldi ekki verða sungið í sumum hinum fagurrauðu .frelsisblöðum vorum, væri land vort neytt til að greiða svo og svo mikið fé til ríkisþarfa, rétt eins og dönsku stjórninni þóknaðist að leggja á oss það og það árið, en landsmehn fengju svo ekkert atkvæði um, livernig farið væri meö fé þetta. Fyrir það l'æru Dahir þó ekki ver með íslendinga, en hér er farið með suma einstaklinga. .Sé löggjöf vor því til fyrirstöðu að vinnumenn, verzlunarsveinar og ’aðrir, sem kallaðir eru ððruin háðir, fái atkvæðisrétt í sveitamálum, þegar þeir eru látnir greiða fé til sveitarþarfa, ætti að breyta henni í þrí efni, og það sem fytst. Hver maður, sem fulltíða er orðinn og getur séð fyrir sér og sínum, er þó að lögum frjáls 'maður og einliis þræll, og það ætti að vera úrelt vitleysa, að menn, sem vinna fyrir kaupi, t. d. vinnumenn, sjeu eigi fullkomlega frjálsir menn í sveita- og alsherjarmálum vorum. Eða er t. d. vinnumaðúrinn háðari sínum húsbónda en verzlunar- stjórinn verzlunareigandanum, pósturinn póststjórninni, prest- urinn kirkjustjórninni og sínum söfnuði, skólakennarinn skóla- stjórninní? |>ó dettur víst engum í liug að svipta þessa menn réttindúm sinum. J>egar sveitargjöld eru lögð á ómynd'uga menn, eins og átt hefir sér stað á Akureyri, ættu þeir um leið að iá rétt til að velja í sveitarstjórnina, en yfir höfuð held eg heppi- legra væri, að vera ekki að leggja útsvör á drengi. b: Fiskiveiðasainþjikt. Sýslunefndirnar í Evjatjarðarsýslu og Suðurþingeyjar- sýslu hafa raeð lögákveöirmi hlutdeild bæjarstjórnarinnar á Akureyri, samkvæmt lögum 14. desemher 1877, um ýmisleg atriði er snerta iiskiveiðar á opnum skipum, og lögum 4 des- ember 1886. um breyting áfyrnefndumlögum gjört eptirlylgjandi S A MJ> Y..K K T um fiskiveiðar á opnum skipunr á sjávarsvæðinu milli sýslu- takmarka Eyjafjarðarsýslu að vestan og Gjögratáar í Jpingeyj- arsýslu, % milu ú’á landi. 1. gr. Enginn, sem stundar fiskjveiðar á opnum skipum á svæði því, sem samþykkt þessi næv yfir, má á neinum árs- tima láta fiskilóðir eða línur liggju 1 sjó, um nætur frá því kl. 10 að kveldi til þess kl. er 3 morguninn eptir, 2. gr. Ehginn má á tínubilrnu frá 14. nóvember til 14 april, að báðum dögum meðtöldum, leggja fiskilinur í sjó iunst á Eyjafirði, fvrir innan beina stefnu úr yzta Glerárós að v-'st in og að Geidingsánni að austm. 3. gr; Enginn má á neúium árstíma slægja eða afhöfða nökkra fiskitegund, eða lcasta í sjó slógi og höfðum á sjáv- arsvæði því, er samþykkt þessi nær til. 4. gr. Enginn nrá á timabilinu frá 1.—30. npril, að báðum þeim dögum meðtöldum, hafa nýja eða ósaltaða sild, silung, sili, kolkrabba eða skelfisk til beitu á fiskilóðir á fyr- nefndu sjávarsvæði: en síld sem legið hefir í salti minnst 14 daga má nota til beitu á nefndu svæði. 5. gr. Brot gegn samþykkf þessari varðar sektum frá 10 200 krónur eptir málavöxtum, og eptir því,- hvort brot- ið er í fyista sinni eða það er ítrekaðj nema brotið sé svo ' lagað að méiri sektir liggi við eptir öðrum lögnm. 6. gr. Til þess að sjá nm að þessari samþykkt verði ■ Idýtt, kjósa blutuðeigandi sveitarstjórnir og bæjarstjórnin á Akureyri á hvers árs hreppaþingum, gegn hælilegri þókn- un, svo marga gæzlumenn er þurfa þykir. Gæzlumenn þess- ir skulu hafa hver sitt ákveðið svæði til umsjónar, og ber þe’.m að kæra tafarlaust fyrir hreppstjóra eða lögreglustjóra brot, eða grunsemdir um brot, sem kunna að eiga sér stað gegn samþykkt þessari 7. gr. Ollum sektum, sem tilfaila eptir sampykkt þess- ari, skal skipt í tvo jaina hluti, og falli annar helmingurí fátækrasjóð, en liinn til uppljóstavmanns. Samþykkt þessi er hjer með staðfest af undirskrifuðum amtmanni til að öðlast gildi 1. októb r 1888, og kunngjör- ist öllum hlutaðeigenduui til eptirbreytni. Isíands norður- og austúramt 15. dag júním. 1888. J. Havsteen. Sigur Englendinga yfir Spánverjum 1598. í stimar sem leið bafa Englendingar haldið tvöfalda sig- urliátíð um ailt land, og í öllum ktrkjum og frá ótal ræðu- pöllum liins enska heims í ölium heimsins álfum liafa enskir keiinimenn og skörungar lesið frægðarsögu þjóðar sinnar og geiið guðlegri forsjón dýrðina fyrir frelsi hennar og varð- veizlt á liinum fornu, vondu dögum. Atlu þeir hæði að minn- ast burtrcksturs hins síðasta Stúarts, Jakobs II., 1688, og um leið uppgangs þjóðarinnar til fulls og alls, sem stór- veldis með fullu þingræði, og í annan stað, og einkum, hins dásamlcga og stórfræga sigurs feðra þcirra yfir voða- manrtinum Filippus, hinum illa og ríka Spánarkonungi, eða fiola haus, árið 1588. Allt frá þeirri tíð að Porngrikkir unnu Péi’sa óg hurgu frelsi og þjóðmenning hins gamla griska og rómverska heims, lielir engin sjóorusta verið háð við meiri liðsmun og sigurfrægð, svo og sögulegri sakir aíleiðingann.i en þessi hinn mikli og minnisstæði styr. Er sá atburður svo merkilegur og mikilsvarðandi fyrir alla menn, sem atula og sál liafa, og sérslaklega fyrir þær þjóðir, sem telja sig í ætl við Englendinga og sem sviplíka menntun og trúarbrögð hafaj að oss þykir vel við eiga að prenta í blaði þessu stutta en greinilega sögu þessa viðburðar, samda eptir frásögu cnskra sagnameistara. Arið 1538 þótli sem England stæði í meiri voða en nokkru sinni áður. Öll þau 30 ár, sem Elisabet droilning liafði þá verið að völdum, hafði páfinn í Róm setið á sífeld- um svikráðum við England lil þess að ná þar aptur kirkju- legu forræði, og öll ríki Norðurálfunnar, er honum fylgdu, voru þvi svarnir óvinir landsins. þar til kom, að nálega liálf pjóðin, og þar með fjöldi höfðingja, var enn þá páfalrúar annaðhvort opinbert eða lcynilega, enda fylgdu hinir kcnn- íngum siðabótarinnar fremur t orði kveðnu en ineð lullri sannfæringu. Helzlu trúmenn landsins — hinir svo nefndu Púritanar — voru i engum meturn og fóru huldu höfði, svo að eigi hefði stoöað að kveðja menn til landvárnar sök- um trúarinnar eingöngu, cnda þótt einnig trúarhvötin þá væri að vakna eða vaknaði einmitt þá í ótal triörgti brjósti, og það með nýju og óstöðvanda alli. En það var þjóð-

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.