Lýður - 05.11.1888, Blaðsíða 1
25 arkir af blaðinu kosta 2 kr., erlendis
2,50kr.Borgist fyrirframtil útsölumanna.
Auglýsingar teknar fyrir 2 aura hvert
orð, 15 stafir frekast, affeitu letriðau.,
en stóru letvi 5 au.; borgist fyrirfram.
L ÝÐ U R
ttltgjörðir, frjettir og auglýsingaf
sendist ritstjóranum.
Aðalútsölumenn: Árni Pétursson
og Björn Jónsson á Oddeyri.
4. blað.
Akureyri 5. nóvember 1888.
1. ár.
Y í i r 1 f s i n g.
|>areð ég úr öllum áttum heyri því dróttað að mér, að
eg sé höfundur kvæðisins um ísland, sem ritstjórn blaðsins
„Jjögbei'gis" hefir nafnlaust prentað, og sem vakið hefir ekki
lítið hneyksli hér á landi, finn ég skyldu mína, að yfirlýsa
því, aðkvæðiþettaer ortaf mér. En jafnframt í
ég hef enga heimild gefið lil þess
p r e n t a ð, sízt á þanu lútt, sem
annan stað votta ég, að
að kvæði þelta y r ð i
gjórt hefir verið.
Kvæðið er þannig tilkomið, að á síðastl. vori samdi ég
nokkur alriði úr leik. er ég kallaði: „Idealista og Rea-
lista", og fór þar fram sókn og vörn um hin helztu lífs-
spursmál, er nú eru á dagskrá, svo sem: trú og vantrú, frjáls-
lyndi og ófrjálslyndi, ísland og Ameríka. Leikurinn er að
vísu ekki hálfsaminn enn, en senur af lionum eru til, og
fáeinir kveðlingar. Einn þeirra kveðlinga var nú eiumittþetta
Lögbergskvæði, og anuað hiti kvæðið með sama brag, sem
prentað er í 1. tbl. „Lýðs". þólt ég sé nú höf. beggja
kvæðanna, læt ég (í leiknum) gagnstæðsr persónur yrkja þau
og kveða.
Að svo mæltu skal óg hvorki afsaka sjálfan mig né
kvæðið, en skora vil ég á hvern einastamann, sem eitthvað
þykist þekkja kveðskap minn, anda og innræti, að bera því
vilni, hvort mér muni vera eiginlegt að yrkja nið um land
vorl eða pjóö, þegar egyrki ísjálfs min nafni. En eigi eg
óvildar- eða öfundarmenn nokkra, læt eg þá ráða dómum
sínum, en eg mun ráða kveðskap mínum.
Matth. Jochumsson.
Gestur Pálsson : í>rjár sögur. Rvk. 1888.
|>essar nýju smásögur höf. eru að mörgu leyti hinar
bezt sömdu, sem ritaðar hafa verið á voru máli — máske þær
fyrstu, sem lítið eða ekkert vanvaningsbragð er af. Eyrsta
sagan „Grimur kaupmaður", er rýrust, enda mun hún vera
sniðin eptir persónulegri fyrirmynd. Slíkt er ætíð kallað
ísjárvert; persónan, sem nienn vilja lýsa, ruglar
opt meira fyrir þeini, sem semur, en hún hjálpar eða
lánar. Grímur er óskiljanlegur nyrfill, og úr því að
hann var ekki gjörður verri i heild sinni eða rót,
koma ærutaugir hans of lítið fram; hann verður of leiðin-
legur, fyrirlitlegur, hraklegur. Hans innri maður skilst
ekki nándarnærri nógu vel, og hans samvizkubit er ekki
grundvallað vel eða rökstutt — úr því hann er blind-rugl-
aður í öllu trúarlegu. Aptur eru mótsettningarnar, Markús
og Maria, göðar persónur, og það eru þær, sem bera upp
söguna og gefa henni gildi — það sem þær ná. Til-
bugalífið er aptur prýðilega vel samin skáldsaga, og allar
persónurnar skemmtilegar og sjálfum sér samkvæmar. Sam-
setning sögunnar er föst og vel hugsuð, framsetning, orða-
l»8i náttúru- og sálarlýsingar, — allt þetta í bezta lagi.
„Gamli forvarður" er þó einna beztur, og honum er að
dáanlega komið fyrir i sögunni —„þessu gamlaguðsbarni",
sem þrisvar stelm- að gamni sinu, meðan hinn amlóðinn
stelur kaaíubelgnum ser til lifs, og fellur á fyrsta bragði.
V o r d r a u m u r i n n er þó, ef til vill, saminn með
niestri iþrótt og gáfu. 1 þeirri sögu hefir höfundurinn,
nálega fyrstur manna hjá oss, sýnt þá list, að opna brjóst
manna, eða að mála með orðum hið innra lif, skap og á-
striður manna, svo það er meira en frásag*, svo áð lif og
sé í. iteyndar eru viðskipti Önnu og hins unga prests-
efnis ekki sem eðlilegust, sízt eptir voru þjóðerni ogskaps
eðli, en allt kemur mæta vel heim í sjálfu sér, og lif og
lipurð, fjör og fegurð, er i allri frásögninni.
|>að eina, sem er verulega athugavert við þessar sögur
allar, en sérstaklega hina síðustu, er lífsskoðun sú, sem
leynir ser ekki. Höf hefir ótrú á öllu trúarlegu, einkum
þó sjálfsagt vana-trúnni, vana-kirkjn- og kristindóms lífi,
enda mun ýmsum eldri mönnum þykja sem í sögum þess-
um ómi holdsins evangelium, rett eins og hjá öðrum réal-
istum vorra tíma Eu dæmum höfund þenna varlega.
Sannleikurinn hefir margar hliðar. Her er helzta spurn-
ingin þessi: hefir höfundurinn sýnt s í n a hlið sannleikans
rett, og svo röksamlega og fallega eins og listafræðin
heimtar ? J>að er ætlun vor, og að svo miklu leyti er hann
án saka. . Hugsun hans mun hafa verið sd, að sýna með
lifandi litum, að í athöfnum manna, jafnvel góðra og gam-
alla guðsbarna, eru það hagsmunirnir, sem látnir eruráða,
þó svo sé látið, sem menn uppfylli allt réttlæti. |>annig
kemur hinn gamli kennimaður fram (í Vordraumnum) Haain
er mesti heiðursmaður að allra rómi, enda sjálfsagt i
sjálfs sín augum líka, en breytni hans er þó á engum öðrum
grundvelli byggð en hagsýninnar. Hvort höf. ætlar að allir
kristnir menn farí,- einungis eptir hans siðareglu, ellegar
að þessi prestur eigi einungís að sýna spilltan aldarhátt
það viljum vér ekki dæma um, en vel, og enda ofvel hefir
honum tekist að gjöra hina fögru sýslumannsekkju útgengi-
leg í augum almennings, þrátt fyrir það að hún ekki ein-
ungis afdráttarlaust fylgir hagnaðarreglunni (eins og prest-
urinn), heldur og hinum nrju lögum „hins frjálsa þanka" og
óbundnu ásta. En hvað uni það, sagan er snildarvel samin,
og móralinn má að miklu leyti forsvara. J>ar sem lögum
trúar og siðgæðis er ekki hlýtt nema að yfirvarpi, og þar sem
einn segist hlýða Krists lögmáli, en beygir þó með „heim-
inum" hné fyrir Baal, þar er hart að vera dómfelldur og
drómabundinn eingöngu eða mest fyrir þá sök, að maður
kýs heldur holdlega hreinskilni, enga trú og ekkert tiðsk-
unnar siðgæði, en að hræsna hvorttveggja og fá að launum
grið og góða daga. En það veika hjá mörgum hinna yngri
höfunda er þó þessi hlutdrægni eða hleypidómar gagnvart
mörgu löghelguðu, sem í sjálfu sér og að upprunanum til
er gott og gilt. |>að eru til prinsíp, sem allar listareglur
eiga að lúta; eða réttara að segja, samþýðast við, og eng-
inn sannur listamaður má nokkru sinni gleyma því, að hið
hæsta, sem skynsemi mannsins þekkir, eru allsherjar frum-
sanndi trúar, skyldu og siðgæðis; — án þeirra er engin
algild list til né skáldskapur, og allt hátignarlegt og stórt)
allt t r a g i s t, allt aðdáunarvert, brífandi og upplyptandi,
hverfur með hinu trúar- og siðgæðisiega stóra úr lífinu eða
sögunni, og ekkert verður eptir nema náttúran, óviðráðan-
leg og tilgangslaus, og — vér sjálfir = hégómi, dupt og
aska.
Að endingu viljum vér skjóta því að hinum gáfaða
höfuudi, sém ritar svo smellið og lípurt mál, að viðbafa í
næstu sögum sínum ofurlitið sjaldnar en hanu iitjfir hingað-
til gjört, atviksorðin (eða nöfnin) „ofboð" og „skelfing", þvi
þau eru o f b o ð óviðfeldin og skelfing af káraleg.
list
(Aðsent grein).
fessi árin er mikið talað um réttindaleysi og ófrelsi það
er hin íslenzka pjóði heild sinui eigi við að búa, en það er minna
minnst á, þó því frelsi, sem vér höfum, sé í sumum greinum
ekki sem jaíhast skipt niður inilli hinna einstöku þjóðiélaga;
og mjög lítið er gjört til að bæta úr því, margir að einstakl-