Lýður - 21.05.1889, Blaðsíða 3

Lýður - 21.05.1889, Blaðsíða 3
67 - allsherjnr nauðsyn, hófssemi í nautn áfengra drykkja? Bein- ast að vorri ætlan liggur við, að vér hœkkum, ef þörf þykir, víntollinn. Annað mætti og banna með lögum, og það er innfærsla og sala illra og svikinna drykkja. Næst ofnautn- inni sjálfri hafa illir og falsaðir drykkir, sálgað llestum sálum á þessu landi, og er slíkt því sorglegra sein „blessuð hress- iugin“ heíir á hinn bóginn ótölulegum sinnum reynzt liugg- un og heilsu lyf hrelldra og hrakinna manna á voru harða landi! Um allt, jafnvel óhófið, eiga menn helzt með hófi að dæma — annars er apturkastið óðara fyrir dyruin. Eitt ó- liófið eltir annað i heimi þessum, þess vegua þurfa menn að temja sér hóf I öllu, ella er ekki sjálft bindindið full- tryggt. Að öðruleyti felurn vér framfaramönnunuin u n g u þetta mál. Hin mikla lögun, sein komin er á hinn skaðlega og skammarlaga drykkjuskap hér á landi, er mest að þakka ungmennuin landsins, og það spáir máli þessu beztum árangri. þyki öllum þorra íslenzkra unglinga skömm að því að sjást vera drukknir, heiintuni vér ekki betru bindindi á þessu laudi. K v e ð j a til söngflokksins á Svalbarðsströnd frá söngkennara þess: Baldvin Bergvinssyni. Yið höfum sungið saman Og syngjum enn í dag — En vegir verða’ að skilja Og veikjast gleðilag, jpvi tíminn takmark setur, Og tárið lifa skal, Hver sína gengur götu I gegnum lífsins dal. Oss þykir þungt að skilja — Og það er líka rétt — Er vildum vinna saman Svo verkið yrði létt. En þegar blíðan brosti Og blómgun að eins sást: J>á veiktist vinnu kraptur l Og vonin fagra brást. En — ef þið verk mitt virðið Og vilja — sem var hreinn — þá syng í ininning mína þú, mær, og ungi sveinn! f>á söngsins bergmál blíða Mér berzt í eyra’ á ný Erá ykkar töfra tónum, Eg tel mér laun í því. Svo — gjörið framtíð fagra Með friðum mennta söng — f>vi hann inun stytta stundu Og stríð, ef tið finnst löng. Og livað er fegra’ að finna En fagurt söngsins mál? Og hvað má betur bæta Vort böl og sorg og tál? Nú kveð ég söngsins sálir, Er suugu þannig með! Og glöddu luig og lijarta Og hresstu sorgfullt geð; Og mín er óskin einlæg Að ykkur líði vel, Og njótið gleði’ og gæfu í gegnum lif og hel! Eg þakka ykkur öllum f>á ánægjunnarstund, Er þið með góðu geði Minn gengu’ á skemmti fund! Og nú i siðsta sinni Við syngjum þessi ljóð, Og söngsins hreifum hörpu — Ó, lieill þér, unga þjöð! Séra Oddur V. G'skuon á þakkir og sóma skilið fyrir hans störulegu framgöngu og kapp í bjargráðamáli sjómanna. J>etta nauðsynjamál er nú loks komið á góðan rekspöl, eins og öllum er kunnugt orðið af sunnanblöðunum. Allir sjó- menn án undantekningar rettu að kaupa og lesa hinn nýja smábækling séra Odds, sem nýgefinn er út á kostnnð lands- sjóðs, ogsem lieitir : Líf og lífsvon sjómanna í lýsi,sem bjargiáð í sjávarháska. Vér skuluin ekki lýsa innihald- inu, ætlum vér þess muni ekki þurfa, enda kaupi þeir bækl- inginn, sem ekki eru þessu efni kunnugir. Hvervetna á Suð- urlandi eru nienn byrjaðir að nota bjargráð þessi. Vilja norðlendingar láta sitt eptirliggja? Nýtt félag. Kennarafélag er stofnað i Reykjavík af þeim dr. Birni Olsen, Jóni J>órarinssyni yfirkennara við Elensborg- arskólann, o. fl. Tilgangur þess er „að efla menntun hinnar islenzku þjóðar, bæði alþýðnmenntunina og hina æðri mennt- un, auka samvinnu og samtök milli íslenzkra kennara og hlynna að hagsmunuin kennarastéttarinnar í öllum grein- uin, andlegum og líkamlegum'. Félagið kveðst muni gefa út rit um uppeldis- ogkennslu mál, sem félagsmenn fái ókeypis. Aliir sem lifa af kennslu- störfum eiga rétt til að gjörast félagar. Iíver lélagi geldur 2 kr. árlega, eða 25 kr. I eitt skipti. |>etta fyrirtæki er liið fegursta og nytsamlegasta íyrir land og lýð — þó oss uggi að þjóð ver í heild sinni eigi enn nokkuö langt í land til þess að skilja, hversu afarmikið hlut- verk slikt fél. þarf að hafa í slíku landi sem voru, þar seni til síðusiu tima svo að segja ekkert heíir liirt verið utn upp- eldismál þjóðarinuar — að fráteknum lærdómi embættis- mannaefuanua. Og í sannleik er það engin furða þótt hin- um yngri helztu kennurura landsins.sem þekkja kenuslufræði og framkvæindir annara þjóða, blöskri að hugsa um skóla- og menntamál vor, sem allt er í fyrstu sköpun, á tvisUi, reyki, og tildringi. Opium o§ morfin. Ifinar „finustu'1 þjóðir hoitusins Kínverjar, og A.rabar, drekka ekki vín. Saint er sá gamli ekki ráðalaus fyrir það, heldur hefir hann kennt þeim að reykja opium, sem ekki gefur ofdrykkjuuni neitt eptir að skaðsemi. þá hetír ogsami herra fundið upp annað vara- meðal, ef ofdrykkjan skyldi hfla, og það er morfinið. Brúkun þess meðal fína fálksius er uú margfallt raeira á dagskrá en ofdrykkjan. Af þreunu varanlegu (í vondum skilniugi) þykir uioríínið verst Hver dagur gefur sinar unaðsemdir, hver sjálfsafneitun sitt maklgt endurgjald, hver hugsun eins og hún á skilið, öll elska á sinn ódáins akur, hver kross sina kórónu. Ó- dyggð slær sinn eigin herra; lösturinn hefnir sínsjálfur; drengskapur gefur tigu ; göi'uglyndið göfgar, góðverkiu gjöra mann dýrðlegau, guð vill ckki að vér eigumhjásér; hann

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.