Lýður - 01.07.1889, Page 3
— 00 —
Prýddi svo með sæmdarfljóði
Siglunes til ellidaga:
Bezti höldur, bezli maki,
Bezti íóstri, stólpi sveitar. —
Ferðmaður, farðu víða,
Finndu betri, hvar sem leitar.
Nú er sorg á Siglunesi,
Sólin rann að djúpi köldu.
Drottinn ræður; réttvís andi
Rís sem morgunsól af öldu.
Matth. Jochumsson.
Frá löndum í Vesturheimi
er ekkert serlegt að frétta nema vellíðan alls almennings og'
góður vetur.
Frímann B. Anderson er hættur við ritstjórn
„Heimskringlu, að sögn til að Ijúka við lögfræðisnám sitt. I
hans stað kom ungur maður gáfaður, sem opt hefir ritað í
blöðin, er heitii Rggert Jólra n uesson.
Gand. Einar Hjörleifsson heldur áfram sem ritstjóri
„Lögbergs“, hetir hann til pess mikla hæíilegleika, og var pað
happ fyrir landa að fá slíkan mann í félagið; er ^blaðið
skörulegt í alla staði og eflaust eitt hið bezta, sera íslending-
ur hefir stjórnað.
Sem betur fer, mun lokið að svo stöddu áfergju pessa dr.
Brj-ce og bræðranna Jóhannessona, er sundra vildu söfuuði
íslendinga í Winnipeg og gjöra menn Prespitería. Er núvon-
andi að löndum par vestra smásaman lærist að forðast æsing-
ingar og húmbúg, sem eins veður ofan á eins og t. d. kenn-
ingar og læti Sáluhjálpuhersins og hinna nefndu kumpána,
sem varla mega heita að séu með öllum mjalla.
Toðaslys — Harmafregn
í dag 26. júní berst oss sú harmafregn að látist hafi
i morgun að Bakkaseli 1 0xnadal:
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum.
Hafa menn verið milli vonar og ótta síðan 21 pessa m.,
eða rjettara að segja, síðan hinn 23., að hingað til Alcur-
eyrar snemnia morguns, fyrst barst fregnin um, að hann
áður nefndan dag hefði slasast af hestsbaki á ferð sinni
vestur yfir 0xnadalsheiði. Yar fyrst tjaldað yfir honum
par á heiðinni, og var hann af vissum atvikum ekki fyr
fiuttur niður til byggða en á sunnudag. Hafði hann meiðst
töluvert einkum á baki, en pó bafði læknir og aðrir, sem
nálægir voru, von um líf lians, en daginn fyrir andlát hans
færðust pyngsli fyrir brjóst hans og skipti síðan skjóttum.
Afráðið er nú pegar, að lík hans verði íiutt til heim-
ilis hans, en næstkomandi priðjudag skal kistan borin í
ki rkju hér á Akureyri, ræða flutt og sorgarviðhöfn sýnd
cptir föngum af bæjarmönnum og nálægum vinum pessa
svo sviplega burtkallaða mcrkismanns.
FRJETTIR.
þingmenn Eyfirðinga héldu eins og lil stóð fundinn með
kjósendum sínum 20. júni hér í bænum, og mætti fjöl-
menni. einkum fyrri hluta fundarins. Frb. Steinsson stýrði
fundinum, en pingmenn skoruðu á menn að segja skoðun
sina á hinum helztu málum, sem nú eru á dagskrá. XJm-
ræður urðu all-fjörugar. Sampykkt voru pessi atriði og á
pingmenn skorað að mæla með:
A ð stefnu jpingvallafundar í fyrra yrði framfylgt i stjórn-
arskrár málinu,
A ð stjórn vor taki að sér umráð strandferðanna og sjái
um að 6 ferðir á sumri komizt á fyrir norður- og
austurlandi, en ekki vildi fundurinn binda liendur pings eða
stjórnar við tiltekið fé eða kostnaðar uppliæðir, eða pað, hvern-
ig fá skyldi skip og farmenn,
Að meiri framlögur til iðnaðarauka í landinu og efl-
ing atvinnu pess, yrðu áætlaðar, og var helzt talað um pá
hrýnu nauðyn, sem er á pvi að efla ullarfabriku vísir berra
Magnúsar á Halldórstöðnm i J>ingeyjarsýslu,
A ð nýir tollar yrðu pví að eins lagðir á, að upphæð
peirra væri ómissanleg til nýrra umbóta til eflingar atvinnu og
skólamálum vorum. Yar helzt talað um 5 aura toll á kaffi
og rót og 2aura á sikur, svo og um toll á ofinni vöru til efl-
ingar hand- og fabriku vinnu i landinu,
A ð búðsetumáli kaupmauna sé haldið fram.
A ð skólar sé efldir, sem unnt er, sérstaklega að Möðru-
vallaskólinn verði fluttur inn á Akureyri, en skólinn ifrá Hól-
um að Möðruvöllum, svo og að tveir neðstu bekkir hins lærða
skóla í Rvik væri gjörðir samkynja gagnvísindaskólunum,
A ð lands- eða háskölamálinu skyldi halda áfram. Svip-
líkar tillögur höfðu þingeyíngar falið sínum pingmönnum til
ílutnings.
Vesturfarar. 22. júní kom hingað og fór aptur „Magne-
tic“, gufuskip Slimous. Fóru með pví nálægt 100 vestur-
farar, flestir ráðnir áður meðan dýrtiðin stóð hæðst, og marg-
ir hinir fátækari á kostnað frænda sinna fyrir vestan. Ýms-
ir menn af heldra fólki kveðja og landið í sumar, pó vér
kunnum pá eklci að nafna. Héðan úr Eyjafirði fóru meðal
annara hjónin Jón Sigfússon Thorlacius, búfræðingur frá
Núpufelli, og Rósa kona hans, sem kom að vestan frá foreldr-
um sinum í fyrra og sótti mannsefni sitt; Gísli bóndi frá
Svínárnesi á Látraströnd, skipasmiður og útvegsbóndi, bróðir
J>orsteins óðalsbónda á Grýtubakka; svo og systir peirra, hús-
frú Ovidá, ekkja Jóns sál. Loptssonar skipherra, og ennfrem-
ur Jóhannes frá Hvammi, systurson peirra systkyna, ungur
frœðimaður. Jpykir eptirsjón að pessu fólki, og mörgu
öðru, sem hér er ekki nefnt. Héðan frá Akureyri fór nú fátt,
enda er nú miklu minni pörf til að menn fari vestur, en var
í fyrra, pótt engan veginn sé atvinna manna föst eða rífleg.
Yfir höfuð er vor skoðun sú, að í góðum árutn sé bæði óparft
og líka sorglegt að góðir menn flýji land sitt, en í harðæri
eiga peir að gjöra pað, sem purfa. Hið nefnda skip kvaðst
mundi eiga von á að flytja af landi nálægt 400 manns,
Einstakt vor um allt land. Skepnuhöld hvervetna hin
beztu, enda virðist heilsufar sauðfjárins hafa víðast hvar bráð-
batnað. Afii í sjóplássum víða í minna meðallagi eptir vetr-
arvertíðina, nema umhverfis Reykjanesskaga og inn að Inn-
nesjutn, par varð vertið góð.
Með „Thyru“ kom í vor og fór nú lteim aptur til Hafn-
ar hinn ötuli, gamli stórkaupmaður C. Höepfner. J>að eru
nú liðin milli 40 og 50 ára siðan Itann fyrst steig hérá land,
sem félitill og frændalaus unglingur; nú er hann fyrir löngu
orðinn hinn alkunni fjáði stórkaupmaður, og hvað sem um verzl-
uu hans hefir verið daglega dæmt og sagt, hefir Höepfner á-
vallt pótt byrgja ágætlega sínar verzlanir með parfavöru, og
viðskipti við pær pótt viss og áreiðanleg. Hinn valinkunni,
staki dugnaðarmaður, E. E. Möller, verzlunarstjóri hérá Ak-
ureyri, á og vissulega sinn hlut i upngangi og tiltrú pess
kaupskapar. J>ess má geta, að herra Höepfner kom hingað í
petta sinn í sæmdarskyni við hr. Möller í lok 25 ára verzl-
unarforstöðu hans.
Bóksalafélag er nú stofnað í Rvik fyrir framkæmd hins ó-
preytandi atorkumanns Sigfúsar Eymundssonar. f>að nær yfir
allt laud, og má verða ntjög nytsamlegt fyrirtæki.
Tryggvi Gunnarsson hefir umboð stjóruarinnar til að ann-
ast brúarsmíðið á 01tusá.
— Nýsálaðttr er hinn heiðarlegi og nafnkunni prestaöld-
ungur, séra Magnús iónsson, fyr á Grenjaðarstöðum (vigður
1838 til Grimsej’jar)
Séra Benedikt Kristjánsson, prófastur fráMúla, er nú
alflutfur suður í Rvík; pykir mikill sjónarsviptir að honum