Lýður - 20.08.1889, Blaðsíða 3

Lýður - 20.08.1889, Blaðsíða 3
ritst. blaðanna velji sjálfir málsmetandi og fróða menn til J>ess að geta um nýútkomnar bækur, einn fyrir hverja vis- indagrein (eða pá fyrir fieiri náskyldar), og hafi stððugt hinn sama, en taki ekki við hverjum ritdómi, sem af til- viljun skýrst til þeirra úr hvuða horni sem er. Hér við vil eg svo hnýta þeirri ósk, að blöðin hér eptir flyttu stutt- orða og vandaða ritdóma um allt, sem útkemur á fslandi og yfir höfuð er vert að tala um. í»að er best fyrir alla hlutaðeigendur, seljendur* og kaupendur. f öðru lagi vil eg þakka höf. fvrir það, að hann sýn- ist að hafa þann eiginlegleika til að bera, sem er óhlut- drægni. Eg veit ekki hver höf. er. J>að er með Lýð eins og með kunningja hans |>jóðviljann, að sendingar blaða, þessara eru fram úr öllu lagi slæmar. Eg hefi af tilviljun náð í þetta blað Lyðs, en áframhald greinarinnar þekki eg ekki, og veit því einu sinni ekki, hvort nokkuð höfundar nafn stendur undir henni. f þriðja lagi skal eg gera grein fyrir því helsta sem höf. finnur að eða spyr um, af því að hann sýnist að æskja svars sjálfur. Annars er það ósiður að svara ritdómum, nema því aðeins að þeir séu með öllu rángir eða fram úr liófi hlutdrægir. 1. Hvar Ari fróði hafi alið manninn eptir 1088 er ó- mögulegt að segja með nokkurri vissu. Að hann var af vestfirzkri goða-ætt er ekki nóg sönnun fvrír því, að hann hafi lifað sem goði á vesturlattdi; heldur ekki það, að son- arsonur hans var goði. |>að sem vakti fyrir mér, er eg hvað það líklegast (o: fyrir mér) vera. að hann hefði verið á Suðurlandi er það, að hann var upp alinn í Haukadal, og stóð í nánu sambandi við Sæmund fróða í Odda. En eins og min orð benda til, er þetta alls ekki vist, og læt eg hverli ráða þar um því, sem honum þykir sennilegast. 2. Að með „Gautlande" (íslb. kap. 10.) sé meint J>ýzka- land er svo auðséð á efninu, að þar á getur enginn vafi verið. Gizur var vígður til biskubs 2 vetrum eptir lát föður síns; annan var hann „liér á landeM, en hinn „á Gaut- lande“; og þar hlýtur hann að hafa verið vígður ; en þá verður „Gautland“ að vcra hér — jþýzkaland, hvernig sem nú á því stendur. 3. Um þorstein rauð hefði verið réttara að segja, að hann hafi lifað á „9. öld“, ef „10“ er annað en prentvilla. Uiu aldursár Egils Skallagrímssonar get eg látið mér nægja að vísa til formála míns fyrir Egilssögu, kaflans uin tíma- tal í sögunni. Guðbrandur Yigfússon hefir talið aldursár Egils ): 904 -80 eflaust rangt fyrir 900 (ef ekki fyr) —983 (í síðasta lagi). Að lyktum slcal eg geta þess að réttara hefði verið að setja „ísland fundið“ um „870“ en „870“, eða því um líkt. Virðingarfyllst. Kaupmannahöfn 7/7 1889. Fiimur Jönsson. TIL frú V, Þorsteinsdóttur á Laugalaudl. „Vertu Bkjótur til að viöurkenna samferðamann þinn á meðan þú ert enn á vegi með houum.“ Trú á gæðsku guðs og manna glatar löngum kynslóð ný, iprótt heitir, alla vega iílt að sjá og lýsa því. „Vondir eru allir lýðir, ein;.a skárstur ég er samt“, Svona hugsa seggir margir, sem að dæina heim er taint. Ef þeir gætu elskað betur — aðra meun og lieiðrað þá, ef þeir sæju sína bresti — svo sem öðrum mönnum hjá, þeir af hjarta hlytu segja: „Heiðuf sé ininn drottinn þér! tinn eg þúsnnd þinua manna þúsundsinnum betri mér“. ) 8eljendur ættu að senda blöðunum 1 expl. af hverju ókcypis í þvi skyrn, að bokarmnar yrði getið við, hentugleika. — Eg hefi reyndar |,a reynslu að slíkt hefir hingað til (síðustu árin) haft lít- n) ao JivOa En slikt skejtingarleysi frá ritstjóranua hálfu hWt- >ur og verður að lagast. Sumir meðan sig ei þekkja sælu mesta finna þá er þeir trúa að þeim séu engir betri jörðu á; en er þekking þessum sýnir þeirra sjálfra réttu mynd, liryuur af þeim hrokans gylling, heimska birtist eymd og synd. Sig þeir liræðast sjálfa nærri, svo þeir ógnarhrylling fá, ef þeir mega ekki trúa á neitt betr’ cnn sjálfa þá; og þeir leita að þvi góða, ekki segjast finna það, af því að þeir illa leita, eða þá á röngum stað. Englalíf er enn á jörðu, elsku, dygð og sannleik hjá, þess ei leita þarf í draumi, það í vöku er hægt ai sjá; sætt er það að sjá og finna sannleik þennan, dyggð og ást, og að geta auðmjúklega eins og barn að slíku dáðst. Og að lofa Ijóssins föður Ijósið fyrir kærleikans, er á jörðu aldrei slokknar, autt þó virðist sjóuum manns. Trú á gott, sem oss er æðra, f sér felur gleðihnoss, reiknast oss til réttlætingar, reysir, frelsar, betrar oss. II. j' i . ■ J>eim seai liátt á hæðurn standa, hvað eitt sýnist veralágt, sem að er þeiin eitthvað neðar, öðrum þó það sýnist hátt; ekki stend eg á þeim hæðuin, eg sit niðr’ í myrkum dal, hef þó unun hátt að lita, horfa upp að dýrðar sal. Göfugleiks á háum hæðum.himnesk lít eg mannablóm, mér í anda æ sem benda upp að Drottins helgidóm, hvetja mig að hefja sálu, hæira upp á dyggða stig; eiumitt hátt á hæðum þessum, hölðingskona, lít ég þig! Ungra fljóða fögur varstu fyrirmynd á æskutið, og a þínum eldri dögum, eiginkvenna sólin frfð. Ef til vill sem einstæðingur æðst og fegurst lýsir þú, fyrst og seiuast fylgt þér heíir fögur mennt ogguðlegtrú. Ó hve fðgur enn þú ljómar, ungra kvenna leiðarsól! hversu margar hafa iúndið hjá þér menntuu, ljós og skjól? mennlun, sem á mörguin stöðum, margan fagran ávöxt ber, ljós, sem þó að lítil virðist lilið æðra glæða hér. Margra kaldur inisskilningur metur það ei svo sem ber, fegurð nefnir fánýtt glingur, framför ei i þekking sér, mannást litið þakkar þína, þó með hönduin lækni tveim; vanþekking en vonzkan ekki veldur misskilningi þeim. Rej nsluskólans þungar þrautir, þú sem hetja ýfirvannst; Guð þér sendi sigurlaunin, sjaldan er þú áður fannst, efli þig í þinni stöðu, þinnar trúar glæði ljós; og þitt lengi lif, því annars, land vort missir fagra rós! G. Hjaltason. préttir. Um þing vort og þiugmál mun blað vort tala síðar úr því blöð hér ná ekki í fréttir að sunnan fyr en eptir dúk og disk. — Hin ágætasta gæzkutíð gengur nú yflr allt land, þó er sjúvaraíli víðast lítill á opnum skipum, en pilskip flest veiða þorsk og hákarl með bezta móti, þar sein skip ganga. — Heilsufar ágætt, slysfarir fáar, engin lát merkra manna. LIFHARAFLI eyfirzkra þiljuskipa sumarið 1889 Akureyrín.................... 426 tunnur Baldur..................... 494 — Brúni ....................... 335 — Ellidi ...................... 296 __ Felix ....... 212 __ Gestur....................... 240 __

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.