Lýður - 14.04.1890, Blaðsíða 2

Lýður - 14.04.1890, Blaðsíða 2
vœri óskiljanlegt, hvernig jafn hygginn og upplýstur mað- ur geti gjörzt varnar og íýlgismaður sliks pólitíks barna- skapar, sem ,.N1“. nú fylgir. Ritstjórinn. BÓKAFREGrN. I. Elding, söguleg skáldsaga frá 10. öld eptir frúTorfhildi J>. Hólm. Heykjavík 1889, bjá Sigfúsi Eymundssyni. Oss liefir dregizt að geta bókar pessarar síðan oss barst liún, mest fyrir þá sök, að hér var ekki eintak til af henni nema vort og varð oss ekki haldsamt á því. Hugur alinenn- ings á sögunni var víða vakinn, enda má ætla að hún seljist eptir pví. Vér höfurn nú ekki rúm fyrir langan dóm um bók pessa, en aðalkosti hennar skulum vér lauslega taka fram, og eins hitt er oss lílcar miður. Bókin er þykkt og mikið ritverk, yíir 300 blöð og rúml. 40 kap. — og full af fróðlegu efni. Henni fylgja og nákvæmar skýringar fyrir aptan efnið. nálega heilt rit út af fyrir sig, og hafa pær stór mikið gildi, ekki einungis hvað pekking snertir á pví, sem bókin segir frá, heldur til fróðleiks almenningi um mennta- stig forfeðra vorra og allt peirra athæíi. Höf. sýnir hver- vetna furðu mikla þekkingu á fornsögum og fornlíii, einkum og sérilagi pó hvað lífsins ytri hliðar snertir, pví állvíða verð- ur henni á hið sama og flestum pesskonar höfundum hefir verið borið á brýn, en pað er að gjöra fornmennina meira og minna að nútímamönnum í fornu gerli. J>ó hetír hún •sjaldnar og minna syndgað í pá átt en margir aðrir merkir höfundar, enda er isl. höfundum auðveldara en flestum öðr- um að hugsa og tala eins og fornmenn, pví peir einir skilja til hlítar forna lífið. Málið ásögunni er gott og jafnt, eink- um par sem fornmönnunum eru lögð orð í munn; pó mætti pað stundum vera liprara og líkara Njálu, eða pó öllu heldur Egilssögumáli, sem vér ætlum sé liprust fornsagna. „Út á livað gengur bókin?“ munu nienn spyrja. Hún á að sýna baráttu heiðni og kristindóms á landi hér, og uni leið pjóð- líf, menntir, hugmyndir og hegðun manna á þeitn miklu breytingatímum; sérstaklega á sagan að sýna pessa baráttu í brjóstum aðalpersónanna í bókinni, |>orleifs og Helgu, svo og íleiri manna. En kring um aðalpersónuruar raðar höf. ótal atburðum og aukafrásögum, sem meir og minna tekur fram í þeirra forlagabálk. J>orleifur er farmaður mikill og verður sögusviðið fyrir pað miklu víðtækara, máske of viðtækt; fer sagan fram nálega jafninikið í Noregi og á Euglandi sem hér í landi. Ótal inerkismenn aldarinnar koma fram og erfram- koma fiestra peirra og eðlislýsingar að vorri ætlan hið bezta og skemmtilegasta sem bókin heíir að bjóða. J>ví hvað höf- uðpersónur hennar snertir, munu pær hvergi nærri læsa sig eins vel inn i hug og hjarta lesendanna. Tveunt er pað einkum, sem menn munu finna að pessu skáldskaparverki. Annað er hinn lauslegi, langdregni gangur söguunar sem lesandinn hlýtur víða að álíta ástæðulausan — nema til að lengja málið. Hitt er skortnr á skapi ogrögg hjá mörgum persónunum. [>ó ofmikið megi gjöra af vopnaburði og bardögum, er óhugsandi að geta eptirmyndað lif 10. aldar án hernaðar og vígafars. Að vísu koma fyrir vopaskipti og bardagar á fáeinum stöðum í bókinni, en fáa eða enga lætur höf. sýna rögg af sér með sverð í hendi. Fyrir því vantar bókina kappana; í lienni tínnst nálega hvergi hetja, í orðs- *ns gamla skilningi. Eptír skoðun höf. eru höfuðpersónurnar sjálfsagt hetjur í andlegu og siðlegu tilliti, og pær væri pað óneitanlega — ef pær væri með öllu fornsannar (d : eins og menn og konur gátu pá verið) eða ef pær væri með öllu sannar. J>ví vér efuinst um, að ástir þeirra Helgu og J>or- leifs og allt þeirra innra lít geti eðlilegt kallast. J>órdís todda finnst oss vera fornmannlegasti karaiaérinn í bókinni, peirra sem höf. hefir skapað. Erásögiirnar uin Vilbert eru einkeuni- legar injög, en teygðar úr hófi, og hin langa dœmisaga í 20. kafl. er nokkuð preytandi. En svo koma aptur hinir rnörgu góðu, og enda ágætu, kaílar t. d. gestaboðið í Dal (með dauða J>orkells mána), blótveizlan framan til í bókinni, þátttirinn útaf J>iðranda, lögtekning kristninnar (ineð frainkomu J>or- geirs, Gizurar og Hjalta og annara höfðingja) og margt fl. Yfir höfuð yfirgnæfa kostirnir, að n>. k. í augum íslenzkra lesenda, pví liinn forni bragur, sem gefur öllu líf og lit, fel- ur eða dregur úr hinu, sem miður er hugsað, nýrra eða ó- viðkoinandi. Stórsmiði eru sjaldan lýtalaus, enda böfurn vér ekki bent á lýtin af pví, að oss þyki ekki vænt um bókina og hún vera mikilsverð, heldur til bendingar bæði fyrir böf. sjálfan og einkum aðra, sein nota vilja hina miklu gullnámu sagnfræði vorrar og smíða aðra líka skáldlega dýrgripi. Ept- irmáli allmikill fylgir bókinni og skýrir höf par frá. eða rétt- ara að segja: bendir á uppruna og tilorðning þessarar bókar; játar hún pað, sem mörgum mun þykja eðlilegt, að petta verk hafi aptur og aptur ætlað að yíirbuga sig. Hún kveðst sjálf hafa allt ritið sarnið og skýringarnar hjálparlaust, nema hvað séra E. Briem, mngur hennar hafi yfirlesið verkið og vikið sumstaðar málinu í fornlegri stefnu. Munu margir furða sig á, hve miklu höf. hetír afkastað, pvi pað sýnir eklá einungis gáfur,heldur og sjaldgæft táp og prek. Og eptirtekta vert er pað að enginn íslendingur skyldi fyrri verða til að nota vorn inilda sagnafjársjóð fyrir yrkisefni — að ekkja umkomu- laus og einstæðingur, sem forlög og andstreymi hatði borið vestur yfir veraldarhaf, kona,sem aldrei liafði pegið einn eyri sér til menntunarauka, að liúu skyldi fyrst liafa hetjnpor t.il að rjúfm pennan sagnahaug, par sem segja má að ein fló sé úr silfri en önnur úr gulli, og framleiða paðan skáldsögusmíði, sem. pó eigi sé fullkoinið, lengi mun geyma nafn heiin- ar og bera vott um mikið kvennprek, báa sál og heitar til- tínningar. Bókin er prýðisvel prentuð og útgefin. Matth. Jochumsson. Æösaga Jónasar líallgvímssoiiar, framan við seinni útgáfu rita lians, eptir Hannes Haf- stein er dável samin pað sem hún nær. J>að sem hana einkum vantar firmst oss vera það sama sem nálega allar æfisögur — réttara að segja æfisögubrot — ís- lenskra skálda og fræðimanna vantar: dýpri og meir menntasögulega útlistun þess, hvernig í skáldinu mætist lapd lians og þess saga, ætterni lians, uppeldi og eðli, o>g svo liins vegar öldin og hennar straumar utan, einlsum erlendis frá Einar Hjör 1 eifsson, er nálega sá eini sem í æfisöguágripi Bjarna Tborarensens gjörir bezta við- leitni og skiirpust tilþrif í þessa stofnu. J>ví það er hið sanna hjá nútíma höfundum þeim, sem eins og H. Taine, dr. Gr. Brandes o. fl. kallast ýmist natúralistar, pósítívist- ar eða realistar, að þeir sýna, að engum manni verður rett eða vel lýst, nema menn skilji ekki einungis verk hans, heldur einkum sjállan hann; en sjálfan manninn skilur maður því að eins, að maður skilji vel tíma lians, land hans, ætt, uppeldí, og ytri sögu. J>ví þótt maðurinn sé sjálfsagt nokkuð meira en eintómur smíðisgripur eða pró- dúkt þessa er upp var talið, er það allt verulegast og auðveldast um að dæma, sem heimfæra má til oi-saka og tengja má við kunnug rök eða eðlísháttu (raison d’étre). Menn og hlutir, verk manna, líf og saga, hleypur okki yfir, né eitt frá öðru, heldur hefir samhengi, er lifandi vefur, organismi, sein aldrei slitnar. J>annig er hvert íslenzkt skáld ekki fyrst skáld eða einstaklingur, holdur fyrst íslendingur, og þar næst eða þar hjá einstakling- ur. Og svo er hann enn eitt: hann er maður, c: félagi i hinu mikla mannfélagi, sem byggir alla,n heiminn, eða með öðrum orðnm, hann er islenzkt skáld, sem ekki ein- ungis ísland ber á brjósti, heldur og öll veröldin. Og svo er aptur eitt: um fram allt er hann baru síns tima. Út frá þessu ganga og hljóta að ganga allir góciir æfisögu-

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.