Kirkjublaðið - 01.01.1893, Side 12

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Side 12
12 eru spenntir«, getur presturinn ekkí allt af vitað. Það getur verið á allt annan hátt en sýnist. Höf. kemur hjer með nokkuð einkennilegt dæmi, til að sýna hvað prestar sjeu hugsunarlitlir í þessu tilliti. Hann setur sem svo, að það sje 1. sd. e. trin.; það sje hásumar, jörðin í blóma og náttúran búin í bezta skrúð, og málar það allt fagur- lega og skáldlega. Hann býst við því að allir komi til kirkju sinnar með glöðu bragði, og ætlist til að fá þar ekkert annað að heyra en eitthvað samsvarandi náttúru- fegurðinni, eintóma fagra lofgjörð um dásemdir Guðs í sköpunarverkinu; en svo fái þeir, — út af guðspjallinu, — að heyra um jarðneska evmd og spillingu og um gjöld syndarinnar í öðru lifi; og svo sjeu sálmarnir eptir því: um fánýti og fallveltu allra jarðneskra gæða; menn hafi komið glaðir en fari svo hryggir. Já, menn geta sagt þetta; menn geta sagt svo margt; en grunnt er þetta skoðað. Það er ekki víst, að þó að hásumartíminn yfir standi, þá brosi náttúran allt af svo blítt og fagurt sem ætla mætti eptir árstímanum, sízt að hagur manna sje allt af svo blómlegur og ákjósanlegur, að menn endilega þess vegna hljóti að vera í glöðu skapi. Og þó að ekk- ert ami að frá náttúrunnar hálfu, þá er samt margt ann- að, som getur amað að, ýmist ljóst eða leynt. Allt af er syndin, sorgin og dauðinn á aðra hönd, ýmist nýbúinn að vera, eða viðbúinn að koma, ef svo vill verkast. Já, það er býsna margt, sem getur valdið því, að menn ekki sjeu glaðir, þó að náttúran brosi blítt, veðrið sje inndælt og sólin skíni glatt í heiði. En á þá að bæta á sorgina? Öldungis ekki. Það er ekki tilgangur prjedikunarinnar, og við því mun varla hætt, ef lagt er út af guðspjöllun- um. Orðið guðspjall (evangelíum) er sama sem gleðiboð- skapur; og einhver gleðiboðskapur er nálega í hverju ein- asta guðspjallí, jafnvel í guðspjallinu um ríka og fátæka manninn, som hjer er gjört ráð fyrir. Eins og það er ekki allt gull sem glóir, eins er hitt ekki allt i sannleika hryggilegt, sem minnist á hið hryggilega, heldur opt þvert á móti. Sjerstaklega á þetta heima um Guðs orð. Það kemur ekki ætíð til vor í dýrindisbúnaði, en í því felast þó ætíð dýrar perlur sannleikans, huggunarinnar og von- arinnar.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.