Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 2
u Hvað er kirkjan? Eptir sjera Valdimar Briem. Það virðist ef til vill óþarft að spyrja þess, hvað kirkjan sje, eins og það sje ekki fullkunnugt. Það er glöggt tekið fram í barnalærdómsbókum vorum, í guð- ræknisbókum þeim, er almennt eru tíðkaðar, í kirkju- rjettinum og víðar. Það virðist því liljóta að vera öll- um ljóst, hvað við er átt, þegar talað er um kirkjuna. En hiusvegar sýnast þó skoðanir manna á því, hvað kirkjan sje, harðla mísmunandi; og má það marka á því, hvernig menn tala um hana. Sumir menn hafa hana í hávegum, tala um hana með mestu virðingu og kærleika, og jafnvel kveða henni lof og dýrð; ef þeir eru hagmæltir. Aptur aðrir minnast varla á hana nema mjög óvirðulega, og kveður svo ramt að því, að sumir jafnvel skoða hana sem eitthvert skrímsl, kalla hana öllum illum nöfnum, sem jeg ekki hii’ði að telja, og jafn- vel yrkja níð um hana, þegar svo ber undir. Þetta mjög ólíka álit manna á kirkjunni kemur varla ein- göngu af mismunandi trúarskoðunum eða mismunandi skapferli, þó að þesskonar geti miklu um valdið, heldur hlýtur þetta að minnsta kosti með fram að koma af því, að menn leggja ólíka þýðingu í það, hvað kirkjan er. Þó að líklegt sje, að allir viti í rauninni, hvað kirkjan er, er jeg þó hræddur um, að þeir, sem tala illa um hana eða niða hana í orði, hugsi ekki vel út í það, hvað þeir eru að segja. Hver er þá þessi óvættur, sem sumum virðist standa svo mikill stuggur af, og menn þykjast þurfa að kveða svo rækilega niður? Það er fjelag þeirra manna, sem játa kristna trú og víðurkenna Krist sem Drottin sinn og frelsara. Það er fjelag, sem Kristur hefur sjálfur stofnað eða postular hans eptir hans fyrirlagi. Það er fjelag, sem sjerstaklega cr helgað Guði og öilu góðu, eptir þess upprunalega tilgangi, fjelag, sem Guðs andi, að trú kristinna manna, býr í og helgar með íbúð sinni. Það er fjelag, sem staðið heíir í nærfelt 1900 ár, hefir útbreiðzt um fiest lönd og er ætlað að ná til allra þjóða,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.