Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 12
44 Tjaldbúðinni er skipað í hálfhringi kringum pall þenn- an, og tveir breiðir gangar liggja frá dyrunum eptir allri kirkjiinni. Undir Tjaldbúðinni er kjallari, og er þar í stór hitunarofn. Frá honum liggja tvær stórar hitapípur upp í kirkjugangana. En þrjár kaldaloptspip- ur leiða kaldaloptið úr kirkjunni inn í ofninn. Þessi hitunarofn kostar um 200 dollara. Tjaldbúðin er mjer vitanlega fyrsta islenzka lúterska kirkjan, sem hefir tekið upp þessa hitunaraðferð. Aðalkostur við bygging- arlag Tjaldbúðarinnar er það, að hljóðið getur notið sin svo vel í henni, hvort sem um ræður eða söng er að tala. Auk þess situr og söfnuðurinn allur í hálfhringum kringum söng- og ræðupallinn. Þótt margt sje í kirkj- unni, þá geta þó allir verið tiltölulega nálægt prestinum og söngflokknum. Þetta byggingarlag er almennt í öll- um stærri enskum kirkjum hjer vestan hafs. Það ryð- ur :sjer ávallt meir og meir til rúms, eptir því sem þekking manna á söng og ræðuhaldi eykst. Tjaldbúðin er mjög vel vandað hús að öllu smíði. Hún er öll af timbri gjör. Lopt hennar og veggir að innan eru klæddir drifhvitri steinlímshúð. H. P. Arabísk munnmæli um Krist. Múhameð lagði mikla áherzlu á það, að hann boð- aði eigi aðra trú, en þá sem Guð hefði opinberað öllum sínum spámönnum frá dögum Nóa fram að tíma Krists. Abraham og Kristur eru— eptir trúarbókhans — ágætastir og mestir spámenn Guðs. Abraham er hinn eiginlegi andlegi faðir allra »rjett-trúaðra« (Múhameðsmanna), hann telst og ættfaðir Araba. Hann og Ismael sonur hans eiga að hafa samkvæmt Guðs boði byggt hið helga musteri i Mekka, Kaba. Jesús er að visu sjcrstaklega spámaður Gyðinganna, en þó stendur hann Guði mjög nærri. Gyðingarnir, landar hans skildu hann ekki og kristnir menn hafa síðan enn meir rangfært kenningar hans. í 4. kapítula kóransins segir svo:

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.