Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.03.1895, Blaðsíða 10
hjelt sjera Hafsteinn uppi allri prestsþjónustu i söfnuð- inum um langan tíma. Guðsþjónustur hans urðu brátt mjög fjölsóttar, og hjelzt það ávallt við, meðan hann var i þjónustu safnaðarins. Fyrsta mánuð ársins 1894 fór heilsa sjera Jóns fyr- ir alvöru að styrkjast, og með vorinu varð hann fær um að takast á hendur fulla prestsþjónustu. Winnipeg- söfnuður fól þá sjera Hafsteini að mynda nýjan íslenzk- an söfnuð í Winnipeg. Hann hætti þá að prjedika i kirkjunni, og fór að prjedika í skólahúsi einu hjer í bænum. Þótt skólahús þetta liggi all-langt frá megin- stöðvum íslendinga í bænum, þá voru þó guðsþjónust- urnar ágætlega vel sóttar, og brátt reis þar upp einkar blómlegur sunnudagsskóli. Á fundi 9. ágúst 1894 var afráðið, að söfnuð skyldi mynda. Sjera Hafsteinn boð- aði því til almenns fundar og var söfnuðurinn myndað- ur 1. sept. Eptir tiílögu sjera Hafsteins var söfnuður- inn nefndur: Winnipeg Tabernacle (Tjaldbúðarsöfnuður Winnipegbæjar). Söfnuðurinn hjelt sinn fyrsta kjörfund 12. sept. og voru þá kosnir 5 fulltrúar. Um þessar mundir var ein ensk kirkja til kaups hjer í bænum. Söfnuðurinn reyndi að kaupa hana, en það tókst ekki. Á safnaðarfundi 11. október samþykkti söfnuðurinn að byggja sjer nýja kirkju. Eptir tillögu sjera Hafsteins var haft annað byggingarlag á henni, en hingað til hef- ir verið á íslenskum kirkjum. Byggingarnefnd var kos- in og tók hún mr. Halldór Halldórsson tyrir yfirsmið við kirkjuna. Það var byrjað á kírkjusmíðinu 15. októ- ber, og verkið gekk svo vel, að söfnuðurinn gat -haft sína fyrstu guðsþjónustu i kirkjunni 9. desember. Og 16. des. 1894 var mikill gleðidagur tyrir Tjaldbúðar- söfnuð, þvi þá vígði sjera Hafsteinn Pjetursson kirkju safnaðarins með nafninu: Winnipeg Tabernacle (Tjald- búð Winnipeg-bæjar). Öllum íslenzku lútersku prestun- um var boðið að taka þátt í vígslunni. Sumir þeirra gátu eigi komið, en tveir voru viðstaddir: Sjera Jón Bjarnason og sjera Jónas A. Sigurðsson. Vfgsluathöfn- in var nokkuð margbreyttari en áður hefir tíðkazt við íslenzkar kirkjuvígslur, og fór hún að allra áliti ágæt-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.