Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 2
Í3Ö
Dijer fannst mjer ekki ama’ að neítt
við ástúö’g vinahót,
en þá kom dauðinn, dróg liann braut
af draumi hrökk jeg þeim;
en ómur mjer um eyru þaut:
á undan fór hann heim!
Til mín kom sorg um óttu inn
jeg einn á beði lá,
hún hvíslaði’ inn í huga minn
svo heitri ferðaþrá:
»Jeg send er til þín«, sagði’ hún mjer,
»jeg sveif um langan geim,
að gleymzt þjer aldrei gæti hjer,
að gatan iiggur heim«.
Jeg útlendingur er á jörð,
á engan samastað;
það næða um mig hretin hörð,
þó liryggir mig ei það!
Þvi bak við jelin storma-stríð
og stjörndjúpan. geim
jeg ljós sje blika þúsund þíð,
og þangað skunda’ eg heim!
Fr. Friðriksson.
Eiga prestar að leggja stund á annað en
prestskap.
Eptir sjera Valdimar Briem.
Mjer fyrir mitt leyti þykir þessi spurning vera ein-
faldleg og henni vera auðsvarað. En það lítur þó út eins
og það sje þýðingarmikil spurning og svarið vandasamt;
því að einatt kemur þetta atriði á góma, og sjaldan verða
menn sammála um það. Þessu máli hefir að minnsta
kosti tvisvar verið hreyft i Kbl, en að eins lauslega, og
ekki man jeg til, að það hafl nokkurstaðar verið tekið
til rœkilegrar athugunar. Það virðist þó þess vert, eptir
þvi að dæma, hvað það hefir opt orðið ágreiningsefni.
Aðallega eru það tvær gagnstæðar skoðanir, sem
hjer koma fram. Önnur skoðunin er sú, að prestar eigi