Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 14
öss gefna, i þarfir útbreiðslu ríkis síns. Sjálfir mégnuni vjer ekkert netna að leyfa Guðs anda að verka í gegn- um oss, og kynnum vjer það fyllilega, hvílík blessun myndi þá eigi streyma út meðal hinna ungu og óspilltu, og þeirra er byrjaðir eru á unga aldri að feta á hinum breiða glötunarvegi ósiðsemi, drykkjuskapar og annara lasta. Þessar fáu bendingar hefi jeg skrifað, af því mjer hefur borizt til eyrna sú gleðifregn að bráðum megi vænta samskonar hreyfingar á ættjörðu minni, í þeirri von að það mætti vekja velvilja manna til hennar. Guð gefi að slík hreyfing næði góðum framgangi, og yrði til þess að vekja marga af uppvaxandi frjóöngum þjóðar minnar til lifandi persónulegs trúarlífs og gróðursetja þá djúpt í samfjelaginu við frelsara vorn og Drottin. Og þjer æskumenn, allir þjer sem af öllu hjarta viljið vera Jesú Krists sannir lærisveinar, leyfið saratök- in urtdir leiðbeiningu hinna eldri triiaðra manna. I slík- um samtökum byggðum á slíkum grundvelli liggurkrapt- ur, lífsmagn heillar kynslóðar, kraptur sem Guð getur notað í þjónustu ríkis síns. Postirlinn Jóhannes hefir sagt um æskumennina að þcir væru sterkir og hafi sigr- að hinn vonda (1. Jóh. 2. 14). Þjer hafið kraptana með Guðs hjálp, beitið þeitn svo í þjónustu hins góða sem frutnherjar á móti hinum vonda og tálsnörum hans. All- ir trúaðir danskir drengir fjelags vors biðja í Jesú nafni að heilsa sínutn ungu bræðrum á Islandi, sem vilja ganga í þetta fóstbræðralag og berjast undir krossins sigursæla merki. Fr. Friðriksson. Synodus var haldin 4. júlí Og byrjaði með guðsþjónustugjörð í dómkii kjunni kl. 11. l'. in. Sjera Jens Pálsson stje í stól og lagði át af Rómv. J; 14—16. Að aflokinni guðsþjónustunni var fundur settur í sal efri deildar alþingis undir forsæti amtmanns og biskups. Fundinn sóttu 5 prófastar, 8 prestar og 2 prestaskólakennarar. Biskup setti fundinn með ávarpsræðu og minntist þá sjerstaklega með hlýjum yirðingar og þakkarorðum Þórarins heitins prófasts Böðvarssonar.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.