Kirkjublaðið - 01.12.1897, Síða 8
181
sjái’ hún veí>\ er leiða kynni
náðar föðurs nálgun að.
Vænstan hygjjur veginn þann
sem að hjer er henni búinn,
hikar ei, þó veik sje trúin,
Guðs náð hana giæða kann. fír. J.
Biflíuljóðin.
Síðara bindið af Biflíuljóðum sjera Valdimars Briems
er komið út. Þetta bindi er nokkuð stærra en hið fyrra,
aptur eru ljóðin færri. Ljóðin úr gatnla testamentinu
voru 120 talsins, en úr hinu nýja 89. Af þeim eru 62
kveðin út af Guðspjöllunum, 17 út af Postulasögunni og 10
út af Opinberunarbókinni. Af auðskildum ástæðum eru
yrkisefnin eigi tekin úr brjetunum.
Um þetta síöara bindi er allt hið sama að segja og*
hið fyrra. Vitanlega má gjöra mun Ijóðanna, en vilji
maður fara að velja úr hin beztu, eða rjettara sagt þau
sem manni sjálfum eru hugðnæmust, og mann langar til
að lesa aptur og iæra úr erindi og erindi, þá verða þau
svo mörg. Ef jeg ætti að nefna nokkur slík öðrum
fremur þá væri það t. d. Freistingin (Matt. 4., Mark. 1.
Lúk. 4.), Líkfylgdin í Naín (Lúk. 7.), Guðs ríki (Matt
13., Mark. 4., Lúk. 8. 13.), Effata (Matt. 15., Mark. 7.),
Heimslok (Matt. 24., Mark. 13.. Lúk. 21.), Hvítasunnu-
morgun (Pg. 2), Filippus og svertinginn (Pg. 8.), Öldu-
æsir (Pg. 27.), Bókin og lambið (Opb. 4., 5.), Hin him-
neska Jerúsalem (Opb. 21., 22.).
Nokkur af Ijóðum þessum hafa verið prentuð I hinum
kirkjulegu blöðum, en auk þess hafa þau blöð hin síðustu ár
birt fjölda mörg önnur Ijóð höf., meö yrkisefni teknu úr nýja
testamentinu, sern fremur eru þó út af einstökum orðum
Krists, en sjálfri frásögunni. Það er af rniklum auði að
taka hjá hinum góða höfundi. Euu eru ópreutuð ljóð höf-
undarins, kveðin út af Davíðssálmum, sem munu vera
efni i bindi fyrir sig, eigi minna eu hvort hinna.