Kirkjublaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 4
180
mus sárnaði að »ofsatriíarmaðurinn« Lúter skyldi fá á
sitt band annað liið skærasta menntaljós aldarinnar. En
áhrifavald Erasmusar á Melankton kemur margvíslega
fram i trúarskoðunum hans síðar, t. d. um ófrelsi hins
mannlega vilja, þar sem hann aldrei gat sætt sig við
hina ram-lútersku skoðun, og einna beizkastar deilurrisu
um, enda eitt sinn svo að orði kveðið um Melankton,
að hann kysi fremur að fylgja Erasmusi dauðurn en Lúter
lifandi.
Þessi frumstefna Melanktons samfara lundareinkunn
hans, gjörði hann þrátt fyrir trúareinlægni hans og hrein-
leik hjartans nokkuð tvfbentan í trúardeilunum, og gjör-
ir iíf hans svo mæðusamt, en eigi er minnst varið í það
í siðbótarstarfsemi Melanktons, að hann miklu fremur en
Lúter byggir fasta brú milli trúar og guðhræðslu annars-
vegar og mennta og visirida hins vegar. Hið nána
kærleiks- og virðirigarsamband þeirra Lúters og Mel-
anktons allt til síðustu stundar þrátt fvrir allan skoðuna-
mun er alkunnugt.
II.
»Sjer/wer trúaður sleýrari hinnar himnesku kenningar
verður að hafn þrennt til að bera: Hann verður að vera
vel að ejer i fornmálunum, fær til þex* að rekja rjettar
rökserndir af hinu ritaða mdli og lokx boðinn og biíinn að
vitna um trú sina«.
Skólaspeki miðaldanna hafði gjört skýringu beilagr-
ar ritningar að hjákátlegum orðaleik, þar sem sízt varð
uppi á teningnum það sem beinast lá við. Melankton
kennir að hin himnesku sannindi sjeu ofur eiuföld. Ekki
nema ein merking orðanna. Hin mikla náðargjöf post-
ulatímans var tungutalið, náðargjöf siðbótartímans var
fornmálaþekkingin. Melarikton hafði eigi sem Lúter
tungutakið frá hjartarótum hinnar þýzku þjóðar, en hann
var miklu lærðari i hebresku og grísku, og hann hjelt
þvi fast og fjekk það viðurkennt að málfræðislegur
skilningur á ritningunni verður að ganga á undan hinum
guðfræðislega. En Melankt.on gleymdi eigi heldur að