Landneminn - 01.01.1892, Qupperneq 1
Landneminn.
Frjettir frá Canada og íslendingum þar.
M 5.
B E YKJA VIK, JAN ÚA R.
1892.
Ferðasaga og landlýsing,
eptir
B. L. Baldwinson.
(Framh.). 31. ágúst fórum við með hinni nýju járnbraut norð-
ur til Edmonton. Sá hær stendur á norðurbakka Saskatchewan-
árinnar, 192 mílur norður frá Calgary og er höfuðstaður hins
syonefnda
Edmonton Districts.
Hjerað petta liggur frá Battle River að sunnan, um 150 míl-
ur norður að Athabasca-ánni; háhryggur Klettafjallanna mynd-
ar vesturtakmörk hjeraðsins, 111. hádegisbaugur takmarkar pað
að austan; er bað um 150 mílur frá norðri til suðurs og um 300
mílur frá veslri til austurs, eða alls um 45,000 ferh.mílur. Sa-
skatchewan-áin rennur frá suðvestri tii norðausturs nálægt miðju
hjeraðinu, svo að bærinn Edmonton er bjer um bil miðpunktur
þess. Bærinn er á sömu breiddargráðu og Liverpool á Englandi
og Dublin á írlandi. — Bakkar árinnar, þar sem bærinn stend-
ur, eru um 200 fet á hæð og eru þeir að mestu skógi vaxnir,
svo að ekki er möguiegt að sjá bæinn í heild sinni þess vegna,
og sýnist hann þvi ekki stór, þó þar sjeu nú á sjötta hundrað
íbúar. — Það eru ef til vill einhverjir, sem eiga bágt með að
trúa, að bær þessi, er allt fram að síðastl. jftlímán., hefur mátt
heita að vera 200 enskar mílur ftt og norður frá öllum almenn-
um mannavegum, skuli hafa um 10 sölubúðir og að auk 1 járn-
vörubúð, 1 lyfjabúð, gull-stáss-búð, bókabúð, húsbúnaðar-sölubúð,
kvennklæða- (Millinery) bftð, prentsmiðju, skóbftð, aktýgjabftð,
karlklæðasölubftð, 4 járnsmiðjur, 4 timburverkstæði, 2 kjötsölu-
búðir, 1 bakarí, 1 báta- og vagngerðarhús, 1 ljósmyndabúð,
<Gallery), 4 kirkjur, 2 skóla, 4 hótel, land-skrifstofu, Crown tim-
ber offtce, telegraf-stofu, pósthfts, lögregluskrifstofu og telefón-
stofu, sögunarmylnu, mölunarmylnu og múrsteins-gerð. — Eptir
að hafa sannfært sjálfan mig um það, að allt þetta væri til í
bænum Edmonton, var mjer bent á, að ekki væri alit upp talið
enn, því að undir bænum sjálfum sje ágæt kolanáma, og eru
þau flutt heim að húsum Edmonton-bfta fyrir |2V2 hvert, ton.
Kol þessi eru eins góð og önnur, er fáanleg eru í Canada. í
Edmonton hjeraðinu er þetta kolaiag í jörðu á 150,000 ferh.
mílna svæði og er áætlað að það muni endast öllu hjeraðinu,
hversu þjettbyggt sem það kann að verða,ínæstu 400,000 ár!—-
Við sáum ágætan sagaðan við í Edmonton og var verð á hon-
um líkt og i Winnipeg, eða $16 1000 fetin af þeim ódýrasta
og $25 af þeim dýrasta — Siding, Ceiling og Ploaring.
Prá Edmonton íórum við austur með Saskatchewan-ánni 8
mílur til Clewer Bar. Þar er útmælt bæjarstæði, en ekki er
enn þá farið að byggja þar; 10 mílur lengra norðaustur með
ánni er Fort Saskatchewun; þar er „Mounted Police“ stöð, og
eru það helztu byggingarnar þar; annars eru þar 2 bftðir, póst-
hús, telegraph-stöð, járnsmiðja og timburverkstæði, bakarí og
hótel. Þar vorum við eina nðtt, Þaðan keyrðum við í norð-
austur að hinni svo nefndu Sturgeon-á, 12 mílur, og vorum við
þá komnir 30 mílur í norðaustur frá Edmonton. Þaðan keyrð-
um við i vestur til St. Albert; er það þorp 12 mílur norður af
Edmonton. Þar dvöldum við eina nótt. Frá St. Albert fórum
við vestur á hinar svonefndu „Stony Plains", um 25 mílur vest-
ur frá Edmonton; er það vestasta byggðin í Albertahjeraðinu.
Á Stony Plains fundum við þýska innflytjendur, er höfðu sezt
þar að í maí ívor, alveg nýkomnir frá föðurlandinu. Þeir voru
bftnir að byggja sjer snotur hfts og höfðu talsverða akra, voru
þeir afbragðs vel sprottnir. Þar tókum við sýnishorn af höfr-
um, hveiti, hampi og tóbaki (hið síðast talda ekki tullsprottið).
Síðan hjeldum við aptur til Edmonton um kvöldið og höfðum
þá verið 3 daga í skoðunarferðinni.
Um lýsing landsins frá Calgary til Edmonton vildi jeg helzt
geta komist hjá að skrifa, því það er ekki mitt meðfæri. Enda
getur maður ekki fengið neitt nákvæma hugmynd um lögun eða
frjósemi landsins frá járnbrautarvögnunum. En eptír því sem
sjeð varð, er landið frá Calgary norður að Crossfleld um 30
1 mílur, allt ósljett, graslítið og sendið; enda fáir bændur með
fram brautinni á þessum parti. Frá Edmonton fer landið lækk-
andi norður að Red Deer, sem er 95 mílur norður frá Calgary,
og er landslag þar mjög fagurt með pörtum, þó ekki sjáist það
alstaðar vel frá brautinni, vegna skógarrunna, sem fara vaxandi
er norðar dregur. Landið er öldumyndað og hallar til norð-
austurs. Öldurnar eru langar og flatar og dældirnar milli þeirra
breiðar; þannig má víða sjá frá 12—20 milur í austur frá braut-
inni; skiptast þá skarplega á ýmist engjaflákar eða skógarrunn-
ar, en mest er sá skógur smár og á pörtum willow- kenndur.
Bændur fjölga og landræktin eykst er norðar dregur. Frá Red
Deer til Edmonton hallar landi enn í sömu átt, svo Edmonton
er á annað þúsund fet lægri yflr sjávarmál en Calgary. Mjer
virtist landið fríkka eptir því sem norðar dró, en ekki varð jeg
hrifinn af fegurð þess eða frjósemi fyr en komið var norður að
Leduc, 18 mílur fyrir sunnan Edmonton. Þar álít jeg að sje
suðurjaðar á hinu fegursta og frjðsamasta landi, er jeg enn liefi
sjeð. Þar hverfa hæðirnar og landið fer að verða öldumyndað
sljettleudi, þannig, að öldurnar eru lágar og sljettar og stórar
um sig — frá 2—10 ferh.mílur að ummáli, eptir þvi sem sjeð
varð, og lægðirnar, sem reyndar eru lítið lægri en sjálfar hæð-
irnar, eru rennisljettar og að mestu leyti sama jarðlag og á
hæðunum. Af hæðum þessum sjest víða 20—30 mílur i tvær
áttir, helzt austur og norður; hjer og hvar eru allvænir engja-
flákar, þó ekki betri en þeir, er jeg hef sjeð í Álptavatns- og
| sumstaðar í Þingvalla-nýlendunni. Skógarrunnar strjálir hjer
i og hvar og hið ágætasta plógland á milli þeirra, sem hægt er
að hugsa sjer; sást það glöggt á hinu stórvaxna og margbreytta
fjölgresi, er þakti ellar bæðir og flestar dældir, að undantekn-
1 um engjaflákum, sem jeg hvergi hef sjeð i líkum stíl og þar.
Víða var landslagið einna likast því sem það er víða á Skot-
; landi, að því undanteknu, að það er sljettara í Edmonton-hjer-
aðinu. — Flestum íslendingum, sem farið hafa um Skotland, hef-
ur borið saman um, að þar sje fagurt land. En naumast trúi
jeg öðru en að þeir mundu viðurkenna yfirburði Edmonton-
hjeraðsins í þessu efni, ef þeir sæu það.
Fegursta landið sá jeg í norðaustur af Edmonton, nálægt
Sturgeon River; á milli Saskatchewan-árinnar og hinna svonefndu
Beaver Hills voru þeir fegurstu og best sprottnu hveiti- hafra-
og bygg-akrar, sem jeg hef sjeð. Þaðan tókum við Sveinn sýn-
ishorn af alls konar korntegundum og eru þau nú til sýnis í
Winnipeg, og viðurkennd að vera hin bestu af sinni tegund,
sem hingað hafa komið. — Við Sveinn tölnðum við marga bænd-
ur og „business“-menn þar, og allir luku þeir sama lofsorði á
landið, hvað frjósemi snertir. Bændur, sem bftnir eru að vera
þar frá 10—30 ár, segjast hvergi í Ameríku hafa þekkt jafn-
frjósamt land. í vanalegu ári fá þeir 100—114 bush. af höfr-
um af ekrunni og 60 bush. er álitið lítil uppskera. Bygg gef-
ur 60 bush. af ekrunni og hveiti yflr 40 bush. Jarðepli gefa
þar fertugfaldan ávöxt og verða opt 3—4 pd. að þyngd. Vita-
skuld er þetta meira en meðal-uppskera í hjeraðinu; hftn fæst
ekki á hverju ári, en opt kemur það fyrir, að hún er svona rnikil
og jafnan bezt hiá þeim, er mest vanda allan undirbúning und-
ir sáningu og sá tímanlega á vorin. Þeir sem svo búa, var
mjer sagt að mætti eiga víst, að fá ágæta uppskern 7 ár af