Landneminn - 01.01.1892, Page 2

Landneminn - 01.01.1892, Page 2
2 LANDNEMINN. hverjum 10 árum; hin 3 árin mætti höast við að sumarfrost kynni að skemma, þó aldrei eyðileggja uppskeruna. — Sumar- frost eru mikið minni norður við Edmonton, heldur en sunnar t. d. við Ked Deer eða Calgary, eða í Manitoba og Norður-Da- kota. Enda sagt að hveiti þoli vel 10—12 gr. frost við Ed- monton, þar sem það skemmist í 5—6 stiga frosti i Manitoba. Ekki vissu bændur hvernig stóð á þessu. En reynslan hafði kennt þeim að þetta var sannleikur. — Gott vatn má fá hver- vetna með því að grafa eptir því frá 10—50 fet. Kol getur maður fengið á hverri section, með því að grafa eptir þeim. En bændum þykir betra að nota skóginn meðan hann er til, eða þá að kaupa kolin, er kosta heimflutt $2'/^ til |3 tonið. Víðast er flskur í ám og lækjum og eru menn fljótir að veiða þá; al- menna reglan er að rota þá. Svo eru þeir þykkt í vatninu, að opt fást 2—3 í einu höggi. Þetta þykir nfl máske nokkuð ó- sennilegt, þeim er aldrei hafa komið á slíkar fiskistöðvar; en satt er það þó. Það er með fiskinn í þessum lækjum og ám, eins og selinn og síldina við ísland, að hann gengur í torfum og veður ofansjávar. Styrja fæst í Saskatehewan- og Sturgeon- ánuin. Hvítfiskur í stðrvötnum í norður og vestur-pörtum hjer- aðsins; hinn siðastnefndi seizt í Edmonton á 5—10 dollars 100 fiskar. Stór siiungur, Pike, Pickerel og gullaugu, dragast á færi. Gripaland er hið bezta hvervetna í hjeraðinn, og segja bænd- ur svo frá, að kýr þeirra gefi betri mjólk, mjólki fleiri potta á dag og fyrir lengri tíma, heldur en þeir hafi átt að venjast í öðrum pörtum þessa lands, og sjeu þó að mun ljettari á fóðrum heldnr en í Manitoba eða Dakota, þar sem vetrar eru lengri og fannmeiri. Loptsiagið í Edmonton-hjeraðinu er mjer sagt hið heilnæm- asta sem kostur er á á öllu þessu meginlandi. Eptir sögn lækna er fólk hjer heilsubetra og kraptmeira en víðast annarstaðar. Læknarnir í Edmonton, Wilson & Mclnnes, segja að tæring sje þar ekki þekkt, og að tæringarveiku fólki, sem sent er úr hin- um austari pörtum Canada upp þangað sjer til heilsubótar, batni algerlega eptir stutta dvöl þar. Lungnabólga er þar nálega að segja óþekkt; að eins einn slikan sjúkiing hafa þeir orðið varir við í 8 ár. Taugaveiki er þar sjaldgæf; enginn slíkur sjúkling- ur hefur leitað þar lækna síðan 1885. Það er því auðsjeð að það er enginn hægðarleikur að verða veikur i Edmonton-hjerað- inu. —Meðal-regnfall frá 1. apríl til 1. október í síðastl. 10 ár hefur verið 10.25 þuml. Meðal-snjófali um og yfir 18 þuml. á vetri. Veðurlag er þar svipað og i Ottawa, Ontario; vor 52.30, sumar 57.10, haust 30.3, vetur 11.90 — að jafnaðartali yfir árið 37.83 hiti. Vetur byrjar þar í nóvember með frostum og snjó- falli, þó verður snjór þar ekki djúpur fyr en eptir nýár. Jan- úar og febrúar eru köldustu mánuðirnir. í marz fer veður að hlýna og snjór hverfur í apríl eða snemma í maí; regn fer að falla í júní. Heyskapur byrjar um miðjan júlí og uppskera um miðjan ágúst, og endar í september. Haustfrost byrjar að gera vart við sig seint í september. Gullið í Saskatchewan-ánni er þess vert að hjer sje minnst á það með fáum orðum. Það er engin veruleg gullnáma. En þó hefur verið unnið að nokkurs konar námagrepti með fram þeirri á í síðaBtl. 2 ár, og síðasta ár voru tekin /20,000 upp úr ánni i kringum bæinn Edmonton og Port Saskatchewan á 250 mílna löngu svæði, eða frá Victoria um 80 mílur fyrir neðan Edmon- ton og 180 mílur upp fyrir hann; finnst gull þetta á eyrum í ánni, í dupt-mynd. Vinna við þetta menn svo hundruðum skipt- ir árlega', einkum vor og haust, þegar áin er litil, og verður meðalkaup þeirra þá /2—5 á dag. Það verður því enginn maður ríkur á því að grafa þar gull, en mjög er það þægilegt fyrir fátæka landnema, að þurfa ekki að ferðast langar leiðir til að leita sjer atvinnu, þegar þá vanhagar um eitthvað. Þarna geta þeir gengið að vissri vinnu og vissri borgun fyrir hana. Nauðsynleg námagraptar verkfæri kosta frá /2—15 ; vanalega um /5. Ked I)eer nýlendau. Hinn 4. september fórum við frá Edmonton upp í nýlendu íslendinga við Ked Deer-ána — um 75 mílur norður frá Calgary. Herra Jónas Hall hefur í Heimskringlu 8. júlí síðastl. gefið mjög greinilega lýsingu af landinu í nýlendunni og umhverfis hana, svo að jeg finn enga ástæðu tii að endurtaka hana hjer; að eins skal jeg taka það fram til skýringar þeim, er hafa einhvern tima komið í Þingvalla-nýlenduna, að austurhluti Alberta eða Red Deer nýlendunnar er að landslagi og útsýni svipaðastur því, sem það er í suðurhluta Þingvalla-nýlendunnar, en vestur-partur hennar likist mest sandhólunum norður af Glenboro. Þó er jarðvegur í Bed Deer nýlendunni mikið minna sandblendinn og þess vegna betri en á Glenboro-hæðunum. — Benedikt Bardal, efnaðasti bóndinn i nýlendunni, keyrði okkur Svein um alla ný- lenduna og komum við á hvert heimili og tókum skýrslu yfir efnahag bænda. Sýnir hún tölu bændanna, sem er 26, með 115 manns í fjölskyldum þeirra (tveir aðrir bændur eru í ný- lendunni, sem við vissra orsaka vegna gátum eigi náð til). Alls eru i nýlendunni 58 ekrur plægðar, þar af eru 26 ekrur undir ræktun og eru hafrar í 15, bygg í 9 og garðávextir í 12 ekrum; hveiti hafa þeir ekkert, að undanteknum einum litl- um bletti, sem ekki er meira en */4 ekru á stærð. Griparækt er þar nokkur og mun verða aðai-atvinnuvegur nýlendubúa, því að ekki er að tala um akuryrkju sökum sumarfrosta, sem þar eru árlegur gestur og gera hana því ómögulega. Stærstan akur sáum við þar hjá Stefáni G. Stefánssyni, skáldinu frá Mjóadai í Þingeyjarsýslu. Hann hafði 5 ekrur ræktaðar, 2 af höfrum, 2 af byggi og 1 af garðávöxtum. Grjón voru skemmd af frosti, en hafrar stóðu vel; voru ekki fullþroska. — Stefán býst við að hafa 10 ekrur undir ræktun á næsta ári. Það telja bændur þessari nýlendu til gildis, að hún hafi het- ra gripaland, en nokkur önnur af hinum íslenzku nýlendum, og að gripir sjeu þar ljettir á fóðrum á vetrum. En á hinn bóg- inn ber þeim saman um, að ekki sje þar um akuryrkju að ræða, og þykir sumum þeirra það vera stór ökostur og lítt viðun- andi. Einstöku maður er jafnvel farinn að hugsa um að flytja sig norður til Edmonton, þar sem vitanlega er miklu betra ak- uryrkjuland og minni sumarfrost. Að svo miklu leyti, sem jeg hef vit á að dæma um landgæði, þá lízt mjer illa á Alberta-nýlenduna í heild sinni, og jeg er óviss um að öllu lakara nýlendusvæði hafi verið finnaniegt á allri leiðinni rnilli Calgary og Edmonton. Jeg segi þetta ekki af því, að mig langi til að gera Alberta-nýlendu-búa að nokkr- um olnbogabörnum, heldur blátt áfram af því, að jeg álít það vera sannleika. Þess vegna vildi jeg ráðleggja þeim íslending- um, sem til vesturflutnings bugsa, að leita lengra norður, og að festa sig ekki í Bed Deer nýlendunni fyr en þeir eru búnir að skoða sig vel um í Edmonton-hjeraðinu og munu þeir þá kom- ast að raun ura, að það sem að ofan er sagt um nýlenduna, er ekki talað í neinum óvingjörnum tilgangi. Úr brjefi frá Winnipeg, dgs. seint í okt. „Hjer heflr tíð verið hin ágætasta í allt sumar ogj það sem af er haustinu. Rigningar komu á hentug- um tíma í vor, enn sumarið var þurt og hlýtt. Korn- tegundir allar spruttu ágætlega, svo að aldrei hefir jafnmikil auðlegð verið tekin úr canadiskri jörð á einu ári eins og í haust. Um 50,000,000 skeppur hveitis er áætlað að flutt muni verða út úr landinu í haust og vetur, og er það um 75,000,000. króna virði. Samt er nóg eptir tii heimabrúkunar og út- i sæðis að vori. Mesta fólksekla hefir verið hjer í sumar og gott kaup boðið. Menn hafa fengið hjá bændum 30 til 35 dollars um mánuðinn. Kvennfólk hefir fengið 10 til 15 dollars um mánuðinn í vistum. Yestur í landinu t. d. í Calgary og Edmonton er þeim boðið um 20 til 30 dollars um mánuðinn, en fást ekki. Það væri ekki óheppilegt fyrir nokkrar stúlkur frá íslandi að koma hingað; það er munur að vinna hjer í fínum húsum við þokkaleg og ljett inniverk fyrir 1000 til 1200 krónu kaup um árið, eða að vinna á íslandi

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.