Landneminn - 01.01.1892, Side 3

Landneminn - 01.01.1892, Side 3
LANDNEMINN 3 fyrir að jafnaði 30 krónur ura árið, að jeg ekki nefni fæði og aðra aðhlynningu. „Öldin“ heitir nýtt vikublað sem byrjað er að koma út í Winnipeg. Stofnandi þess og ritstjóri er Jón Ólafsson fyrrum alþm. í Reykjavík. Þeir sem þekkja herra Ólafsson, munu geta nærri að blað hans verði frjálslynt í skoðunum, kirkjulegum og pólítískum. Líklegt þykir að það muni fá allmarga kaupendur meðal ísl. í Vesturheimi. Öldin er nokkuð stærri en Þjóðólfur, og segir ritstjórinn, að hún ætli sjer að stækka. í Winnipeg eru gefin út 4 blöð á íslensku: „Heims- kringla“, „Lögberg“, „Öldin“ og „Sameiningin“, (kirkjulegt tímarit gefið út af kirkjufjelagi ísl. í Vest- urheimi undir forustu ritst. sjera Jóns Bjarnarsonar). Þegar tekið er tillit til stærðar og leturmergðar á þessum blöðum, þá mun óhætt að fullyrða að Winni- peg-íslendingar standi feti framar í blaðamensku heldur en sjálfir Reykvíkingar“. Winnipcg. Fáar borgir hafa tekið jafnfijótum framförum sem Winnipeg. Hvergi í heiminum eru framfarirnar jafn-stórstígar sem í Ameríku, og borg- in Chicago er ljóst dæmi um það. Engin borg í heimi hefir verið svo bráðþroska. Hún er að eins 60 ára gömul og íbúarnir eru orðnir hjer um bil 1 miljón. En næst henni og ef til vill fremri, því vjer getum ekki sjeð fram í aldirnar, er Winnipeg, enda er hún í kölluð í Ameriku „Chicago of the West“ („Chicago vestur frá“). íbúar í Winnipeg eru nú nær 30,000, enn vóru fyr- ir 20 árum að eins 100 manns. Borgin stendur all- hátt, af því hún er svo langt inn í landi, 700 fet yfir sjávarmál. Loftslag er því einkar gott. Borg- in er á ármótum milli Rauðár og Assiniboine-ár, sem báðar eru skipgengar, og ganga á þeim gufubátar; hefir því borgin orðið aðalstöð Hudsonsflóafjelagsins, er hefir þar mjög yfirgripsmikil verslunarviðskipti. Winnipeg ræður öllum lögum og lofum í verslunar- málum í norðr- og vesturhluta Canada. Borgin er falleg; hún er byggð úr tígulsteini og grjóti, járn- vegir á strætum, rafmagnsljós, spítali ágætr, verk- smiðjur í uppgangi og margar merkilegar opinberar byggingar. Aðalstöðvar Canadaþverbrautarinnar (sem liggr þvert yfir Ameríku) eru hjer, og er hjer mjög góður áfangastaður fyrir ferðamenn, þar sem engin þæg- indi skortir. Hjer eru aðalskrifstofur brautarinnar og landnáma skrifstofur stjórnarinnar. Brautarfjelagið á reiti (sectionir), sem merktir eru með oddatölu, í landinu báðumegin brautarinnar, 24 mílur út frá henni, milli Winnipeg og Klettafjalla. Þeir sem fara með brautinni fá nægan tíma til að leita sjer allra upplýsinga og fá landabrjef og prentuð smárit um lönd þau er fjelagið hefir ráð á. Umboðsmenn geta einnig hvervetna gefið nægar upplýsingar um landið og verð á því í nágrenni við stöðvarnar. Calgary. Þessi borg er sem lesendur vita í Al- bertahjeraði. Borgin er 3,388 fet yfir sjávarmál. íbúar 3,500. Það er merkasta og fallegasta borgin milli Brandon og Yancouver. Útsýni er þar einkarfagurt, því borgin stendur á hæðum girtri sljettu og mæna þar yfir snjóhvítir tindar Klettafjallanna. Fyrir ís- lendinga er sem þeir sjeu heima á fegurstu stöðum, hvað útsýnið snertir, enn landkostir munu þó ekki síðri. Þar eru aðalstöðvar verzlunarinnar úr hinum stóru hjeruðum þar umhverfis, og þangað sækja námumenn úr fjöllunum allar nauðsynjar sínar. Þar er gnægð af ágætu byggingaefni í grendinni. Nægur trjáviður fæat hjer, sem flytst með Bow River. Calgary er ein- hver helzta stöð stjórnarlögreglunnar og Hudsons-flóa fjelagið hefur þar stöðvar. Brandon. Þessi borg er allskamt vestur frá Winni- peg, 1,150 fet yfir sjávurmál. Þar er helzti korn- markaður í Manitoba, og ágætur markaður fyrir hjer- aðið í grend. Borgin er vel sett, og þótt hún sje að eins sex ára gömul, eru stræti þar falleg og bygg- ingar mjög álitlegar. Yaneouver er eyja vestur við Kyrrahafið. Þar sem borgin stendur nú var þykkur skógur þar til í maí 1886. Borgin óx stórkostlega frá því í maí og þar tií í júlí það ár, enn í júlí eyddist borgin af skógareldi, nema aðeins eitt hús, og er það enn til sýnis. Nú eru borgarbúár yfir 15,000. —- Útsýni er þar einkar fagurt. Þar er höfn stór og góð, og verzlun mikil. Gristihús mörg, kirkjur, skólar o. s. frv. Hús eru þar byggð úr múr og granit, og sum hús einstakra manna taka fram aldargömlum borgum. Þar eru faileg stræti margra mílna löng og upplýst með gasljósum og raf- magnsljósum. Gnægð af hreinu vatni er leidd í píp- um til bæjarins neðan jarðar úr fjöllunum í kring. Milli Vancouver og Asíu eru reglulegar gufuskipa- ferðir (til Kína og Japan). — Veiðiskapur er þar tak- markalaus; villigeitur, birnir og rádýr eru í fjöllun- um; silungsveiði í fjallánum og sjófiski mjög marg- breytileg. Þar eru nokkrir íslendingar, og er það vestasta aðsetur þeirra í Ameríku. Landneminn kemur út þetta ár (1892) einu sinni í mánuði hverjum, og verður sendur ókeypis út um landið. Hann mun framvegis flytja svo greinilegar frjettir sem unt er frá íslendingum í Ameríku, og mun njóta aðstoðar hinna kunnugustu og áreiðanlegustu manna meðal ís- lendinga vestra. Ef hentugleikar leyfa verða með vorinu gefnar út „Hagskýrslur11 frá íslendingum í Kanada og Norðvest- urlandinu. Verður þar greiuilega skýrt frá efnahag hvers íslenzks búanda þar í landi, hve mikið land hann hefur ræktað og hvað hann ræktar, og sömuleiðis hvað hann á af iifandi fje. Ennfremur hver bústofn hans var í fyrstu og hvað miklar eigur lians eru nú, að skuldum frá dregnum. Hver maður verður nefndur með nafni, svo og hvaðan hann er kominn af íslandi. Þassi bók hlýtur að verða afarfróðleg fyrir alla ís- lendinga, ekki sízt heima. Geta þeir af henni sjeð greinilega, hvernig hverjum einstökum, sem vestur hef- ur farið og búsett sig í Kanada, líður, og verða þess- ar skýrslur teknar eptir framtali hinna kanadisk-

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.