Landneminn - 01.12.1892, Qupperneq 3
LANDNEMINN.
3
Kjör vinnuhjúa
á Islandi.
Til vestrfara.
íslenzkur kveunmaður, sem kom
til Ameríku í sumar, var árið sem
leið í vist hjá efnuðum bónda á
Vesturlandi, og átti að fá 20 kr. i
kaup fyrir ársvinnuna.
Hún hafði samið um að verða
kyr hjá þessum sama bónda næsta
árið. En svo kom það fyrir, að
móðir hennar rjeðist í að fara til
Ameríku. Vinnukonan varð, svo
sem að sjálfsögðu, að fylgjast með
móður sinni, sem var fátæk ekkja.
En nú var hún orðin vistuð fyrir
næsta árið, og varð því að fá upp-
gjöf á því, sem hún og fjekk hjá
húsbónda sínum, en með því móti,
að gefa honum til þess 20 krönurn-
ar, sem hún átti að fá í haup fyr-
ir árið, seiu hún vanu hjá hon-
um.
Það sýnist ekki sjerlega mikið,
að gefa einar 20 krónur fyrir upp-
gjöf á slíkum samningi, en það vex,
þegar þess er gætt, að það var
öll borgunin, sem viunukonan ætti
að fá fyrir 365 daga vinnu. Hún
varð þannig að vinna heiit ár fyr-
ir því höfðinglega útilátna kaupi,
að fá að fara til Ameríku, þegar
árið var liðið!!
Þessi og þvílík meðferð á vinnu-
hjúum á íslandi, sem einkum á
sjer stað hjá efnaðri bændum lands-
ins, vinnnr meira að burtflutningi
fólks úr landinu, heldur en nokkr-
ir stjórnar-agentar, sem þangað eru
sendir.
Hvenær skyldi alþingið á ís-
landi afnema vistarskylduna, svo
að vinnuhjúin þar fái að iifa eins
og frjálsar manneskjur? Skyldi
það ætla að dragast fram á tutt-
ugustu öldina?
Vinnukonan, sem keypti sjer
frelsið fyrir ársvinnu, iðrast nú
varla eptir því. Því þó hún verði
nú að vinna fyrir litlu kaupi, eptir
því sem lijer gerist, þá er hún nú
í vist fyrir töluvert meira kaup
um mánuðinn, en árskaupið heima.
Og líklega fullt svo vel úti látið,
eins og hjá efnaða bóndanum á
Vesturlandi.
W. H. Paulson.
(Eptir „Lögbergi11).
--------o
Allan-líuan
Allan-Iínan
Allan-línan
Allan-línan
Allan-línan
Allan-línan
Allan-línan
Eins og að undanförnu annast ég undirskrifaðr um fólksflutninga
til Vestrheims fyrir hönd Allan-línunnar, og verðr sent beinlínis skip
næsta sumar eftir fólkinu, eins og að undanförnu, ef nógu margir
hafa pantað far hjá mér eða agentum mínum svo tímanlega að ég fái
að vita tölu þeirra, er ætla að flytja til Vestrheims á næsta sumri
með minni línu, í síðasta lagi með póstum, sem koma hingað til
Reykjavíkr í aprílmánuði næstkomandi, eða fyrsta strandferðaskipi
í vor komandi; það er mjög áríðandi, að fólk gefi sig fram fyrir þann
tíma, svo ég geti pantað hæfilega stórt skip til að sækja þá, því þeir
sem síðar gefa sig fram, verða þvi að eins teknir, að plássið í skipinu
| sé nóg. Einnig flyt ég, eins og að undanförnu, með dönsku póstskip-
unum, þá sem heldr vilja fara með þeim.
Síðast í nóvember kom hingað til lands frá Winnipeg herra Björn
Klemensson og fór norðr til átthaga sinna í Húnavatnssýslu og dvelr
þar í vetr. Hann verðr túlkr alla leið til Winnipeg með Allan-
línu farþegum. Það væri mjög nauðsynlegt fyrir þá, sem ætla að
fara að sumri, að fá upplýsingar um Ameríku hjá honum. Hann er
sannorðr maðr og hefir enga hvöt til að segja fólki annað enn hið
sanna' og rétta um hagi íslendinga þar, og mega menn því reiða sig
á það sem hann segir þeim. Þeir sem vilja skrifa honum, til að fá
nauðsynlegar upplýsingar um Ameríku og ferðina þangað, geta skrif-
að hann á Blönduós.
Ég fer einnig sjálfr með vestrförunum, eða einhver af agentum
mínum til Winnipeg alla leið. Þegar þangað kemr, hefir Canada og
Manitobastjórnin vissa og áreiðanlega menn til að taka á móti fólk-
inu og útvega þvi vistir eða vinnu, og lönd þeim, er þess óska.
Farbréf fást til hvaða staðar sem er (járnbrautarstöðva) i allri
Canada eða Bandaríkjunum, eins ódýr og hjá nokkurri annari línu.
Allir, sem vilja fá upplýsingar um ferðina, og þann útbúnað, er
þeim er nauðsynlegr o. fl., ættu að lesa nr. 2—3 af „Landnem-
anum“.
úo &i/þmui t3oooiv,
aðalútflutningastjóri.
er elsta og reyndasta lína, sem gengr yfir Atlantshafið,
og viðrkend sú besta.
byrjaði fyrst að flytja fólk frá Islandi, og hefir flutt
flesta Islendinga, sem vestr hafa farið.
er eina línan, sem hefir sent skip upp til íslands ein-
göngu til að sækja vestrfara, og einungis þau skip, er
hún hefir sent, hafa verið útbúin til að flytja fólk sam-
kvæmt útflutningalögunum.
er sú eina lína, sem hefir flutt íslendinga beina leið frá
Islandi til Ameríku, og þó aðrar linur hafi árlega lofað
að senda skip og flyrtja beina leið, þá hefir engin lína
enn þá efnt það loforð nema Allan-línan.
hefir árlega sent túlk með vestrförum og læknar eru á-
valt á skipum línunnar; hjálp þeirra og rneðul fá vestr-
farar frítt.
flytur beinustu leið frá Skotiandi til Quebec þá er ætla
til Canada, og til New York þá er vilja fara til Banda-
ríkjanna, og þaðan með járnbraut til hvaða járnbrautar-
stöðva sem er í allri Ameríku.
sendir í hverri viku sín störu og hraðskreiðu fólksflutn-
ingaskip frá Œasgow og Liverpool til Boston, New
York, Baltimore, Halifax, Quebec og Montreal.