Reykvíkingur - 15.10.1891, Side 2

Reykvíkingur - 15.10.1891, Side 2
38 sem svo beinlínis beyrir fátækrasjóðnum til, og mundu þessar hér nefndu tvær upphæð- ir ná lángt upp í meðlag allra ómagaþett- að ár, og jafnvel meira. Verkstofur trésmiða. Það er voðalegt eptirlitaleysi sem á sér stað hér með verk- stofum þessum hér í bænum og löguuum um það engu sinnt. Trésmiðir eru hér mjög margir, og hola sér hingað og þangað, þar sem þeir fá ó- dýrast húsnæði, og má því nærri geta, að ekki er að tala um, að þau séu svo útbú- in, sem þau að iögum eiga að vera. Þrengsl- in eru víðast mikil, allt fyilist fljótt með smáspítur og tréspæni, sem safnast fyrir vikum saman; þar eru viðhafðir misjafnir lampar og kértaljós og reykt óspart tóbak; svo er hitað lím og vermdur viður við tré- spónaeld, opt á alveg óhæfilegum eldstæð- um, svo að hvergi er hættara við að eld- ur gæti upp komið enn í þessum komp- um. / En ekki hefur heyrst að nokkuð eptir- lit sé haft með þessu, en aptur á móti er verið að hnýsast í hverja smugu hjá þeim sem búa í beztu húsum, og hvar ekki er farið með eld nema til matartilbúníngs og til upphitunar herbergjanna. í fyrra vetur mun skeytingarleysi trésmiða og húsráð- enda þeirra, sem höfðu leigt þeim herbergi hafa keyrt svo fram úr hófi, að .sá, sem átti að hafa eptirlit með eldavélum, ofnum o. fl. hjá bæarbúum og þá vonandi ekki síst verksmiðjum járn- og trésmiða, inun hafa afsalað sér því eptirliti sumstaðar, af því honum ofbauð hversu brunamáialögin voru mishaldin. En hver árángur liefur orðið af því, er mönnum hulið. Nú fer veturiun í hönd, og með honurn byrjar þá líka þessi hætta, og væri nú ekki um skör fram, þó eitthvað væri gjört til þess, að trésmiðir í bænum væru látnir hlýða þeirn reglum, sem með lögum eru settar viðvikjandi verkstofum þeirra, og að þeir, ekki síður en járnsmiðir bæarins, iétu sér aunt um, að aðbúnaður allur við þessi smíði, væri í lögboðnu lagi. Húsráðendur ættu heldur ekki að liafa leyfi til, að leigja herbergi til slíkrar yðju. nema þau væru löglega útbúin. Það mun ekkí um of gjört, þó ummæli laga 15. okt. 1875 gr. 12., séu brýud fyrir trésmiðum bæarins, og eugu síður til þess að minna þá, sem lögunum eiga að fram- fylgja, að þau séu enn við líði, og skal því hér orðrétt hafa upp orð áminnstrar greinar bruuamálalaganna: „Smiðjur trésmiða . . . sem fást við trésmíði, skulu vera aðgreindar frá í- veruhíbýlum, sem eru áföst við þær, með veggjum sem eru stelnlímdir eða reyrlagðir og dregnir kalkiiimnu, og þegar íveruhíbýli eru upp yfir eða und- ir þess konar smiðjum, skulu loptin í smíðahúsinu eða í herbergjunum sem undir eru, vera gipsuð. Úr þessum smíðahúsum skulu spænir af því sem smíðað er daglega, fluttir burt á hverj- um degi og látnir á óhultan og af- vikinn stað, þar sem eigi er farið með eld eða Ijós“. Sétaragjaldið. Nú ern farnir að gánga reikningar um bæinn fyrir gjaldi þessu og þykir mönuum, yfir höfuð, gjaldið vera heldur hátt og einkum þegar tillit er tek- ið tii kringumstæðanna. Bæarstjórninni var vel kunnugt um, hversu margir reykháfar væru í bænum og um hæð þeirra, því hún liafði, í því skyni, látið semja skýrslu um það. Og þegar hún hafði ákveðið 600 kr. laun til sótarans, gat hún vel séð, hversu hátt hún þyrfti að setja sótaragjaldið. Ept- ir fyrr um getinni skýrslu, nemur gjald þettað fyrir bæinn um 1200 kr., og þegar bæarstjórnin vissi það, hefði hún getað sett gjaldið helmingi lægra. Hvar bæarstjórnin getur fundið lögheimild til slíkra gjörða, er ekki gott að segja, og naumast við að búast, að hún geti sýnt það. Laugaferðir í Reykjavík. Um þærstend- ur allöng grein i 79. tölubl. „ísafoldar“ og getur þettað^blað vel tekið undir með höf- uudi liennar í flestum greinum. Það er hörmúng að vita, hversu lengi vagnar eru að ryðja sér til rúms hér, þar sem þó vagnvegir eru komnir í flestar áttir. Það má samt ekki gleyma því, að framfaramað- ur einn hér í bæ (B. Kr.) flutti hingað í fyrra vor ágætau vagn, fjórhjólaðan, sem bæði einn og tveir hestar gátu dregið ept- ir kringumstæðúnum, og fékk hann líka manu, til þess jafnan að vera boðinn og búinn að aka fyrir bæarbúa, einJcum þó fyr- ir þvottakonur í Laugarnar. Menn verða að muna hvernig þetta fór og hvernig það var hagnýtt, áður en mað- ur kastar steini á framfaraviðleitni bæar- manna. Einstöku meun leigðu vagninn til lauga- ferða og annars fyrst framan af, en þegar

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.