Reykvíkingur - 15.10.1891, Side 4
40
ar til sorgarskrúðans. Sumir lána þá klæði
eða þunna svarta dúka, og verður þettað
alit ósamkynja, en svart er það. Enginn
eða fæstir lána þettað með góðu geði, sem
ekki er von, því ekki verður hjá því kom-
ist að eitthvað kunni að skemmast, því
festa verður þetta upp með nöglum. Stund-
um verður líka að horga þar af leiðandi skaða-
bætur, sem gjöra allt dýrara.
Að þessu leyti er slíkur sorgarbúningur
fremur ódýr hér, en — Abraham, sem hefur
hlaupið þessar betliferðir, honum verður að
borga nokkra aura; ísak, sem hefur verið
með að rjetta að og halda undir blæurnar,
setja kértin í pípurnar og fl. honum verður
að borga nokkrar krónur, og honum Jakob,
sem hefur ráðið fyrir öllu þessu, og nýr
höndurnar, þegar Abraham hefur gengið vel
að sníkja, hann nælir títuprjónonum og held-
ur reikninginn, og honum verður að borga
íþeim bláu, því smærri mynt samþyðist ekki
hans forðabúri.
Þessi sorgarbúningur kirkjunnar, þegar
hann hefur þannig verið viðhafður, hefur
orðið talsvert kostbær, þó aðalefnið hafi ver-
ið lánað, og liggur það mest í fyrirhöfninni
sem ekki er gefin. En þettað kemur nú
engum við, þegar einstakir menn eða ein-
stök fjölög kosta þettað, en þegar þessu er
kastað upp á bæarsjóð, þá fer manni að
koma það við, eins og nú er farið að tíð-
kast, án hinnar minstu heimildar. En mað-
ur verður að bera það traust til endurskoð-
unarmanna bæarreikninganna að þeir, á sín-
um tíma, krefjist að slik gjöld verði endur-
borguð af þeim, sem hafa leyft sjer að gefa
reikning fyrir þeim til bæarsjóðs og þau
hafa verið greidd úr honum.
Ef slíkt fyrirkomulag annars ætti að verða
að venju, sem maður ekki skyldi geta í-
myndað sér, þá væri betra að bærinn út-
vegaði kirkjunni slíkar sorgarblæur og ann-
að til heyrandi sem gjöf, sem síðan skyldi
fylgja henni, og væri svo haganlega fyrir-
komið að enginn Jakob þyrfti til að setja það
upp og mundi það geta með tímanum, orð-
ið hagnaður fyrir kirkjuna, þó hún kostaði
viðhald á því, þareð sjálfsagt væri að hún
tæki hæfilega leigu af því, þegar menn
vildu fá afnot þess.
Eptirbreytnisvert. Sýslumaður nokkur
var búinn að þínga, og spurði hreppstjóra,
áðurenn hann tók skjöl sín saman, hvort
nokkur hefði frekara fram að færa á þessu
þíngi. Stóð hreppstjórinn þá upp og sagð-
ist vera hér með óþekktar stelpu, 11 vetra,
sem þæði af sveit, og vildi hann í nafni
hreppsbúa biðja sýslumann að láta hýða
hana á þinginu, það væri það eina sem reyn-
andi væri við hana. Sýslumaður skipaði
þá að koma með hana, og dró hreppstjóri
hana nauðuga, ásamt öðrum sínum líka, inn
í þínghúsið. Sýslumaður spurði barnið að
heiti og sagði það honum nafn sitt. „Því
ertu svona illa til fara?“, spyr hann; „ég
pefi ekki anuað að fara í“, ansar barnið.
„Því ertu svona mögur, hefurðu ekki mat-
arlyst?“, spyr hann enn; „jú, ég borða það
sem ég fæ“. — Sýslumaður spyr þá hrepp-
stjóra, hver sé bestur samistaður fyrir úng-
linga þar í hrepp, og nefnir hreppstjóri þann
stað, en segir að það muni margt hægra
enn koma börnum þar fyrir. Sýslumaður
stendur þá upp, tekur í hönd barnsins, leið-
ir það til hreppstjórans og skipar honum
að láta barnið fá sómasamleg föt og fara
sem fyrst með það til þess staðar er hann
hafði nefnt, heilsa húsbændonum þar frá
sér, og þar með að hann biðji þau að taka
barn þettað og veita því gott uppeldi, en
hann skuli sjá um, að hreppurinn borgi það
sómasamlega.
Hreppstjórinn og allur þingheimur varð
forviða við þetta og þókti fyrst miður, að
fá ekki þá ánægju að sjá sýslumann typta
barnið, en bráðum snérist það upp í lof um
rjettlæti og nákvæmni sýslumanns, og allt
var gjört sem hann hafði fyrir skipað.
Stúlkan varð mesti myndarkvennmaður,
giptist síðan duglegum manni í sveitinni og
er enn í dag fyrirmyndar húsmóðir þar.
Auglýsing.
Á fundi félagsins „Reykvikíngur“ 8. þ. m.
var viðtekið, að lög félagsins væru hér ept-
ir til sýnis lysthafendum hjá ritstjóra blaðs-
ins. Allmargir gengu í félagið á þessufti
fundi.
Að vörun.
Þeir bæarmenn, sem ekki vilja láta Ja-
kobsstóð með þess fylgjurum, og annan fén-
að éta upp blóm þau, sem þeir af ræktar-
semi hafa plantað á leiði vina sinna og
ættíngja, ættu að taka sig saman hið bráð-
asta, og láta vel í hliðið á vesturvegg
kirkjugarðsins, sem nú í lángan tíma hefur
alltaf verið opið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egilsson.
Reykjavik 1891. — Fjelagsprentsmiðjan.