Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 4
8 einn ofurhugi var sendur upp á líf og dauða (að drukkna ekki) til veganefndarformanns- ins, að segja honum tíðindin, en honum brá hvergi, sat kyr í sínum hægindastóli og "kveykti í nýjum „Habanna cigar11 og fór að kvarta um svefnleysi. Um hádegisbilið sáust tvær eður þrjár hræður á einni göt- unni þar sem grynnst var krapið og sögð- ust vera sendir frá veganefndinni að leita að rennunum, og höfðu í höndum sjer hin alkunnu afkasta-verkfæri við svona starfa, — presta spaða eftir „justeraðri11 stærð, en krapið vildi ekki tolla á þessum undra tól- um, og datt jafnt og þjett ofan í sömu hol- una aftur; var þó haldið áfram þessu pati, uns fór aptur að frysta og fenna, og varð allt að hlemmisvelli, og á því komust verkamenn lífs heim til sinna húsa, og vofir nú yfir hið sama þegar þiðnar aftur. Um nýtt uppsátur. í fyrsta tölublaði „Reykvíkings11 var get- ið um að nokkrir menn fyrir vestan bæinn hefði sent bæjarstjórninni beiðni um að lög- uð yrði Bakka-vörin, sem nú væri orðin lítt hæf til uppsáturs; það er nú fyrir það fyrsta, að allur bakkinn inn með Hlíðar- húsamýrinni blæs árlega upp og gengur það upp á mýrina, og þyrfti því hið bráð- asta að föng eru til, að setja skorður við því, en það er ekki gjört nema með nokkr- um kostnaði, og ef ekki væri annað unnið með því, að fyrirbyggja þetta, en að bakk- inn með fram mýrinni hætti að blása upp, gætu verið deildar meiningar um að það svaraði tilkostnaði, þótt að hjer sje um all- stórt svæði að ræða, sem með tímanam mundi eyðileggjast af bæjarins Iandi. En í sambandi við það, að frelsa nú allt þetta umgetna svæði frá framvegis eyðilegg- ingu, finnst oss mætti hafa það fyrir augna- mið, að þar er einmitt hið hentugasta upp- sátur fyrir alla sjómenn bæjarins, að minnsta kosti allan mið- og vesturpartinn, og mætti gjöra það svo hentugt, hægt og gott, að það tæki langt fram því sem sjómenn hafa nú hjer í grófinni, því bæði mun þar held- ur styttra að setja enn hjer í grófinni, meira afskekkt, betra frelsi og útrými fyr- ir sjómennina en það er þeir nú nota. Pað er óþarfi að fara mörgum orðum um í þetta sinn hvað hentugt þetta grófar uppsátur er; menn sem hafa komið eður verið í Reykjavík þekkja það svo vel, og þeir einu kostir ef nokkrir eru (?) sem því verður talið til ágætis, er hinn stutti vegur frá og til skips, fyrir suma en ekki alla, sem sjó stunda, því marga háseta þurfa formenn (sem nefnt er) að kalla upp fyrir læk, og víðsvegar um bæinn, og er því ekki meira fyrir hásetana að ganga vestur í Hlíðar- húsasandinn en formennina að kalla þá víðs vegar um bæinn. Þar næst vildum vjer leyfa oss að benda á hvernig mætti útbúa betra uppsátur í Hlíðarhúsasandinum upp á bakkanum, en það sem menn hafa notað hjer áður í gróf- inni, en þó með sem minnstum tilkostnaði, en upp á haganlegasta máta sem unnt er. (Framh.) Bæjarbryggjan og fátækra fóstrarnir. Gleðilegur vottur um vaxandi hagsýni er það, að bæjarstjórnin hefur nú fundið upp það snjallræði, að láta nokkra þurfa menn bæjarins vinna að grjótklofningu til fyrir- hugaðrar aðgjörðar á hinni svonefndu hafn- arbryggju, og þannig sparað með hafnar- sjóðnum útgjöld fátækrasjóðsins, og er von- andi að þessi hagsýni verði vísir til meiri framfara í þá átt, hjá bæjarstjórninni; von- andi er að menn geti treyst því að verkið verði trúlega af hendi leyst og bætt verði úr þeim göllum er áður voru; reyndar hef- ur heyrst að hæðin eigi að halda sjer og verður þá að gjöra þriðja atrennuna að því. Vjer höfum orðið þess varir að talsverð óá- nægja hafi risið meðal bæjarmanna yfir því að bæjarstjórnin Ijet þurfamenn alleina sitja fyrir þessari vinnu, en lofaði ekki fleirum að komast að, sem höfðu þess þörf, en vjer sjáum ekki að bæjarstjórnin sje ámælisverð fyrir það, því fyrst er það, að ekki var hægt að bæta úr allri þörf hjer með þessari vinnu, því þá hefði hún dreifst svo að engan hefði neitt verulega munað, og í annan stað hef- ur bæjarstjórnin með samþykki amtsins um- sjón hafnarsjóðsins og því sjálfráð um það hverja hún notar til vinnunnar, en á sama má hafnarsjóðnum standa, hvort það eru þurfamenn eður aðrir, einungis er það skylda bæjarstjórnar eður hafnarnefndarínnar að taka svo marga til vinnunnar, að vissa sje sje fyrir því að grjótið verði komið í tæka tíð þegar byrjað verður sem mun vera á- formað ef unt er í strauminn viku af góu, en treina ekki verkið sem lengst einungis vegna þurfamannanna. (Framh.). Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð. Reykjavlk 1892. — Pjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.