Reykvíkingur - 01.04.1892, Qupperneq 1

Reykvíkingur - 01.04.1892, Qupperneq 1
Afgreiðslustofa Eeykvlkings er nú hjá útgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefi sig fram. Reykvíkingur. Blaðið kemur út einu sinni i hverjum mánuði og kostar hjer í Rvík 1 kr. um árið, út um ]andið og erlendis hurðar- gjaldað auki. Brog- ist fyrir lok júlí. II, 4 Apríl, 1893. ííúmerið kostar 10 a. Crötulýðurinn og mæðurnar. I. Pegar maður á sumardag kemur ókunn- ur í Reykjavík, og sjer allan þann sæg aí strákum og stelpum á götunum, 6—16 ára gömlum, eins og fjárhóp, dettur manni ó- sjálfrátt í hug, að Reykjavík hljóti að vera æði stór bær, sem hafi þó að minnsta kosti | svo sem 30,000 innbúa. Þótt maður færi um Lundúnaborg um hásumardag, mundi maður naumlega sjá jafn-risavaxinn krakka- hóp á götunni á jafnlitlu svæði. Og hvað hefst þá þessi lýður að? Fljúg- ast á, henda grjóti hvort í annað í bræði sinni, grýta glugga, æfa sig í því versta orðbragði, skammast, færa að og hrekja ferðamenn, stela hestum, þegar því verður viðkomið, kvelja smáfugla og kvikindi og yflr höfuð aðhafast einungis það sem börn eiga ekki að gjöra. Og þessi iðja er rækt svo kappsamlega, að ekki er umtalsmál, að unglingar þessir hafi tíma til að borða. „Svo má illu venjast að gott þyki“, seg- ir máltækið, og svo er um þetta. Margir for- eldrar eru svo blindaðir af þessum vana, að þeir sjá alls ekki hversu mikill skaði þetta er fyrir börn þeirra, hugsa jafnvel að það sje nógur tími, þegar börnin eru fermd, að fara að halda þeirn til reglusemi og vinnu, eða þau eru gift! Það er líka alsiða hjer í bæ, að fermdar stúlkur ganga iðjulausar út og inn, en láta móðirina ann- ast eldhúsverk og annað, og þegar þær gera eitthvað, er það vanalega eitthvað það, sem enga þýðingu hefur fyrir heimilið, eitthvert „fítl“, sem gæti átt við til dægra- styttingar meðal stórauðugs fólks í borgum erlendis, sem þarf ekki annað en lifa á vöxtunum af peningum sínum. Ekki fáir skynsamir menn hjer í bænum hafa sagt, að þegar dætur þeirra hafi náð fermingunni, þá fyrst hafi þær orðið ómagar, og það þótt þær alls ekki hafi gengið á skóla eða hafst neitt að þeim sjálfum til gagnsmuna. Slíkt er hraparlegt ástand, og hlýtur að vera sprottið af slæmri innanhússtjórn, sem eink- um í Reykjavík er enn mjög ábótavant yfir höfuð, þótt finnist heiðarlegar undantekningar. Það mun lengi mega leita meðal hinnar yngri kynslóðar, sem upp alin er í Reykjavík, að konur beri nokkra umhyggju fyrir að bjarga sjer, taka þátt í því með manni sínum, eins og konur í sveit, að afla hins daglega brauðs, og gjöra sjer greín fyrir, hvort arðurinn af vinnunni hrökkvi til að standast straum af gjöldum heimilisins. Aðalreglan mun vera sú, að konan gjörir sjer aldrei nókkra grein fyrir, frá vöggunni til grafarinnar, hversu miklu heimili hennar eyðir um árið, og hvað mikið það aflar; þar að leiðir, að meiri hluti bæjarmanna, æðri sem lægri, lifa langt yfir efni sín. Það er ekki ósjaldan að konur heyrast skeggræða um það, hvað þessi eða hinn húsbóndinn „leggi vel tilu heimilis síns og því um líkt, og hittist þá vanalega svo á, að menn þeir, sem þær dást að, eru menn sömu skoð- ana í praktisku tilliti og þær, að aldrei sje nauðsynlegt að vita hvað efnahagnum líði, það sje svo sem sjálfsagt að eyða því, sem tilfinningin, ímynduð þörf og hjegómagirni ilið, hvort heldur það er þarft eða óþarft; að sjálfsagt sje að ná þvi út úr náungan- um til láns, heldur en fara á mis við það; um borgunardag er ekki verið að hugsa, að hugsa um hann væri sannarlega á eftir tímanum. Á þessum rótgróna skaðlega hugs- unarhætti ganga margar konur í bænum, sem optast iðjulausar, hugsa hvorki um heimilisiðn, uppeldi barna sinna, matreiðslu nje annað, en slengja þeim áhyggjum upp á vinnukonurnar, og hafa þar af leiðandi enga elju á að vera heima, en ganga hús úr húsi til þess að heyja af við kaffidrykkju og við að reikna út, hvernig þessa eða hinn hafi það, hvað borðað sje nú í dag þarna, hvaða afglöp þessi eða hinn hafi nú gjört, hvaða dugnað þær sýni í stöðu sinni (!!) o. s. frv. og stafar því hið alræmda bæjarslúður hjer einmitt af iðjuleysi kvennfólksins og áhuga- leysi á framsókn til að sjá sjer og börnum sínum farborða. Börnin eru því að mestu alin upp og öguð undir stjórn vinnukvenna, sem á slíkum heimilum er venjulega skift um árlega, svo vel getur komið fyrir, að 10—15 vinnukonur agi sama barnið, hver

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.