Reykvíkingur - 01.04.1892, Qupperneq 4
16
var þvert á móti gefendanna fyrirmælum
með sjóðinn, sem enn eru á lífi.
Það er annars eftirtektavert, að mjer
virðist að stiftsyfirvöldin hafi gefið hjer tii-
efni til þessarar ritdeilu millum B. K. og
H. J. út úr orgelsjóðnum, með því (þrátt
fyrir konunglega skipun með úrskurði 2.
mars 1861, að auglýsa árlega fjárhagsástand
allra sjóða) að auglýsa ekki árlega fjár-
hagsástand orgelsjóðsins, og því óheppilegra
er þetta, þar sem biskupinn er annað stifts-
yfirvaldið, sem jeg vona að ekki vilji vís-
vitandi vera orsök í ritdeilum bæjarmanna,
og vil jeg því virðingarfyllst leyfa mjer að
skora á hin háu stiftsyfirvöld, að auglýsa
sem fyrst fjárhagsástand orgelsjóðsins, svo
greinilega, að sjeð verði hverjum þessar kr.
95,00 voru lánaðar, og hvaða veð er fyrir
þeim. Br.
Sjónleikir hafa verið haldnir hjer í vet-
ur, og þar eð Reykvíkingur hefur ekki minst
þeirra enn, þykir vel eiga við, að fara fá-
einum orðum um þá.
Isafold hefur að sönnu dæmt um leikina
í afarlöngum greinum, eins og þetta væri eitt
af þjóðarinnar mestu og nytsömustu áliuga-
rnálum. í „Vikingunum á Hálogalandi“,
þessu „víðfræga snildarverki“, sem ísaf. svo
kallar — en bókin mun vel að merkja gef-
in út af sama forleggjara sem hún — þykir
ritstj. ísaf. mest vert um snild og leiklist
þess er leikur Örnólf (með-forleggjara hans
Kr. Ó. Þ.). En öðru vísi lítur nú Gröndal
okkar á sömu persónu í Þjóðólfi, því hann
segir að Örnólfur hafi „krúnkað og gargað“
og „producerað leir“, en hverjum þeirra
skyldi nú betur trúandi, til þess að meta
leiklist og skáldskap, Ben. Gröndal eða
ísafoldar-heimspekingnum ; vjer höfum heyrt
flesta menn treysta Gröndal öllu betur.
ísafoldar-heimspekingurinn gerði mikinn
hávaða og ærsli út af því, að Hjördís væri
ekki leikin nógu grimdar og þjösnalega, og
leiddi enda suma til að trúa því, að Hjördís,
ætti að koma fram sem trylt skessa, enn
ei sem mensk kona, enn hvaðan kemur honum
vísdómur sá, að allar fyrirkonur í fornöld
hafi verið stórvaxnar og vargalegar ? Þetta
eru leifar af hjátrú ómentuðustu manna um
fornöldina, sem hjeldu að fornmenn hefðu
verið tómir risar, og vargslegir að útliti og
háttalagi. Vjer skiljum ekki þessa heirn-
speki, enda mun hún runnin undan rifjum
„forlags-kollegans“ hinum megin Austurvall-
ar, sem kom einkar ruddalega og þjösna-
lega fram á „senunni41, samkvæmt þessari
heimspeki. Vjer verðum að vera á annari
meiningu um þá, sem ljek Hjördísi (jómfr.
Ólafíu Jóhannsdóttur); oss virðist svo sem
að hún ljeki að tiltölu langbezt allra leik-
endanna sína vandasömu „rullu“, enda mun
ekki hafa verið kostur á kvennmanni með
betri mentun til að taka að sjer þann starfa.
Framburður og látbragð hennar á „senunni11
þótti oss furðu fullnægjandi, samkvæmt því
sem höf. leiksins virðist ætlast til. Að Sig-
urði (hr. Ó. Rós.) þótti oss framburðinum
helzt ábótavant; að öðru leyti virtist hann
leika allvel. Um Gunnar og honum enn
minni spámenn á „senunni11 viljum vjer ekk-
ert segja annað en það, að vjer erum Grön-
dal þar að mestu leyti samdóma, því vjer
hjeldum bókstaflega, að smiðasveinar Jakobs
Sveinssonar hefðu komið þar inn um vegg-
inn úr næsta húsi með ýms hálfsmíðuð am-
boð til að gamna sjer. Eitt var það sem
enginn varð var við, og það var „instruc-
törinn11, og er því leikendunum mikil vork-
un, þótt allmjög væri ábótavant, enn hvar
mun „instructör11 þessi hafa verið á trítli?
Líklega að snúast kringum ísafoldar heim-
spekina, eða skygnast undir einhvern ann-
arlegan fald og skoða þar forna átthaga.
„Olbogabarnið11 er enn sem komið er ol-
bogabarn ísafoldar, að því leyti að hún hef-
ur ekkert á það minst, og virðist þó höf-
undur þess vera á líku stigi og ísafold er
optast í stjórnfræðinni, þar sem hann lætur
indverskan „prins11 skipa embætti (konsúl)
í honum óviðkomandi ríki. Vjer viljum að
| að öðru leyti ekki fara út í að dæma um
þenna leik, sem mun eiga að heyra undir
„skemmtanir fyrir fólkið11, enda mun enginn
bera á móti að margur hafi brosað, þegar
sumir dansendanna settu limi sína í hreif-
ingu, enda líktist það meira kálfadans en
manna.
Einn, Hreinn & Beinn.
Munið eptir hinum alkunna
og ágseta vatnsstigvjela áburði
Rafn Sigurössyni
í Veltusundi.
Nærsveitamenn eru beðnir að vita Reyk-
víkings í sölubúð W. Ó. Breiðfjörðs; einnig
ef vanskil verða á blaðinu eru kaupendur
beðnir að láta ritstjórann vita.
Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð.
Eeykjavik 1892. — FjelagsprentBmi&jan.