Reykvíkingur - 01.05.1892, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.05.1892, Blaðsíða 2
18 sjest líka best á því, hvernig franskir fiskarar, sem aðrir, fara hjer inn á höfn- ina án hafnsögumanns, og leggja sig svo óreglulega, að hið eiginlega póstskip „Laura“, sem þar að auki hefur jafnan talsverðar vörur til bæjarmanna, getur stundum alls ekki fengið hentugt svæði hjer á höfninni að afíerma póst og vörur, en verður að „ankera“ þrefalt lengra í burtu j en hún annars þyrfti, ef einhver regla j yrði höfð með hvar skipin leggðust hvort fyrir sig. Þa.ð er að vorri hyggju alkunnugb, hverjum Eeykjavíkur mauni, að póstskip- I ið „Laura“ verður opt og einatt, og æfin- jj lega er hún kemur hjer í apríl-ferðinni, að liggja annaðhvort út í svokölluðum miðjum „ál“, eður þá lengst iun- og fram- undan Eauðará, eins og hún varð nú að gjöra er hún kom seinast, og hvaða erfið- isauki þetta er með póstinn og uppskip- j un, hlýtur öllum Ijóst að vera, og hvaða j töf það getur verið fyi'ir póstskipið þegar svo stendur á vindi að liggja svona langt j úti, er áþreifanlegt, og því óskiljanlegt, að frönskum fiskurum og öðrum skiputn, sem engum vörum þurfa í Jand að skipa, og litla sem enga samgöngu þurfa að hafa við bæinn, þar sem í það minnsta þau frönsku koma hjer á höfnina einungis til að umferma fiskinn í önnur skip, sem leggjast við síðuna á þeim, — að þeim skuli líðast að þyrpast svo saman á miðja höfn- ina, að póstskipið, sem einnig hefur vör- ur til bæjarmanna skuli ekki geta lagst á sjer hagfeldum stað á höfninni, og engin þjóð önnur en íslendingar mundi líða út- lendum að bola langt í burtu af höfn eð- ur við „bolværk“ póstskip sitt. Vjer vonum að allir sem hlut eiga hjer að máli að lagfæra þetta, sjeu oss sam- dóma í því, að óeðlilegt sje að láta út- lenda fiskara, sem litla eður enga sam- göngu þurfa að hafa við bæinn, þyrpast svo saman á því svæði hjer á höfninni, sem póstskip okkar „Laura“ er vant að liggja, að það til tímaspillis, og sjerstaks erfiðisauka fyrir þá sem sækja og útskipa á það vörur, skuli verða að liggja þre- falt lengra í burtu en annars, og vart með öðru en hafnsöguþvingun verður þetta lagað svo að liði verði, og að eins þess arna vegna, er oss óskiljanlegt, hvað þeim háu herrum á þinginu seinast hef- ur gengið til að segja að hafnsöguþving- un hjer væri óþörf, og kalla hana saman- borna við hjá öðrum þjóðum „kúgun" og „þvingun“, þar sem þó aðrar þjóðir sem bæði hafa hafnir (því hjer er eigin- lega að rjettum skilningi engin höfn) og dokkur, og innsiglingu hreina og beina og grynningalausa, víla ekki fyrir sjer að hafa hafnsöguþvingun, og af því lifa við þann starfa margir menn, og er eptir- sóttur, sem ella mundi sumstaðar enginn j fást til. — Að endingu þykir mjer það ó- j trúlegt, að allir þar til hæfir hjer í Rvík sjeu svo rígbundnir við arðsama atvinnu- vegi, að þeir myndu ekki, svo margir sem þurfa þætti, fást til að gegna hafn- sögustörfum, „uotabene“ ef nokkur trygg- ing væri fyrir að skip notuðu þá, og hvað þung álaga sem hafnsögumanns-kaup þykir í öðrum löndum, þá þekki jeg eitt stórt gufuskipafjelag, sem hefur fastan hafnsögumann á einum stað, sem jeg veit j til, einungis fyrir tvö skip þeirra sem ; þangað koma 5 sinnum í mánuði, og launa honum svo vel fyrir þennan starfa, að hann lifir vel með sitt skyldulið án þess að gjöra nokkuð annað. Bæjarstjórnarfuntlur 5. rnaí. 1. mál á dagskrá var kæra frá Hjálm- ari Sigurðssyni útaf því að hann væri ekki á kjörskrá bæjarins til alþingiskosninga, þar sem hann hefði borgað 12 kr. í fá- tækraútsvar. Honum hafði verið gert 10 kr. útsvar, en auk þess hafði hann gefið 2 kr. Samþykkti bæjarstjórnin eptir til- lögu formanns að hann yrði settur á kjör- skrá. [Þetta er hjer áður fáheyrt, og víst eins dæmi í sinni röð hjer á landi. Það er líka svo hrósvert, að óskandi er það verði ekki lengi eins dæmi, þar sem það j ber ljósan vott um tórandi menningarvísi, j og er vonandi, að sem flestir muni nú j eptir þeim lítt afmáanlega minnkunar- bletti, er þeir í sofandi áhugaleysi settu á sig við seinustu þingkosningar, og lofi nú ekki hverjum óreyndum „skrolara" að prjóna nöfn sín neðan á prentaða kosn- ingarlappa]. 2. mál var hátíðahald á gullbrúðkaups- degi konungshjónanna. Yar samþykkt eptir tillögu síra Þórhalls Bjarnasonar, að guðsþjónusta yrði haldin í þá minningu á gullbrúðkaupsdaginn, uppstigningardag, auk hinnar venjulegu guðsþjónustu og láta biskup prjedika. Nefnd var kosin til að skreyta kirkjuna. Að öðru leyti vildi bæjarstjórnin ekki ráðast í nein há- tiðabrigði.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.