Reykvíkingur - 01.08.1895, Qupperneq 1
Af greiöslustofa
Keykvlkings er nll
bjáútgefanda, Aaal-
stræti nr. 8, opin
hvern virkan dag
allan. Nýir kaup-
endur gefl sig fram.
Reykvíkingur.
Bl aöijö kemur út
einu sinnii hverjum
mánuði og kostar
i Rvik 1 kr. um áriö,
út um land og er-
lendis burðargj. að
auki 25—50 a. Borg-
ist fyrir lok júlí.
V, 8.
Enn um báraða þakjárnið.
í september-blaði ,,Reykvíkings“ í fyrra
ritaði jeg grein um byggingarefni þetta, á-
samt ýmsum leiðbeiningum því viðvíkjandi,
sem átti að vera bending fyrir báða parta
hér: seljanda, að vanda betur vöruna, og
kaupanda, að sækjast ekki eptir endingar-
iausri vöru, þótt hún væri ofurlítið ódýrari
en brúklega varan.
Við íslendingar fetum okkur áfram í
mörgu eptir annara þjóða háttum, engu síð-
ur hvað viðvíkur byggingarefni en öðru, og
er okkur það að engu láandi, því fáa höf-
um við hjer, sem eru verklega leiðbeinandi,
og þó við hefðum einhverja, sem gætu og
vildu leiðbeina í einhverju, þá vantar vilja,
og sumir segja velmegun, til að fylgja þeirra
ráðum (hið síðara er nú bara ,,slúður“), og
svo er aðgætandi, að það hentar okkur ekki
allt, sem aðrar þjóðir nota eða hafa notað,
t. d. viðvíkjandi byggingarefni, og því síð-
ur hin lakasta tegund af því tagi.
Þegar við lítum til baka, þá sjáum við,
að áður fyrrum var mest notað hér meðal
almennings til bygginga trjáviður og torf,
sem átti afarilla saman, en örfá opinber hús
voru byggð þá úr steini. Frá 1850 fóru
steinspjaldaþök á trjehúsum í bæjum að
verða meira og meira almenn, og ekki óvíða
voru steinspjöldin lögð einnig á veggi, og
l>ótti það mun endingarbetra bæði á þök og
veggi en borðaklæðningin — og allt þangað
til 1880, — þá fór steinþökunum að fækka á
nýjum húsum, og var þá tekin upp hin
báraða járnklæðning—einkanlega á þökum—
því miklum mun var sú klæðning ódýrari
en steinspjöldin, sem kostuðu um kr. 2,50
efnið í hverja □ alin, ank saums og verks
að leggja spjöldin. Allskonar pappi, sem
yzta klæðning á húsum, hefur ekki, sem von
er, náð hér neinni útbreiðslu. Á örfá hús
hjer á landi hefur verið lagður mótaður,
rauður leirsteinn, en hann reyndist hér ekki
góður.
Hið eina byggiggarefni, sem náð hefur
hjer verulegri útbreiðslu meðal almennings,
sem yzta klæðning á þök og veggi, er
„galvaniseraða“ báraða járnið, því þó það
sje haft af beztu tegundinni (sama og Eng-
Númerið
kostar 10 a.
lendingar brúka sjálfir), þá er það margfalt
ódýrara en steinspjaldaklæðningin var áður,
og þar að auki er það betur eldsvarnandi
en steinspjöldin voru (skífan).
Þó við nú höfum fengið þetta byggingar-
efni — báraða járnið — sem er að öllu leyti
hagfeldara, bæði með flutning og annað, en
steinspjöldin voru, þá verða menn að athuga
það vel, að þakjárn — og þakjárn á ekki
saman nema að nafninu, því eins og hið
hæfilega þykka þakjárn (ekki þynnra en
nr. 26), sem búið er til úr góðu efni, vel
lagt og neglt með „galvaniseruðum“ nögl-
um, og haldið við á því farfa — á að end-
ast í fleiri mannsaldra, eins er hið þunna
þakjárn öldungis ónýtt, hvað vel sem frá
er gengið.
Þegar jeg ritaði í íyrra í „Reykvíking“
greinina um báraða þakjárnið, hafði mjer
ekki komið til hugar, að verzla með þak-
járn, enda hafði jeg ekki haft það til sölu
í þau níu ár, sem jeg var þá búinn að verzla.
En mjer blöskraði, satt að segja, sem „fag-
manni“ í húsasmíðum, að sjá hvað þetta
okkar hentuga byggingarefni var orðið skað-
lega óvandað í öllu tilliti — óbrúkandi þunnt,
og búið til úr herfilega óvönduðu efni, og
duldist mér því ekki, hve hræðilegt tjón
þetta var fyrir kaupendurna hér, sjerstak-
lega hina fátækustu, sem keyptu það.
Eptir að fyrnefnd grein birtist í „Reyk-
víking“, fóru margir þess á leit við mig, að
jeg framvegis hefði þakjárn til sölu, til þess
að reyna að bæta úr þeim göllum, er orðn-
ir voru á þeirri vörutegund, því þeir, sem
þekkingu höfðu á þakjárni, voru mjer að
öllu samdóma um það, sem jeg hafði skrif-
að um járnið, og álitu því vafasama endur-
bót á þakjárnsflutningum hingað hjá þeim,
sem enga þekkingu hefðu á gæðum járnsins
eða varanlegheitum þess, en gjörðu sjer ein-
ungis far um, að kitla þekkingarleysi og
ímyndaða sparnaílartilfinningu almennings,
með því að flytja þakjárnið þynnra og þynnra
— verra og verra. Og ekki hafði einu sinni
verið bætt úr því, sem allir kvörtuðu yfir,
sem voru naglarnir í járnið, með því að
flytja aðra nagla í járnið en þá, sera Eng-
lendingar brúka sjálfir. En það eru sívalir
1. ágúst 1895.