Reykvíkingur - 01.08.1895, Side 4

Reykvíkingur - 01.08.1895, Side 4
32 og dróst fram að brúnni um góða 3 þuml unga með akkerum og öllu, og súlurnar þeim megin skektust svo, að hendi mátti undir stinga annarsvegar. En með því þess varð fljótt vart, og þar viðstödd lög- regla, sýslum. M. Torfason og Sigurður Ólafsson, ljet ekki fara nema tvo og tvo í röð út á brúna í einu, þá varð því voða- lega slysi afstýrt, að fleiri hundruð manns hefðu beðið þar bana í ánni. Frágangur- inn á austur-stöplinum er þannig eptir sögn, að akkerin sem halda öllu eru á hallandi klöpp, og svo stólpinn ofan á þeim sem stendur á klöppinni er ekki stærri en svo, að hann rúmlega heldur strengjunum (brú- arþyngdinni), en klöppin hallandi fram að ánni. Allur þessi stöpull niður að klöpp- inni hreyfðist, og losnaði við klöppina 0g voru þá á brúnni, að flestra viðstaddra á liti, tæp 200 manns. Það er mælt að herra Vaughan segðistgeta gjörtvið þessar skemmd- ir á einum degi. Skyldu hlutaðeigendur gjöra sig ánægða með slikt? Við brúna mættu 2480 manns; þar af um 1600 af kvennfólki. Brúin er að járni til mjög ramgjörð, girðingarnar utan með mjög ramgjörðar og þjettar úr „massivu“ járni. Allir boltar skrúfaðir með þykkum „róm.“, og álítum vjer hvern skrúfuumgang jafn sterkan hnoði. En hvað hjálpar þó 99 hlekkir sjeu óbil- ugir í einhverri keðju, ef einn hlekkur er ónýtur? Broslegt þótti sumum að sjá við Þjórs- árbrúna manninn með látúns plötu húfuna og brauðhnífslögunina hangandi á mjöðm- inni, labbandi á eptir herra H. Hafstein, hvert fótmál sem hann fór, og sumir gátu sjer tíl, að þetta væri hestadrengur lands- höfðingja. Flestir munu hafa gjört sjer meiri von en raun varð á, um ræðuhöld og annan mannfagnað við tækifæri þetta, því sumir heyrðust geta sjer til á loiðinni að brúnni, að Mr. Vaughan mundi bjóða þingmönnum sem væru þar mættir, og 3—4 helztu mönn- um, sem mætt höfðu úr hvorri sýslu, en því fór svo fjarri að svo væri, en þó er ekki rjett, eins og sumir gjöra, að kenna Mr. Vaughan um þetta, á meðan ekki er sannað, að viðkomandi kunnugir menn hjer hafi beut honum á, að það heyrði til samkvæmt hjerlendri venju. Enginn bæjarstjórnarfundur var haldinn 18. júlí. Krossasóttarfarganið. í seinasta blaði „Reykvíkings" stóð grein um Christensen nokkurn í leikhúsinu með prinz Carl. Með því oss undrar, að maður þessi skyidi fara að útvega sjer lítilfjörlegt bað hjá Kr. Ó Þorgrímssyni, til þess að koma fram fyrir almenning í ísafold 10. júlí, með þá óyndis veifu, að það væri allt ósatt um sig. sem stóð í Reykvíkingi, þá skulum vjer segjahjersöguna, sem á vantaði í áðurnefndu blaði Reykvíkings, eins og hún gekk. Eptir að vjer höfðum Iofað að taka á móti prinzinum, fórum vjer til herra Kr. Ó. Þorgrímssonar, sem seldi aðgöngumiðana, og báðum hann að selja ekki neinum þau tvö yztu sæti 1 og 2 út við vegginn, í sama bekknum, sem prinzinn átti að sitja í, sem hann og svo lofaði að gjöra ekki. Nú ber eptirfylgjandi vottorð með sjer, að Christensen fjekk sætið nr. 2, næst yzta sæt- inu við vegginn, en kallinn sat á nr. 6, við hliðina á prinzinum, sem sat í sætinu nr. 5, og einn af yfirmönnunum varð því að sitja í næst yzta sætinu nr. 2; sá yfir- maðurinn sem sat i sætinu nr. 7, átti auð- sjáanlega að sitja við hliðina á prinzinum, því prinzinn átti mest tal við hann og varð því að teygja sig yfir Christensen, til þess að tala viðhann,og þótt svo að prinzinnhefði boð- ið Christensen þessum að sitja við hlið sína(?) þá sannar það ekki annað en eiumitt það sem „Reykvíkingur“ sagði, að prinzinn hefði aumkað sig yflr manninn, og lofað honum að sitja hjá sjer. Allt er því sem von er óhrakið sem stóð í „Reykvíking“ um þennan Christensen, og sú harmabót fyrir manninn, að ganga frá einutn til annars til að fá lagða út á dönsku grein vora í „Reyk- víking“, til þess að gefa prinzinum er þá víst þunn. En verra var að ekkert blað hjer skyldi fást til að taka svar hans til „Reykvíkings“. * * * Herra kaupmaður W. Ó. Breiðfjörð hef- ur heimtað af mjer að skýra frá því, hvaða sæti það hafi verið, sem herra Consúll W. Christensen keypti hjá mjer við tækifæri það, sem getur um í yfirlýsingu minni í „ísafo!d“ 10. júli þ. á. Þá vil jeg í sambandi við það skýra frá því, að nefndur Consull keypti nr. 2 á þeim bekk, sem prinzinu og hans förunautar sátu á, en nr. 1 seldi jeg ekki. Rvík, 17. júlí 189B. Kristján Þorgrimsson. Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörö. Reykjavtk 189S. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.