Reykvíkingur - 01.04.1897, Side 4

Reykvíkingur - 01.04.1897, Side 4
ió leggja niður þann sið, að bera laugapokann á bakinu, eins og tíðkast hefir hjer í höfuð- staðnum, og vakið hefir hneyksli svomargra útlendra ferðamanna, sem hjer hafa komið. Er fjelagsskapur þessi, hjá kvennþjóðinni, mjög lofsverður, og getur á sínum tíma orð- ið til mikils sóma fyrir land og þjóð. III. >Baðfjelagið< heflr sett á stofn bað- hús hjer í bænum, og gefur þannig bæjar- mönnum og öðrum kost á, að fá sjer ýmis- konar böð, sjer til hollustu og heilsubótar. »Iðnaðarmannafjelagið« er eitt af þeim fjelögum, sem lítið hefur borið á, hjer í bænum, þar til nú á siðastliðnu sumri, að það hefir býggt stórt og vandað sam- komuhús, með áföstu leiksviði. Ber hús þetta langt af öðrum húsum í bænum, bæði hvað stærð og fegurð snertir. Er þetta eitt útaf fyrir sig, nóg til þess að sýna hvað menn geta gjört þegar fjelagsskapinn vantar ekki. »Stúdentafjelagið« hefur nú á síð- ustu árum haldið, að heita má ókeypis, fyr- lestra fyrir alþýðu, Hefir inngangurinn að eins kostað 10 aura. Er það vottur umauk- inn vilja þessa fjelags, að miðla hinum fá- fróðari af þekkingu sinni og lærdómi. Hefur þessum fyrirlestrum verið mæta vel tekið af bæjarmönnum, enda margir þeirra skýrt og áheyrilega fluttir. Framfarafjelag (Reykjavíkur)« er eitt af hinum nýrri tjelögum í bænum og hefir verið heldur famennt þar til í vetur, að það hefir stækkað að mun. Hefir það byggt sjer hús, er það heldur í samkomur sínar. Þetta er eitt af þeim fjelögum, er samkvæint tilgangi sínum getur samanstaðið af öllum fulltíða bœjarmönnum, þar af leiðir, að það getur haft mjög mikil áhrif á öll bæjarmal, enda hefir það þegar komið í Ijós, ba»ði við opinberar kosningar, er fram hafa farið í bæn- um o. fl. Má því ætla að fjelag þetta eigi mikla framtíð fýrir höndurn hjer í bænum. (Framh). 5. bæjarstjórnarfundur 4, marz. I. Útaf beiðni frá búendum við Lauga- veg, um vatnssóknarveg, að Móakotslind (eða Miðhúsalind), lagði veganefndin til, að hún fengi leyfi til að verja 15—20 dagsverkum af bæjarfje, til vegaruðnings frá Laugavegi niður að Lindargötu, og til gangsstigs þaðan og ofan að lindinni, gegn tillagi jafn margra dagsverka frá búendum. Tillaga veganefnd- ar samþykkt. 2. Samþykkt var, eptir til- lögu veganefndar, að leggja Birni Stefánssyni í Mýrarhúsi, 15 kr. úr bæjarsjóði, til timbur- kaupa í girðingu við lóð hans, með Nýlendu- götu, ineð því skilyrði að kostnaðurinn við að halda uppi girðingu þar, sje eptirleiðis bæjarsjóði með öllu óviðkomandi, 3. Beiðni frá frú Elínu Briem, um rennu frá suðurenda húss hennar út í lækinn; var synjaðáheyrzlu eptir tillögu veganefndar. 4. Synjað að svo stöddu, um veg frá Bakkastíg gegn um tröð- ina hjá Garðhúsum að Ananaustum. 5.Beiðni frá Sig E. Waage, um að hann eigi for- gangsrjett, til spildu út í tjörnina, suður og vestur úr lóð hans, suður að Vonarstræti. Beiðninni var synjað að svo stöddu. 6. Bruna- bótavirðing samþykkt á húsi Jóhannesar Benidiktssonar á Miðhúsalóð 850 kr. 7.Beiðni frá lector Þórhalli Bjarnasyni, um erfðafestu- land á norður odda Vatnsmýrar, milli túns dr. Jónassens að vestan, tjarnarenda að norð- an, og Holtastaðastykkis að austan, um 4 dagslattur. Var ákveðið að fresta því máli þangað til fulltrúar gætu mætt á staðnum. 8, Gunnlaugur Pjetursson leystur frá að greiða skólagjald fyrir barn hans, þann tíma er það hefur eigi getað sótt skólann sakir veikinda. 9. Tilkynnt að amtmaður hafi staðfest (17. f. m.) frumvarp um breytingu á fiskiveiða-samþykktinni, sem samþykkt var á hjeraðsfundi í Hafnarfirði 12. f. m. E. Briem ekki a fundi. 6. bæjarstjórnarfundur 18. marz. I. Veganetndinni var falið á hendur að verja — á þessu ári — til aðgerða á Vatns- bólum bæjarins, áþann hátt er hjeraðslæknir hefur áður stungið upp á; 800 kr. sem bæj- arstjórnin veitir nú umfram fjarhagsáætlun. 2. P'ormaður las upp brjef frá Frímanni B. Andersson, þar sem hann skorar á bæjar- stjórnina áð leggja fram fje til raflýsingar í bænum. Bæjarstjórnin vildi eigi sinna brjef- inu. 3. Til að sernja alþingiskjörskrá fyrir 1897/98 voru kosnir Þóihallur Bjarnarson og Jón Jensson. 4. Bæjarstjórnin samþykkti til- lögu veganefndar að nýja gatan á Selskolti, frá Oddgeirsbæ að Holtsgötu skuli heita Brekkugata. Dr. J Jónassen og E. Briem ekki á fundi. Útgefandi og ábyrgðarm.: W. Ó. Breiðfjörð. Reykjavik 1897. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.