Reykvíkingur - 01.05.1900, Blaðsíða 1
A/greiðslustofa Reyk-
víkings er hjá útgef-
anda, Aðalstræti
nr. 8, opin hvern virk-
an dag allan. Nýir
kaupendur gefi sig
fram.
Blaðið kemur tit einu
sinni í hverjum mán-
uði og kostar í Rvík.
i kr. um árið, út um
land og erlendis burð-
argj. að auki 25 — 50 a.
Borgist fyrir lok júlí.
X. 5.
1.
Maí
1900.
Númerið
kostar 1 O a.
Komið þjer nú blessaðir og sælir,
bæjarbúar og landsmenn allír.
Þá er jeg nú kominn heim aptur heill
á húfi úr þessari utanför minni, glaður mjög
að sjá ykkur og landið okkar, sem mjer aldr-
ei blandast hugur um, að er, að öllu sam-
anlögðu, bezta landið í heiminum. Því þótt
við íbúarnir sjeum fremur fraintakslausir og
dáðlitlir að nota sem skyldi gæði þess, — og
þar af leiðandi sjeum allflestir snauðir ogsum-
ir dauðsjúkir af burtfararsýki m. m., þá er ekki
rjett að saka landið okkar um það, sem er
einmitt okkur sjálfum að kenna.
Það er hverju orði sannara, að við höf-
um nú sem stendur of lítið af peningum í land-
inu okkar; sum önnur lönd hafa gnægð af
peningum, og er þar þó miklu meiri eymd
en hjá okkur, og ástæðan meiri til óánægju,
t. d. nú á Englandi og Skotlandi. — Þar er
nú gullpundunum í miljónum kastað, sem svo
má að orði kveða — í eldinn frá svöngum
vesalingum,— fyrir alls konar verkfæri til þess
að slátra mönnum, bæði af þeirra eigin
þjóð og annara, eins og þegar brennihöggv-
arar kurla niður trjávið til kola eða til upp-
kveykju.
Þannig er nú fólkið saxað niður í strið-
inu í Suður-Afríku, til þess að kynda því und-
ir hinum grimmdarstóra heljarpotti barma-
fullurn af Englandsveldis-ofmetnaði, og á þetta
allt saman horfa glottandi hinir voldugu í
konungasætunum, mannvinitnir svonefndu og
friðarpostularnir, og bíða þangað til soðið er
og á að fara að færa upp úr, þá munu sum-
ir þeirra standa upp og heimta með valdi
skerf af krásunum, eða að öðrum kosti krefj-
ast þess, að sett sje upp aptur, og soðið að
nýju og kynt óspart mannabúkum og manna-
blóði. Af slíku höfum vjer ekkert að segja,
sem betur fer, og veit því enginn, hvar skór-
inn kreppir, utan sá, sem ber hann á fæti
sjer. Einhvern tíma síðar mun jeg geta um
það, sem fyrir augun bar á ferðum mínum
um England og Skotland í þessu efni.
LÍTIÐ INN I
BREIÐFJ ÖRÐS-BÚÐ.
Þar fæst nú með góðu verði flest, sem
einstaklingur og hvert heimili þarfnast,
bæði til fata og matar. Einnig margs
konar húsabyggirgar-efni, öll af beztu
tegund, sem vera ber hjá fagmanni —
svo sem alls konar farfi, pappi, þak-
járnssaumur, skrár, lamir o, m. fl.
Múrsteinn kemur nú með „Ceres".
Sem að undanförnu mun jeg nú í ár
forðast allar skrum-auglýsingar um vörubirgð-
ir mínar, gæði þeirra eða verð, þvíað gjöra
ofmikið að slíku er sama, sem að draga dár
að sjer og kaupendunum, sem á ofur-illa við,
að mjer finnst. Að fáum dögum liðnum verð
jeg búinn að pakka öllu út; jeg þarf ekki
að loka búð minni á meðan jeg pakka út,
því jeg tek upp vörurnar f hinum stóra sal
undir glerþakinu í miðri byggingu minni og
raða þeim svo jafnóðum í hinar ýmsu afdeil-
ingar í verzluninni. Osk mín er einungis, að
þið komið og skoðið þær um leið Og þið
skoðið vörurnar hjá hinum, svo mun okkur
semja.
Fundarhöld við bæjarstjórn-
arkosningarundirbúninginn.
(Niðurl.).
En Halldór Jónsson vildi ekki viðurkenna,
að H. Kr. Friðriksson hefði nokkurn tíma
haft noklcra hæfilegleika til að vera bæjar-
fulltrúi. [Mikið undur mega bæjarbúar hafa
verið blindir, að kjósa slíkan mann meiri
hlutann af hálfri öld hjer í bæjarstjórnina].
Ja, og hann M. Ben. fylgdi H. J. eins og —
Þorhalla, — eða eins og lipur skósveinn í
þessum skoðunum hans.
Aður en hann M. Ben. fór á Iðnaðar-
mannafund, hefur hann H. J. kunningi troðið
hann víst svo fast út, og blásið hann svo vel
upp með þessum skoðunum sínum, að hon-
um herra M. Ben. lá við að springa. Því í
ósköpunum, þegar hann ætlaði að lina á
búknum — [í höfuðið á engum manni kemst
slík kenning] og svara W. Ó. Breiðfjörð, þá