Reykvíkingur - 01.05.1900, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.05.1900, Blaðsíða 3
19 ætlum nú að fara að halda hann".—„Já—já, við skulum nú endilega láta verða af því, að kaupa hann", sögðu margir. N.: „Það er þá bezt að skýra ykkur frá, hverjir kosnir voru seinast, og nefni jeg þá eptir stafrófsröð. Það er þá fyrst hann G. Björnsson". „Jú, jú“, sögðu margir, „við höfum nú heyrt það". „Jæja þá", sagði N., „Þá eru þeir næstu í stafrófsröðinni: Sighvat- ur Bjarnason og Sigurður Thoroddsen".—H.: — „Sighvat þekkjum við allir saman. Hann er vfst bezti drengur, óhlutdrægur og sam- vizkusamur. Engum mun hann gjöra rangt af ásettu ráði. En menn stinga saman nefj- um um, að hann muni vera höfðingjasleikja, sem svo kallast, og ef svo er, þá getur það haft slæm áhrif á hann, að sitja þarna inn- an um alla höfðingjana í bæjarstjórninni, og svo ef. — N. tekur fram í og segir: „Jeg vona þó, að þið farið ekki út í sömu kappræðuna um hann Sighv., eins og umhannG. B.“.—„Það var öldungis ekki meining mfn", segirH.,og bætir við: „En ef svo færi, að allur bankinn legðist á okkur, lægri gjaldendurna?" N.tek- ur fram í og segir: „Hvaða bull er þetta,— að allur bankinn leggist á ykkur. Jeg er viss um, að þið leggizt meira á bankann, en hann á ykkur". H.: „Jeg meina, að það geti verið ó- heppilegt, að hafa þrjá úr bankanum í bæj- arstjórninni, því þeir fylgja þá hver öðrum að málum í öllu, eins og þeir gjöra í bankan- um, þar sem einn telur peningana, annar fær- ir upphæðirnar inn í bækurnar og þriðji veg- ur syndir manna eptir bankans bókum, og svo segja þeir allir í einu hljóði: já ogamen". N.: „Það, sem er nauðsynlegt, er það, að þeir, sem kosnir eru í bæjarstjórnina, sjeu sanngjarnir og rjettlátir og beri gott skyn á málefni bæjarins, og stendur þvf á sama, hvort þeir gegna bankastörfum eða öðru starfi, ef þeir hafa áðurnefnda hæfilegleika, og hvað viðvíkur Sighvati, þá var hann sá eini af full- trúaefnunum, sem svaraði afdráttarlaust fyrir- spurnum Breiðfjörðs á seinasta undirbúnings- fundinum í leikhúsi hans, er svo hljóðuðu: Vilja hinir nýju fulltrúar halda þeim gamla vana, að leita ekki álita bæjarbúa, jafn- vel þó um stærri fjárupphæðir út í bláinn sje að ræða, eins og átti sjer stað á seinast- liðnu sumri, þegar bæjarstjórnin leyfði sjer að taka 10 þúsund króna lán upp á bæinn, að bæjarbúum fornspurðum til þess að kasta í þingið handa landspítala nefnu. Þessu svaraði Sighvatur þannig, að yrði hann kosinn, þá mundi hann auðvitað fara eptir sinni sannfæringu, bæði í fjárveitingum í bæjarins þarfir, sem öðru starfi sínu í þarf- ir bæjarins. En kæmi hann sjer svo ekki saman við meiri hluta kjósandanna, þá mundi hann segja af sjer bæjarfulltrúastöðunni. —■ Fallega sagt — Fallega sagt. „Hann er þá öldungis engin höfðingjasleikja hann Sighvat- ur“, sögðu margir. Næsta fyrirspurnin var svo hljóðandi: „Vilja hinir væntanlegu nú kosnu bæjarfull- trúar styðja að því, að bæjarmönnum verði gert greiðara fyrir en aður hefur verið, að fá bletti af landi bæjarins til erfðafestu. — Fyr- ir það fyrsta með því, að fá kosna 3 manna nefnd úr bæjarstjórninni til að yfirlíta erfða- festulandabeiðnir og gefa bæjarstjórninni upp- lýsingar um þær, en vera nú ekki lengur að burðast með það sundurlausa stóra bákn, — alla bæjarstjórnina til slíkra skoðunargjörða. Enn fremur að stj'ðja að því, að bæjar- stjórnin hætti nú með öllu, að hegna erfða- festulanda-beiðendum með því, að pressa út af þeim 3—7 krónur undir eins árlega fyrir hverja dagsláttu, sem þeir af landi bæjarins ráðast í að reyna að gera að verðmæti, bæn- um nú og framvegis til sóma, gagns og prýðis. Sömuleiðis að fá því framgengt, að landi bæjarins verði nú skipt í þrennt, sem sje: mel, urð Og mold. Eða með Öðrum orðum sagt: gróðurlausan leirmel, grýtta jörð og grjótlausa mó'a eða mýri, og gefa svo þeim bæjarbúum, sem biðja kunna um land til rækt- unar og erfðafestu, þannig löguð kjör á því. Að þeir fái meljörð afgjaldslaust í tíu ár; en að þeim sje gjört að skyldu, að um- girða fyrsta árið það svæði, sem þeir taka, og svo að rækta V9 hluta á ári, þannig, að það verði umgirt og alræktað eptir tíu ár, og svo, að afgjaldsupphæðin, sem byrja á að greiða að þessum tíu árum liðnum, sje und- ir eins ákveðin við afhendingu landsins, sem fyrir slíka jörð ætti ekki að fara fram úr 5 álnum af dagsláttunni. Grýtt jörð sje látin til ræktunar á erfða- festu afgjaldslaus í átta ár. — Skilmálarnir öldungis hlutfallslega sömu og á meljörðinni, en afgjaldið 6 álnir af dagsláttunni, sem greið- ist í fyrsta skipti að átta árum liðnum frá afhendingu landsins. — Móar og mýrarjörð sje látin afgjaldslaus í 6 ár. Skilmálar hlut- fallslega hinir sömu, sem áður er greint. Af- gjaldið sje 7 álnir af dagsláttunni, sem greið- ist í fyrsta skipti að 6 árum liðnum, frá af- hendingu landsins. Þessum hjer að framanskráðu breyting-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.